Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist í Austvaðsholti í Landsveit í Rang- árvallasýslu 3. október 1926. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítalans í Fossvogi 1. sept- ember 2011. Foreldrar Guð- rúnar voru Jón Ólafsson bóndi í Austvaðsholti, f. 26. nóvember 1892, d. 14. ágúst 1968, og Katr- ín Sæmundsdóttir kona hans, f. 23. maí 1896 á Lækjarbotnum í Landsveit, d. 18. desember 1943. Systkini hennar eru Ólafur, f. 1923, d. 1982, Sæmundur, f. 1924, d. 2001, Sigríður Theo- dóra, f. 1930, Gunnar Ingi, f. varði Friðbjörnssyni, f. 6. októ- ber 1965. Guðrún ólst upp í Austv- aðsholti. Að lokinni hefðbund- inni skólagöngu heima í Land- sveit fór hún í Héraðsskólann á Laugarvatni og var þar við nám þegar móðir hennar dó og hún var kölluð heim til að hjálpa föð- ur sínum með heimilishald og uppeldi yngri systkina. Hún stundaði síðan nám við Hús- mæðraskólann á Akureyri vet- urinn 1946-1947. Guðrún lærði kjólasaum hjá Guðnýju Jónsdóttur kjólameist- ara og stundaði saumaskap heima hjá sér til margra ára eða þar til hún hóf störf hjá Verð- listanum í Reykjavík árið 1965 þar sem hún vann við afgreiðslu og fatabreytingar þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Guðrúnar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 9. sept- ember 2011, kl. 13. 1937, og Aðalbjörg, f. 1941. Guðrún giftist 4. nóvember 1949 Finnboga K. Eyj- ólfssyni bifvéla- virkja, f. í Reykja- vík 27. júlí 1925, d. 7. mars 2010. For- eldrar Finnboga voru Eyjólfur Finn- bogason, bifreiða- stjóri í Reykjavík, f. 8. júlí 1902 á Útskálahamri í Kjós, og kona hans Guðrún Þórðardóttir, f. 10. janúar 1903 á Folafæti í Súðavíkurhreppi. Dóttir Guðrúnar og Finnboga er Katrín, f. 13. júní 1949, gift Oddi Eiríkssyni, f. 5. mars 1946. Þeirra dóttir er Guðrún, f. 7. ágúst 1969, í sambúð með Þor- Í dag kveð ég tengdamóður mína Guðrúnu Jónsdóttur, sem lést eftir stutta sjúkralegu 1. september sl. Hún hafði verið við góða heilsu og ekkert sem benti til þess að hún væri á förum. Sigga systir hennar var nýlega farin aftur heim til Kaliforníu eftir dvöl hér og heimsóknir Siggu voru ávallt kærkomnar. Þessi heimsókn var engin und- antekning, farið var í ferðalag og komið við í stórafmæli í Lands- veitinni. Fátt vissi tengdamóðir mín skemmtilegra en að fara í og halda veislur. Þær þurfti að undirbúa tímanlega og þegar veisludagurinn rann upp voru hurðir teknar af hjörum, rúm skrúfuð í sundur og svefnher- bergjum breytt í hlaðborðssali. Að veislu lokinni þurfti að ræða rækilega allt sem gerst hafði. Það var eftirtektarvert að sú um- ræða var öll á jákvæðum nótum, hvað þessi eða hinn hafði verið skemmtilegur, liti vel út eða ver- ið fallegur. Þannig gat ein veisla verið umræðuefni svo vikum skipti og lauk í raun ekki fyrr en hefja þurfti undirbúning að þeirri næstu. Guðrún var eftir- sótt í veisluferlin, með afbrigðum handfljót og hælavösk við und- irbúning og bakstur. Guðrún giftist Finnboga manni sínum árið 1949, árið sem Katrín dóttir þeirra fæddist. Þau hófu búskap sinn á Klapparstíg og bjuggu síðar á Njálsgötu, í Hamrahlíð, Langholtsvegi, Hraunbæ og síðast í Sóltúni. Þau hjón Guðrún og Finnbogi voru samhent við veisluhöldin, þegar Guðrún hafði lokið undirbúningi og veislan hófst tók Finnbogi við og stjórnaði dansi, söng og spili. Þau hjónin ferðuðust einnig mikið, bæði erlendis og ekki síð- ur innanlands. Þau voru órög við að leggja af stað þótt eitthvað væri að veðri og það var gjarnan viðkvæði hjá Guðrúnu að maður færi nú ekki mikið ef maður léti lélega veðurspá stoppa sig. Enda höfðum við það oft á orði að það væri gjarnan sól þar sem Guðrún fór, við kölluðum hana stundum Sólrúnu svona í gamni og fannst það einkar viðeigandi þegar þau Finnbogi fluttu í Sóltún árið 2000. Þar bjuggu þau þegar Finnbogi lést í mars 2010 og Guðrún ein síðan, að vísu með góðri hjálp dóttur og dótturdótt- ur. Hún átti erfitt með að komast um eftir að taka þurfti af henni annan fótinn, en hún kvartaði ekki og sýndi raunar ótrúlega einbeitni við að vera sjálfbjarga og var aðdáunarvert að fylgjast með dugnaði hennar, en hún stundaði æfingar sér til styrking- ar tvisvar í viku í Orkuhúsinu og eignaðist þar góða félaga sem reyndust henni sérlega vel. Hún kvartaði ekki og fannst ekki mik- ið mál að leggja á sig smáerfiði til að komast út á meðal fólks. Það varð einungis eitt og hálft ár milli andláts þeirra Guðrúnar og Finnboga og það er huggun harmi gegn að þau kvöddu bæði þetta jarðlíf án teljandi erfiðleika og með fullri reisn. Ég vil að leið- arlokum þakka Guðrúnu langa og trygga vináttu sem aldrei bar skugga á. Hún var ávallt til stað- ar og lagði sitt af mörkum til að halda okkar litlu fjölskyldu sam- an og sú samheldni hefur gert fjölskyldu okkar stóra og sterka. Oddur Eiríksson. Elskuleg amma mín er látin. Þó að stutt hafi verið í 85. afmæl- ið hennar var þetta bæði snöggt og óvænt. Eftir sitja ótal margar minningar sem ylja manni um hjartarætur. Amma var mikil veislukona og fannst ekkert skemmtilegra en að vera í góðra vina hópi. Fjölskyldan var henni mjög mikilvæg og ræktaði hún frændgarðinn vel enda er fjöl- skyldan mjög samheldin og er það að miklu leyti ömmu að þakka. Hún var mjög mikil handavinnukona og eru þær margar peysurnar sem hún prjónaði og flíkurnar sem hún saumaði og ég naut góðs af. Ég hef alltaf dáðst að því hvað amma hafði góða lund og hve bjartsýn hún var að eðlisfari, og ef eitthvað bjátaði á sá hún alltaf jákvæðu hliðarnar á öllu og aldr- ei gafst hún upp þó að á móti blési. Það var mikil breyting hjá ömmu fyrir einu og hálfu ári þeg- ar afi dó, en hún tókst á við það með aðdáunarverðum kjarki og hélt heimili ein eftir það. Hún naut þess að ferðast og hafði víða farið og þá aðallega innanlands nú síðustu ár. Hún var frábær ferðafélagi og skemmtum við okkur konunglega þrjár saman í mæðgnaferð fyrir rúmu ári, sem við fórum á Norðurlandið, þá var mikið sungið, skrafað og hlegið. Vestmannaeyjaferð nú fyrir stuttu var líka ógleymanleg, og fannst ömmu ekki mikið mál að fara bæði í skip og upp í rútu þrátt fyrir fötlun sína, það var aukaatriði að vera með gervifót. Svona var amma, fór allt á já- kvæðninni. Við áttum ótal margar ógleymanlegar samverustundir og er erfitt að hugsa til þess að þær verði ekki fleiri. Ég kveð elsku ömmu með miklum söknuði en þakka jafnframt fyrir yndis- lega samfylgd allt mitt líf. Hvíl í friði, elsku amma mín. Þín Guðrún. Nú er hún elsku Dúnna systir búin að kveðja og minningarnar hrannast upp í huganum svo maður veit ekki hvar maður á að byrja. Dúnna var mér meira en systir, hún var mér eins og mamma. Þegar ég var 2 ára og Gunni 5 ára þá deyr mamma okkar frá 6 börnum, þá var Dúnna 17 ára og tók við heim- ilinu með pabba og systkinum sínum, þá áttum við heima í Austvaðsholti. Svo kemur að því að hún fer í bæinn og stofnar heimili með Boga, þá var ég tíður gestur hjá þeim. Ég naut þess hve góð hún var að sauma og prjóna því það gerði hún á mig í mörg ár. Svo þegar ég eignaðist mín börn var hún mín stoð og stytta. Við höfum alltaf verið mjög nán- ar og einnig Kata dóttir hennar sem er 8 árum yngri en ég. Und- anfarin ár höfum við hist næstum því í hverri viku í Sóltúni og þá hef ég hitt Kötu og Guðrúnu og hafa þær stundir verið mér mjög dýrmætar, ég tala nú ekki um þegar Sigga systir kemur frá Ameríku eins og í sumar og við fórum að flakka með Gunna bróður og fleiri ferðir sem við fórum. Ég vil þakka Dúnnu fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og mína. Elsku Kata mín, Oddur Guð- rún og Þorri, við fjölskyldan mín vottum ykkur innilega samúð, takk fyrir allt og Guð veri með ykkur. Kveðja Aðalbjörg (Bogga), Vignir og fjölskyldur. Í dag kveðjum við góða frænku, Guðrúnu Jónsdóttur, sem jafnan var nefnd Dúna frænka. Hún var traustur og góður vinur í þess orðs bestu merkingu. Hún vissi hvað það var mikils virði fyrir frændfólkið að þekkjast og notaði öll tæki- færi bæði til að bjóða okkur heim og koma til okkar ef eitthvað var um að vera innan fjölskyldunnar. Á skilnaðarstundu finnum við, ættingjar hennar, hvers virði þessi hugur hennar var okkur og þökkum hann af alhug. Leiðir okkar Dúnu lágu oft saman þó að við byggjum ekki alltaf nærri hvor annarri og betri og traustari vini en þau hjón, Dúnu og Finnboga, var ekki hægt að eiga. Dúna var fædd í Austvaðsholti í Landsveit og ólst þar upp hjá kærum foreldrum og í sex systk- ina hópi. Öll voru börnin vel gefin og fróðleiksfús og hugsuðu um að afla sé menntunar eftir því sem hægt var og stóðu saman og hjálpuðust að. Árið 1943 fór Dúna í Héraðs- skólann að Laugarvatni. Þá á jólaföstu, 18. desember dó móðir hennar. Þá kom ekkert annað til greina hjá Dúnu en að hætta í skóla og fara heim til föður síns og systkina til að halda fjölskyld- unni saman. Þá var hún 17 ára gömul og varð húsmóðirin og stóra systirin sem gerði allt sem í hennar valdi stóð til að greiða götu systkina sinna, því öll voru þau samtaka í því að halda sam- an heimilinu. Þetta reyndi mikið á Dúnu, en hún sá aldrei eftir þessari ákvörðun. Það beið henn- ar mikið starf, sem ég veit að all- ir virtu. Við sem vorum yngri og kynntumst á þessum árum á heimilinu í Austvaðsholti, dáð- umst að því hvernig Dúna sinnti húsmóðurstörfunum sem og öðr- um skyldum og önnum hjá fjöl- skyldunni og var jafnframt alltaf fallega, glaða stúlkan sem var tilbúin að skemmta sér með okk- ur og greiða veg okkar og sjá til þess að allir nytu sín. Árið 1946 fór Dúna til náms í Húsmæðraskóla Akureyrar sem þá var nýstofnaður og þótti nú- tímalegur. Þar kynntist hún stúlkum víðs vegar af landinu og þar mynduðust vinatengsl sem entust ævilangt. Lífsförunautur og eiginmaður hennar frá 1949 var Finnbogi Eyjólfsson og eign- uðust þau dótturina Katrínu sem var augasteinn þeirra beggja og í uppeldi hennar lögðu þau allan þann kærleika sem þau áttu og bjó Dúna fjölskyldu sinni fagurt heimili þar sem tekið var á móti vinum og ættingjum af gestrisni og glaðværð. Að leiðarlokum sendum við frá Skarði fjölskyldu Dúnu innileg- ustu samúðarkveðjur með hug- heilli þökk fyrir dýrmætar minn- ingar um gegnheil kynni af mætri konu og traustum vini. Guð blessi minningu Dúnu. Sigríður Theodóra Sæmundsdóttir, Skarði. Það er óhætt að fullyrða að Landsveit er ein af fegurri sveit- um landsins, þar er tignarleg fjallasýn en óblíð náttúruöfl inn- an seilingar í bland við vinalega bæi. Þar er líka einkar gott mannlíf, samheldni og frænd- skapur og ræktarsemi sem er viðhaldið, eins og einhver sterk- ur þráður liggi þarna sem hefur verið órofinn kynslóð fram af kynslóð. Það er einmitt úr þessum jarð- vegi sem mannkostir Guðrúnar frænku okkar eru sprottnir sem við kölluðum alltaf Dúnnu og okkur fannst alltaf vera einhver ljómi í kringum. Hún var föðursystir okkar, en líka einskonar ættmóðir sem hélt utan um alla þræði og hefur verið stór hluti af okkar lífi alla tíð. Hún hafði sterkan persónuleika, var fylgin sér og ákveðin, gat verið föst fyrir en glaðsinna, hláturmild og ákaflega hjartahlý og lét okkur finna að við skiptum hana máli. Þessi ræktarsemi var einstök og kom fram í svo mörgu. Henni fannst ótrúlega mikilvægt að all- ir gætu komið og verið þegar eitthvað stóð til og var athugul á okkur, hvað við værum að fást við og hverju við klæddumst, enda smekkmanneskja og sjálf alltaf óaðfinnanleg. Óspör á hrós þegar við átti og svo vissi maður alveg ef eitthvað var henni ekki að skapi. Hún lagði áherslu á að mæta á tónleika, sýningar og aðrar uppákomur sem við systur stóðum fyrir og þær mæðgur alltaf mættar með fyrstu gestum. Samgangur fjölskyldnanna var mikill og Katrín dóttir Dúnnu eins og ein af okkur systrum. Þegar Dúnna kom í heimsókn hafði hún alltaf frá mörgu að segja, enda hafði hún skemmtilega frásagnargáfu og var aufúsugestur. Hún hafði áhuga á fólki eins og þau systkini öll og er okkur minnisstætt hvað þau pabbi gátu setið lengi og spjallað um fólk og rakið ættir þess. Samheldni stórfjölskyldunnar er óvenjumikil og veislur og mannfagnaður, söngur og gleði ríkur þáttur. Dúnna og fjöl- skylda eiga þar stóran hlut að máli. Jólaboðin sem þau héldu lengi annan í jólum, byrjuðu á Langholtsveginum og í Hraun- bænum, hafa vaxið svo að sam- komusal þarf fyrir alla afkom- endur. Öllum frænkunum og fleiri góðum konum þeim tengdum var boðið heim í kringum afmælið hennar, þar sem við sem yngri vorum bættumst smám saman í hópinn og var mikið hlegið eftir smásérrí og eðalkaffihlaðborð og svo bættust auðvitað Finnbogi maður hennar við með nikkuna og Oddur með gítarinn í hópinn þegar leið á og svo var sungið. Það er varla hægt að minnast á Dúnnu öðruvísi en að nafn ann- arra fjölskyldumeðlima fylgi með, svo samheldin og samofin eru þau. Það er líka alveg víst að án þeirra hefði líf hennar ekki verið svo innihaldsríkt og kröft- ugt fram á síðasta dag. Þráður- inn sem slitnar svo óvænt við frá- fall hennar núna og Boga á síðasta ári, hlýtur að koma upp í hendurnar á okkur sem við hlið þeirra stöndum. Við höldum áfram að spinna og halda þræði, hugsa um hvert annað, hver minning um liðnar stundir eins og glitrandi perla. Elsku Kata, Oddur, Guðrún og Þorri. Guð blessi minningu hennar. Katrín, Þóra Fríða, Signý, Soffía og fjölskyldur. Jákvæðni þín var jafnan við völd, jafnvel í mótlæti ekki varðst köld. Áfram þú hélst um æviveginn, ekkert fékk stöðvað lífskraftinn þinn Aftur og aftur fór hún á stjá, aldrei lét bilbug á sér sjá. Gat hún oft verið stöðug og stíf sterk, enda kona með níu líf Gengin er Dúnna á frelsarans fund, falleg sú kona sérhverja stund. Minningar lifa um magnaða frú, mættum við njóta lífsins sem þú. (SGS) Guð blessi minningu Dúnnu frænku. Sigríður Theodóra Guðmundsdóttir. Guðrún Jónsdóttir, sú elsku- lega kona sem við alltaf kölluðum Dúnnu, er látin. Að Dúnna sé farin er næstum því ótrúlegt. Hún sem aldrei gafst upp. Hún sem alltaf var til í tuskið. Hún var að vissu leyti veikari en margur, en lét aldrei bilbug á sér finna. Dúnna var óvenjuleg manneskja og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni og verða hluti af hennar lífi og fjölskyldu gegnum mörg, mörg ár. Við Kata urðum óaðskiljan- legar þegar við vorum 11 ára og síðan var ég heimagangur hjá þeim og fékk að kynnast þessu lífsglaða fólki sem vílaði ekki fyr- ir sér smámuni en söng marg- raddað og skemmti sér svo dásamlega saman. Þar var Dúnna alltaf í sínu essi, með sitt fólk í kringum sig í gleði og glensi. Ég hef einatt reynt að komast í heimsókn til hennar þegar ég hef verið á landinu og hugsa til okkar samverustunda með mik- illi hlýju. Hún var alltaf hress og glöð og hún var svo einstaklega hrein og bein. Það þurfti enginn að efast um hennar sjónarmið, sérstaklega hvað snerti mannleg samskipti. Hún hafði næma rétt- lætiskennd og almenna skyn- semi sem mátti læra mikið af. Það er mikill missir að þessari góðu, hressu, skemmtilegu og ósérhlífnu konu. Ég mun sakna Dúnnu og ég hugsa til Kötu, Guðrúnar og til fjölskyldunnar allrar sem hefur misst mikið. Nanna Þórunn Hauksdóttir. Elsku góða og trygga vinkona mín, Dúnna. Kynni okkar og vinskapur hófust í Húsmæðraskóla Akur- eyrar 1946-7 og hafa haldist og blómstrað til þessa dags. Á okkar samferðalagi stofnuð- um við saumaklúbb HSA eða Húsmæðraskóla Akureyrar og hittum skólasystur okkar hérna fyrir sunnan einu sinni í mánuði. Einu sinni á ári fórum við síðan út að borða með eiginmönnum okkar og voru það alltaf mjög ánægjulegar stundir. Þú varst alltaf hrókur alls fagnaðar. Nú er komið að kveðjustund þó ég trúi því varla. Vertu af mér kært kvödd, elsku besta vinkona. Þín, Sigríður Vilhjálmsdóttir. Látin er kær vinkona, Guðrún Jónsdóttir, eða hún Dúnna okk- ar sem var einn traustasti hlekk- urinn í tólf manna vinahópnum sem hefir haldið vináttusaman- bandinu frá unga aldri með því að hittast reglulega til að ferðast og gleðjast saman svo aldrei bar skugga á og átti hún sinn þátt í því hvað við áttum margar sam- verustundir allt frá því við kynntumst ung fyrir rúmum 50 árum. Við höfum farið víða um land- ið á árlegum sumarferðum okk- ar, kynnst fáförnum stöðum landsins, gist á ókunnum stöð- um, stundum í pokaplássi, oft á góðum hótelum, karlmenn hafa vaðið ár og konur bornar yfir ef bílar festust, skemmtilegar voru líka ferðir okkar erlendis með góðum leiðsögumönnum og skáldum innanborðs. Góður hljóðfæraleikari og ljóðelskur gleðigjafi var Finn- bogi Eyjólfsson, eiginmaður Guðrúnar, sem lést fyrir rúmu ári. Hann spilaði á harmonikku og við sungum með af fullum krafti og helst raddað, bæði ís- lensk ættjarðarlög og vinsæla standarda eða dægurlög sem okkur þótti vænt um enda voru góðar söngraddir í hópnum, þar á meðal hún Guðrún okkar sem kunni alla texta og öll erindi við lögin. Það var gaman að vera í mat- arboðum hjá þeim hjónum Oft var það svo að þegar Finnbogi hafði haldið þrumandi ræðu sem hann flutti með pompi og prakt, á sinn alkunna máta og útskýrt fyrir svöngum sælkerun- um matseðil kvöldsins sem aldr- ei brást, að hann að borðhaldi loknu tæki harmonikkuna og hæfi leikinn og við hin sönginn og dansinn. Gaman var þegar Katrín og Oddur með gítarinn komu og tóku þátt. En nú er Bleik brugðið eins og þar stendur og við öll orðin eldri en tvævetur og smám sam- an að týna tölunni og missa kjark, því fjórir eru farnir af okkar kæra kjarnafólki. Þó er ég viss um að Guðrún myndi ekki vilja heyra annað nefnt en að við sem eftir erum héldum vináttu áfram til síðasta manns. Guðrún var ein af þessum stórbrotnu öðlingskonum sem aldrei kvarta þó eitthvað bjátaði á, það var gott að eiga hana að vini enda var hún vinmörg og með stóran frændgarð að baki sem heldur vel saman. Guðrún Jónsdóttir Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.