Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 BAKSVIÐ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ég má alls ekki veikjast,“ segir Ís- lendingur sem bjó erlendis í eitt ár en er aftur fluttur heim og nýtur ekki sjúkratrygginga hérlendis fyrr en sex mánuðum eftir heimkomuna, samkvæmt lögum um sjúkratrygg- ingar. Reyndar sjö mánuðum vegna þess að það dróst í mánuð að til- kynna um flutninginn hjá Þjóðskrá. Viðmælandi Morgunblaðsins, sem vill ekki láta nafns síns getið, er ís- lenskur ríkisborgari með langan starfsaldur hérlendis. Þrátt fyrir flutninginn hélt hann áfram að vinna á sama stað sem fyrr, en í hlutastarfi. Borgaði skatta hérlendis en fékk engan persónuafslátt vegna þess að lögheimilið var erlendis. Viðkomandi fylgdi maka sínum vegna atvinnu hans í landi utan EES og varð fjölskyldan að vera með sama lögheimili. Makinn er tryggður á vegum atvinnurekanda og fær læknisþjónustu í starfslandinu. Hann þarf á hjartalyfjum að halda og verður að kaupa þau erlendis. Reyndar samheitalyf og greiðir fyr- irtækið mismuninn á kostnaðinum miðað við verðið á Íslandi. Aukin útgjöld „Ég vissi ekki að ég þyrfti að mæta í eigin persónu til Þjóðskrár og tilkynna heimflutninginn,“ segir viðmælandinn, sem segist m.a. hafa framvísað farseðli til staðfestingar á komunni til landsins en ekki hafi ver- ið tekið tillit til þess. Reyndar hafi tveir dagar verið dregnir frá en það skipti ekki miklu máli. Viðkomandi Íslendingur segir að útgjöldin hafi aukist vegna biðarinn- ar. Tannlækningar fyrir barnið séu ekki niðurgreiddar, dýrara sé að fara til heimilislæknis, að ekki sé talað um sjúkrahússvist. „Ég komst að því að ég væri ekki í kerfinu þegar ég þurfti að fara til læknis og í ljós kom að sjúkratrygging var ekki fyrir hendi, þar sem ég var ekki í kerf- inu,“ segir Ís- lendingurinn og er allt annað en ánægður með kerfið. „Ég má alls ekki veikjast“  Íslenskur ríkisborgari sem flytur til landsins þarf að bíða í sex mánuði eftir rétti til sjúkratrygginga  Hélt áfram að vinna í hlutastarfi og borgaði skatta á Íslandi en fékk samt ekki persónuafslátt Morgunblaðið/Júlíus Greiðsla Sumir þurfa að bíða eftir rétti til sjúkratrygginga í sex mánuði. Samkvæmt lögum um sjúkra- tryggingar fellur sjúkratrygging niður þegar einstaklingur flytur lögheimili sitt frá Íslandi, en á því eru þó undantekningar, með- al annars vegna milliríkjasamn- inga. Við flutning aftur til lands- ins öðlast viðkomandi rétt til sjúkratrygginga að sex mán- uðum liðnum en undantekingar eru á þeirri reglu. Einstaklingar geta verið áfram sjúkratryggðir þrátt fyrir dvöl, nám eða atvinnu erlendis. Þetta á m.a. við um starfsmenn ís- lenskra sendiráða og alþjóða- stofnana og friðargæsluliða. Til þess að halda sjúkratryggingu þrátt fyrir flutning til útlanda getur einstaklingur þurft að sækja um slíkt fyrir brottför. Heimilt er að veita ótryggðum einstaklingum undanþágur frá sex mánaða biðtímanum, m.a. vegna skilgreindra sjúkdóma og þegar námsmaður flytur aftur til Íslands innan sex mánaða frá námslokum. Halla Björk Erlendsdóttir, deildarstjóri hjá heilbrigðisþjón- ustu Sjúkratrygginga Íslands, segir að biðtíminn sé til þess að koma í veg fyrir hugsanlega mis- notkun kerfisins og milliríkja- samningar séu gerðir til þess að tryggja sömu réttindi í viðkom- andi löndum. Hún bendir á að samkvæmt íslenskri löggjöf beri einstaklingum að flytja lögheim- ili sitt flytji þeir frá Íslandi. „Hvað Sjúkratryggingar Íslands varðar er hvert og eitt mál sér- stakt og hvert tilfelli skoðað sér- staklega,“ segir hún. Halla Björk áréttar að einstaklingar ættu að skoða vel tryggingamál sín áður en flutt er úr landi en Sjúkra- tryggingar reyni eftir bestu getu að aðstoða fólk eigi það hugs- anlega rétt á undanþágu frá reglunni. Hún bendir á að þegar einstaklingar ferðast halda þeir tryggingaréttindum sínum. Það eigi við um alla en vert sé að ítreka að þegar einstaklingar ákveði að búa í öðru landi beri þeim að breyta lögheimilisskrán- ingu sinni. Þegar ellilífeyrisþegar flytji lögheimili sitt geti þeir aft- ur á móti flutt með sér áunnin réttindi á þar til gerðu vottorði. Hvert mál skoðað sérstaklega SJÚKRATRYGGINGAR ÍSLANDS Skrifað var undir samning um stofn- un Músík Express í gær. Um er að ræða nýtt samstarfsverkefni Iceland Express og ÚTÓN, útflutnings- skrifstofu íslenskrar tónlistar. Í tilkynningu frá Iceland Express kemur fram að með stofnun Músík Express verður íslenskum tónlist- armönnum auðveldað að koma sér á framfæri í útlöndum. Samstarf Mús- ík Express og tónlistarmanna felur í sér að tónlistarmenn fá flugmiða sem þeir geta nýtt á alla áfangastaði Iceland Express og ríflega yfirvigt til að flytja hljóðfæri og önnur tæki, samkvæmt sérstökum samstarfs- samningi. Á móti munu tónlist- armennirnir geta þess í kynning- arefni sínu að þeir séu í samstarfi við Músík Express. Byrja á Prinspóló „Fyrsta samstarfsverkefni Músík Express er við Prinspóló. Hljóm- sveitin er hugarfóstur Svavars Pét- urs Eysteinssonar og spratt upp úr eirðarleysi á Seyðisfirði þar sem hann hafði ekkert annað að gera en að sitja og gutla á gítar. Eftir dvöl- ina á Seyðisfirði fékk hann til liðs við sig meðlimi úr FM Belfast, Sudden Weatherchange, Skakkamanage og Reykjavík! Sveitin sendi frá sér geisladiskinn Jukk í lok síðasta árs og fékk hún góðar undirtektir,“ seg- ir í tilkynningu Iceland Express. Prinspóló heldur í viku tónleika- ferðalag um Þýskaland og Pólland sem hefst í næstu viku. Morgunblaðið/Sigurgeir S Skrifa Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, framkvæmdastjóri ÚTÓN, skrifa undir. Auðveldara að spila úti með Músík Express Sparisjóður Norðfjarðar Sparisjóður Norðfjarðar – söluferli Fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa hefur til sölumeðferðar, fyrir hönd stjórnar í umboði stofnfjáreigenda, allt stofnfé Sparisjóðs Norðfjarðar. Um Sparisjóð Norðfjarðar Sparisjóður Norðfjarðar hefur verið starfræktur í yfir 90 ár. Hann hefur sterkar rætur og gegnir mikil- vægu hlutverki í fjölbreyttu atvinnulífi Fjarðabyggðar og alls Austurlands. Í Fjarðabyggð er blómlegt atvinnulíf og hátt atvinnustig, þar eru öflug fyrirtæki sem hafa skapað sér sérstöðu í iðnaði, sjávar- útvegi og ferðaþjónustu. Aðalafgreiðsla og skrifstofa Sparisjóðs Norðfjarðar er í Neskaupstað en auk þess er rekin afgreiðsla á Reyðarfirði. Starfsmenn sparisjóðsins eru nú tíu. Rekstur Sparisjóðs Norðfjarðar hefur alla tíð gengið vel að undanskildu fjárhagslegu tjóni sem sparisjóðurinn varð fyrir samhliða áföllum í íslensku banka- kerfi haustið 2008. Á árunum 2009-2010 var fjárhagur sparisjóðsins endurskipulagður með aðkomu ríkisins, Fjarða- byggðar, fyrirtækja og einstaklinga í Fjarðabyggð. Eftir endurskipulagninguna er stofnfé sparisjóðsins 625,8 m.kr. og stofnfjáreigendur eru 86. Bankasýsla ríkisins fer með hlut ríkissjóðs í sparisjóðnum og nemur hann 49,5 % af stofnfé sjóðsins. Heildareignir sparisjóðsins voru í lok árs 2010 um 5.223 m.kr. og eiginfjárhlutfall hans, skv. 84. gr. laga um fjármálafyrirtæki, var 20,3%. Söluferlið Frá og með fimmtudeginum 15. september nk. geta áhugasamir fjárfestar nálgast samantekt um Sparisjóð Norðfjarðar og önnur gögn vegna fyrirhugaðrar sölu hjá H.F. Verðbréfum. Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboðum er til kl 12:00 þann 29. september n.k. Tilboð skulu berast á sérstöku formi sem nálgast má hjá H.F. Verðbréfum. Söluferlið er aðeins opið hæfum fjárfestum, sbr. 9. tölulið 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Auk þess þurfa fjárfestar að uppfylla tiltekin skilyrði sem gerð er grein fyrir í sölugögnum; þau lúta einkum að fjárhagslegum styrk og hæfi að öðru leyti til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Fjárfestum er frjálst að bjóða í allan eignarhlut seljanda og/eða hluta hans. Seljandi áskilur sér rétt til þess að breyta söluferlinu og/eða stöðva það án fyrirvara. Einnig áskilur seljandi sér rétt til að hafna öllum tilboðum. Fjárfestar sem vilja taka þátt í söluferlinu geta haft samband við fyrirtækjaráðgjöf H.F. Verðbréfa í síma 585 1700 eða sent tölvupóst á sparnor@hfv.is. Drög að viljayfirlýsingu á milli Sveitarfélagsins Norðurþings og þýska fyrirtækisins PCC um að hefja áreiðanleikakönnun vegna byggingar kísilverksmiðju á Bakka við Húsavík voru rædd í bæjarráði í gær. Samþykkt var að fela bæj- arstjóra að vinna að málinu áfram en hann mun hitta fulltrúa þýska fyrirtækisins í dag. Bergur Elías Ágústsson bæj- arstjóri segir að við áreið- anleikakönnun sé safnað saman ýmsum upplýsingum um mannvirki fyrirhugaðrar verksmiðju, svo sem lóð og höfn, og gjald sem greitt er fyrir þessa þjónustu. PCC hefur þegar sótt um lóð fyrir verksmiðj- una og á í viðræðum við Lands- virkjun um orkukaup. „Það er ekkert í höfn, við erum að vinna okkar vinnu og sjáum hvert það leiðir okkur,“ segir Berg- ur Elías um stöðu málsins. Hann hittir fulltrúa PCC á fundi í dag og vonast til að málin mjakist áfram, eins og hann tekur til orða. Fulltrúar sveitarfélaganna í Suð- ur-Þingeyjarsýslu og fulltrúar Landsvirkjunar hittust einnig á fundi í dag til að fara yfir stöðu og framkvæmd atvinnuverkefna. Bergur Elías segir að það geri full- trúarnir reglulega til allir séu upp- lýstir um stöðu mála. Fleiri hafa lýst áhuga á að byggja upp atvinnufyrirtæki á svæðinu og kaupa orku, meðal annars Alcoa sem hefur haft áform um byggingu álvers á Bakka. Bergur Elías neitar því að kísilverksmiðjan útiloki byggingu álvers eða önnur verk- efni. Næg orka sé á svæðinu og nægt land. Undirbúa áreiðanleikakönnun vegna kísilverksmiðju á Bakka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.