Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 ✝ Sigríður Bein-teinsdóttir fæddist 25. júlí 1913. Hún lést á hjúkrunardeild V2 á Grund 1. sept- ember 2011. For- eldrar hennar voru Beinteinn Th. Bjarnason söðla- smiður, f. 26.2. 1884 í Vogum á Vatnsleysuströnd, d. 7.12. 1917 og Ingibjörg Ólafs- dóttir, f. 5.11. 1884 í Reykjavík, d. 28.11. 1974. Systkini Sigríðar voru Ólafur f. 8.10. 1911, d. 2.5. 2008 og Guðrún Theodóra f. 12.10. 1915, d. 11.5. 1999. Eig- inmaður Sigríðar var Ásgeir Valur Einarsson veggfóðr- arameistari, f. 15.8. 1911, d. 25.3. 1988. Foreldrar hans voru Einar Jónsson f. 15.8. 1868, d. 4.10. 1957 og Gunnvör Sigurð- ardóttir, f. 4.7. 1877, d. 23.6. 1931. Ásgeir Valur og Sigríður gengu í hjónaband 7. október 1933. Synir þeirra eru Bein- teinn, Einar Gunnar, Ólafur Már og Valgeir. Beinteinn f. 28.11. 1932. M. Svava J. Mark- úsdóttir, f. 28.6. 1933, d. 20.1. 2007. Börn: 1) Ásgeir, f. 27.7. 1953. M. Sigurbjörg Bald- ursdóttir, f. 23.6. 1953, dætur þeirra eru a) Unnur Þóra, M. Jean Baptist Pila. Þau eiga tvö börn. b) Nanna Rún. M. Steindór G. Steindórsson. c) Arna Sif. 2) Halldóra, f. 29.7. 1956, Kjell ánsdóttir, f. 6.4. 1962. Synir þeirra eru a) Þórir. b) Einar Gunnar. c) Reynir. d) Brynjar Örn. 3) Ómar Einarsson, f. 6.4. 1961. M. Halla Magnúsdóttir, f. 2.6. 1967. Börn þeirra eru Hild- ur og Bjarki. Síðari eiginkona Einars Gunnars er Sigrún Hjaltested, f. 8.2. 1936. Ólafur Már, f. 11.7. 1945, M. Margret Camilla Hallgrímsson, f. 6.12. 1945. Börn þeirra eru: 1) Thor, f. 6.5. 1966. M. Hjördís Ýr John- son, f. 18.12. 1969. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Tómas Logi, b) Hinrik Orri. c) Hildigunnur. 2) María Theódóra, f. 18.5. 1968. M. Vigfús Birgisson, f. 21.2. 1967. Börn þeirra eru: a) Vaka. b) Anna Camilla. c) Thor Ólafur. d) Ísak Eldar. Valgeir, f.12.3. 1956. Sambýliskona Hafdís Stef- ánsdóttir f.03.07.57. Þau skildu. Sonur þeirra er Valur Rafn, f. 13.5. 1976. Sonur Vals er Eiður Rafn. Eiginkona Valgeirs er Þórunn Sigurðardóttir, f. 18.1. 1963. Þau eiga tvo syni. 1) Sig- urður, f. 16.7. 1994. 2) Egill, f. 7.5. 1996. Sigríður fæddist í Reykjavík og bjó fyrstu ár sín í faðmi stórrar fjölskyldu á Vesturgötu 26b, þangað til hún gifti sig árið 1933. Þá fluttust þau hjónin að Njálsgötu 69 og síðan að Lang- holtsvegi 143 árið 1948. Sigríð- ur lærði á píanó á æskuheimili sínu og lék á píanó fram á tí- ræðisaldur. Sigríður lærði hár- greiðslu og starfaði við þá iðn alla sína ævi ásamt heim- ilisstörfum. Hún var um tíma hárgreiðslukona á Grund en þar dvaldi hún síðustu æviárin. Útför Sigríðar Beinteins- dóttur verður gerð frá Lang- holtskirkju í dag, 9. september 2011, og hefst athöfnin kl. 11. Hall, f. 9.8. 1951. Börn. a) Thomas Hall. M. Sonja Þor- steinsdóttir, þau eiga þrjú börn. b) Henný María Hall. M. Jörn Odden. Þau eiga tvo syni. c) Tanya Helen. 3) Einar, f. 30.5. 1959. M. Jóna Björg Hannesdóttir, f. 19.1. 1961. Börn: a) Margrét. M. Guðni M. Krist- jánsson. Þau eiga þrjú börn. b) Ásgeir Valur. c) Davíð. 4) Sig- ríður María, f. 26.7. 1962. Sam- býliskona Birna María Björns- dóttir, f. 3.12.74. Börn þeirra eru Alexandra Líf og Viktor Beinteinn. 5) Jóhanna f. 12.1. 1964. M. Magnús Thoroddsen, f. 17.8. 1963. Börn: a) Sigrún Svava. b) Arnar Freyr. c) Hildur Björk. 6) Markús Þorkell., f. 10.6. 1970. M. Elsa B. Trausta- dóttir 2.5. 1972. Börn: a) Júlía Rós. b) Ásdís Fanney. c) Ágúst Blær. d) Jökull Bjarmi. 7) Berg- lind Guðrún, f. 11.8. 1976. M. Haraldur M. Gunnarsson. Sonur þeirra er Andri Már. Einar Gunnar, f. 8.6. 1934. M. Guð- ríður Guðmundsdóttir, f. 20.11. 1931. Þau skildu. Börn: 1) Hann- es, f. 25.4. 1957. M. Guðrún Sig- urðardóttir, f. 3.1. 1960. Þau skildu. Sonur þeirra er Emil Þór. M. Kendra Faas. Sambýlis- kona Hannesar er Guðrún Ólafsdóttir. 2) Örn Einarsson, f. 29.11. 1959. M. Nína Stef- Pabbi og mamma, Ásgeir Val- ur Einarsson, d. 25. mars 1988, Sigríður Beinteinsdóttir, d. 1. september 2011. Þið leidduð mig fyrstu sporin þið reistuð mig þegar ég datt í mínum ungu augum þá gátuð þið næstum allt. Og æskuárin liðu við bernskubrek og leik, umvafinn sterku virki, hönd ykkar sterk og heit Seinna þið verkin mér kennduð og hvergi var sparað neitt. Að sjá fyrir sér og sínum þið sögðuð „er númer eitt“. Oft sem fullorðinn maður, með konu, börn og bú, ég leitaði til ykkar aftur í öryggi, skjól og trú En nú er tíminn kominn, þú hittir drottin þinn. Þakka þér fyrir lífið, elsku mamma mín. Ólafur Már. Tilviljun, örlög eða bara lítil Reykjavík, allavega var ég knús- uð og kysst þegar ég mætti fyrst heim með Óla Má, því besta æskuvinkona Siggu var móður- systir mín. Margar sögur fékk ég að heyra um Siggu og Dúdu (Ágústu) þegar þær voru klippt- ar og greitt alveg eins og Maja frænka saumaði á þær eins föt, eða þegar þær báðar urðu að passa litlu systur sínar, Sigga með Gunnu og Dúda með mömmu mína Lóló. Þær höfðu baðað sig í sjónum úti á Granda og fengið hesta hjá afa og farið í reiðtúr alla leið inn í Laugardal! Þarna kynntist ég heimili sem var opið öllum vinum Óla og hve- nær sem við komum úr bíó eða bíltúr var eitthvert góðgæti í boði. Nokkrum árum seinna giftum við okkur og fluttum í litlu íbúð- ina í kjallarann á Langholtsvegi. Þar stigu börnin okkar, Thor og María, sín fyrstu ævispor, ann- aðhvort niðri í kjallara, úti í garði eða uppi hjá afa og ömmu, þar sem alltaf var eitthvað að gerast, bakað, skrúbbað, spilað á píanó eða hún skrapp út í garð inn á milli til að tína fulla fötu af rifsberjum. Hún var smágerð, dökkhærð, lagleg, snögg í fasi og sópaði af henni af lífsgleði og þrótti. Þegar við fluttum burtu var ég með gott nesti frá henni af uppskrift- um og vissi allt um rabba og rifs og hvernig átti að prjóna sokka. Nokkrum árum seinna bauðst okkur að kaupa raðhús vinkonu Siggu á Langholtsvegi og við vorum fljót að ákveða okkur og fluttum í nágrenni við Siggu og Val. Thor og María voru him- insæl að geta alltaf kíkt til afa og ömmu í „drekkitíma“ eða spilað á spil, meðan við vorum að klára að vinna. Örlögin gripu í taumana og við urðum að selja raðhúsið og fluttum inn á Langholtsveg. Þetta var heillaspor því Thor og- María fengu enn einu sinni að njóta samvista við afa sinn og ömmu, og það var þegjandi sam- komulag okkar Siggu að gera sem allra best úr aðstæðum. Á þessum tíma kynntumst við vel, fórum saman í sund, sultuðum rabba og rifs, eða bökuðum fyrir jólin.Gleðidagar voru þegar Gunna systir og vinkonur Siggu komu í hárgreiðslu en þá var mikið talað og hlegið og ég sá um að hafa kaffið tilbúið. Sigga og Gunna voru mjög samrýndar og töluðust við í síma minnst einu sinni á dag, eða æfðu sig að spila fjórhent. Árin liðu og við upplifðum súrt og sætt saman, en aldrei á þessum 29 árum fór styggð- aryrði á milli okkar, sem segir sína sögu. Elli kerling fór að gera vart við sig og í tvö ár lagði ég hárið á Siggu og hjálpaði að greiða henni, því hún fór aldrei út fyrir hússins dyr, nema vera vel til höfð, ekki einu sinni út með ruslið. Hún var strangtrúuð, bölvaði aldrei, talaði vel um alla, las bænir á hverju kvöldi og sár- langaði að hitta elskulegan eig- inmann sinn, Val og Maju, Gunnu, Óla og mömmu sína. Umhyggjan og blíðan sem starfsfólkið á Grund sýndi henni var öllum ættingjum hennar mikils virði og eiga þau öll bestu þakkir fyrir sitt góða og göfuga starf. Sigga var stór hluti af mínu lífi og því kveð ég hana með þakklæti og bið að góður Guð verndi hana og taki í faðm sinn um aldur og ævi. Hvíl í friði. Camilla. Um leið og við kveðjum ynd- islega ömmu okkar, frú Sigríði Beinteinsdóttur, langar okkur að minnast hennar með nokkrum orðum. Sigga amma okkar var einstök kona og það er með miklu þakklæti sem við minn- umst hennar og alls þess sem hún hefur gefið okkur í gegnum árin. Þegar við vorum ungir dreng- ir þótti okkur alltaf eftirsókn- arvert að fara til ömmu á Lang- holtsveginum og þegar foreldrar okkar fóru til útlanda vildum við hvergi gista nema hjá henni. Á Langholtsveginum ríkti mikill kærleikur og í augum okkar bræðranna var húsið á Lang- holtsveginum líka stórt og bauð upp á mikla möguleika til leikja. Ekki var garðurinn heldur síðri, með ævintýralegum snjósköflum þar sem við lékum okkur gjarn- an á snjóþotum og fótstignum vélsleðum. Hjá ömmu var alltaf mikil tón- list. Amma spilaði eins og engill á píanóið og þegar Gunnar frænka kom í heimsókn og þær systur léku fjórhent á píanóið, þá setti okkur hljóða af aðdáun. Jólin voru mikill uppáhalds- tími í huga ömmu. Á jólunum var hefð að allir afkomendur hennar hittust til að ganga í kringum jólatréð, syngja og gæða sér á heimatilbúnum kökum. Amma spilaði að sjálfsögðu á píanóið og appelsínukakan hennar eftir- minnilega var aldrei langt und- an. Síðustu árin voru afkomend- urnir orðnir svo margir að jólaboðin hennar töldu allt upp í 60 manns og ekki annað fært en að taka upp þann sið að leigja sal undir jólaboðið. Sunnudagsheimsóknir til ömmu á Langholtsveginum voru einnig vinsælar, enda tók hún alltaf vel á móti öllum, hafði ein- staklega gefandi nærveru og aðdáunarvert var hversu vel hún fylgdist ávallt með öllu því sem afkomendurnir höfðust að. Áhugi hennar á sínu fólki var einlægur og minnið gott langt fram eftir aldri. Þá var ávallt tilhlökkunarefni að fara í afmælið hennar ömmu á sumrin, því þá var oft mikil dag- skrá og fjölmargir tónlistarvið- burðir þar sem afkomendurnir sýndu listir sínar hver af öðrum. Martinus hinn danski spek- ingur segir í bók sinni Kosmísk fræðsluerindi II: Fegursti dauði, sem jarðabúa getur hlotnast, er eðlilegur elli- dauði. Þá er hann orðinn þrosk- aður til andlegs lífs, og þá er ekkert sem bindur hugsanir hans við efnisheiminn. … Í hlið- inu standa dásamlegar, ljómandi og leiftrandi verur, sem taka á móti hinum framliðna; fegursta litskrúð morgun- og kvöldhimins bregður birtu á hið undurfagra umhverfi, og hinn nýkomni verð- ur þess vís, að þær verur, sem líktust englum við fyrstu sýn, eru gamlir vinir og kærir ætt- ingjar sem hann eða hún hefur þekkt ef til vill í mörgum jarð- lífum. Yfir öllu þessu hljómar fögur tónlist og innan við hliðið kemur í ljós undursamlegt landslag, svo langt sem augað eygir. Þar eru skógar og vötn ríkulegur jurtagarður og fjöldi fugla, og söngur þeirra stígur til himins og blandast hinni him- inbornu tónlist. Gamli deyjandi jarðarbúinn er orðinn geislandi engill. Það er ánægjulegt til þess að hugsa að svona hafi móttökurnar e.t.v. verið þegar elskuleg amma okkar yfirgaf þessa jarðvist. Blessuð sé ævinlega minning frú Sigríðar Beinteinsdóttur, ömmu á Langó. Hannes, Örn, Ómar og fjölskyldur. Hún amma er dáin. Þessi setning inniheldur fjögur orð en þau eru stór og þrungin sorg en jafnframt fögnuði yfir ævi sem gaf mörgum mikið. Undanfarin ár hef ég hugleitt hvenær að því kæmi að ég þyrfti að segja þessa setningu upphátt. Hvernig yrði tilfinningin í líkamanum og hvað myndi renna gegnum hugann? Ég hef grátið af trega undan- farna daga og við lítil minninga- brot eða orð sem ég vildi hafa yf- ir eftir henni hef ég kjökrað. Þrátt fyrir þetta er ég glaður því tíminn var kominn. Tíminn var kominn til að kveðja og drífa sig í kór fyrir handan því að það hafði hún ekki gert, tónlistar- konan. Sigríður Beinteinsdóttir amma mín varð 98 ára gömul. Allan þann tíma sem ég þekkti hana var hún ung manneskja al- veg fram á síðustu misseri. Ein- hvern tíma á miðjum tíræðis- aldrinum sagði hún við mig: „Veistu, mér finnst ég ekki vera gömul, það er bara þegar ég lít í spegil að ég man eftir því.“ Hvað gerði ömmu mína svona unga í anda, hvað gerði hana að þeirri manneskju sem hún var, hvað gerði þessa litlu konu svona stóra í augum þeirra sem þekktu hana? Áhrifa hennar mun lengi gæta hjá þeim sem gaumgæfðu afstöðu hennar til manna og til lífsins, þeirra sem vilja taka hana sér til fyrirmyndar. Hún amma mín á mikinn þátt í því hver ég er, því að ég sótti til hennar andlega næringu öll mín fullorðinsár. Ég gerði sögur hennar að tómstundum mínum og skrifaði frásagnir niður. Ég sótti andann og félagskapinn til hennar en af lítillæti hélt hún að ég væri að koma í kaffi. Það var ekki síður næring fyrir líkamann að heimsækja hana. Ertu kom- inn til að fá bensín? spurði hún. Já, og hvílíkt bensín fyrir líkam- ann. Himneskt súrsætt salat með saltkexi, appelsínuterta sem var engu lík, skonsuterta með salati á milli og brauð með heimalagaðri kæfu. Matar- og Sigríður Beinteinsdóttir ✝ STEFÁN JÓNSSON bóndi frá Ærlækjarseli í Öxarfirði, sem lést á sjúkrahúsinu á Húsavík laugar- daginn 3. september, verður jarðsunginn frá Skinnastaðakirkju mánudaginn 12. septem- ber kl. 14.00. Lína, Gréta, systkini og fjölskyldur þeirra. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁGÚST L. EIÐSSON, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunar- deildar 3B Hrafnistu Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Jóhanna Ágústsdóttir, Ólafur Hermannsson, Linda Ágústsdóttir, Jón Þorkelsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, sonur, bróðir og afi, JÓN GÍSLI GRÉTARSSON pípulagningarmeistari, Snægili 3b, Akureyri, lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut laugardaginn 3. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. september kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. Anna Kristín Guðjónsdóttir, Róbert Freyr Jónsson, Anna Hlín Erlingsdóttir, Grétar Jónsson, Edda Björk Viðarsdóttir, Brynjólfur Hjartarson, Kristín Baldvina Jónsdóttir, Grétar Óttar Gíslason, Margrét Vala Grétarsdóttir, Jón Gunnar Guðmundsson, Baldvin Þór Grétarsson, Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Kristín Sigrún Grétarsdóttir, Hörður Már Guðmundsson, Anna María Grétarsdóttir, Erlendur Níels Hermannsson og afabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, DRÍFA KONRÁÐSDÓTTIR, Grýtubakka 32, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 20. ágúst. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ingi Gunnar Benediktsson, Svala Konráðsdóttir, Erna Konráðsdóttir, Sveinbjörn Jónsson, Mjöll Konráðsdóttir, Hauby Kristensen. ✝ Bróðir okkar, BIRGIR HELGASON trésmiður, Skúlagötu 20, Reykjavík, andaðist þriðjudaginn 6. september. Fyrir hönd aðstandenda, Valdimar Helgason, Kristín Helgadóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN GUÐMUNDSSON rafmagnsverkfræðingur, Aðalstræti 8, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítala í Fossvogi miðvikudaginn 7. september. Ingrid Guðmundsson, Sólveig Sveinsdóttir, Thierry Clairiot, Guðmundur Sveinsson, Arianne Gähwiller, Sigrún Sveinsdóttir, Yosihiko Iura, Sveinn Ingi Sveinsson, Sigrún Ásta Gunnlaugsdóttir, Ríkharður Sveinsson, Jóna Kristjana Halldórsdóttir, Benedikt Sveinsson, Anna White, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.