Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Gert var ráð fyrir að Barack Obama Bandaríkja- forseti flytti mikilvæga ræðu á sameinuðu þingi í nótt um ráðstafanir í efnahagsmálum. Wall Street Journal sagði að forsetinn myndi m.a. leggja til stóraukin framlög til framkvæmda í samgöngu- málum og öðrum innviðum samfélagsins, einnig framlengingu á lækkun launatengdra gjalda til að ýta undir að fleiri störf yrðu sköpuð. Fréttamaður BBC sagði í gær að svo virtist sem fjámálamarkaðir hefðu fyrirfram ákveðið að til- lögur forsetans myndu litlu breyta. Stuðningur við Boðar ráðstafanir til að skapa störf  Dvínandi stuðningur bandarískra kjósenda við Obama forseta  Rick Perry þjarmar að Mitt Romney á fundi með repúblikönum sem vilja verða forsetaefni hann hefur aldrei verið minni í könnunum frá því að hann tók við embætti. Aðeins 43% eru sátt við störf hans. Perry eða Romney Repúblikanar sem sækjast eftir að verða forsetaefni á næsta ári mættust á fundi í Kaliforníu á miðvikudagskvöld. Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, þótti standa sig vel, hann hefur nú forystu í könnunum og varð fundurinn að mestu slagur milli hans og Mitts Romneys, fyrr- Rick Perry verandi ríkisstjóra Massachusetts. Aðrir hurfu í skuggann. Romney þykir höfða meira til miðju- manna en hinn hægrisinnaði Perry. Bent er á að margir repúblikanar sem séu sammála sjónarmið- um Perrys óttist að hann verði ekki fær um að höfða til óflokksbundinna kjósenda í sama mæli og Romney og því fremur velja hinn síðarnefnda. Perry ítrekaði m.a. harða gagnrýni sem hann hefur sett fram á almannatryggingarnar sem ungt fólk legði fé til en fengi aldrei neitt til baka, þetta minnti á svikamyllu. Þegar Perry var spurður hvort hann vildi breyta orðalagi sínu hvikaði hann hvergi. „Kannski er kominn tími til að nota ögr- andi orðalag í þessu landi,“ svaraði Perry. Tryggingar kosta mikið » Hallinn er geigvænlegur og því vill Perry róttækan upp- skurð. Sumum hægrimönnum fannst hann hins vegar fara of- fari. Hann hefði átt að leggja áherslu á umbætur, ekki að af- nema tryggingarnar. » Kannanir sýna að meira en helmingur repúblikana vill ekki miklar breytingar á almanna- tryggingum og sjúkratrygg- ingum aldraðra. Sölumaður heldur á loft gullstykkjum í skart- gripaverslun í Hydearbad á Indlandi. Spurn eftir gulli til að fjárfesta í eðalmálminum jókst um 83% í Indlandi í fyrra og gullverð er nú í hæstu hæðum á alþjóðamörk- uðum. Vaxandi vantrú á dollara og evru veldur því að fólk sækist fremur eftir gulli. Efnahags- og framfara- stofnunin, OECD, spáir nú minnkandi hagvexti í helstu iðnríkjum heims á næstu mánuðum. Reuters Glóandi gull vinsælt á óvissutímum FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Lengi hefur verið vitað að kínversk- ir leiðtogar láta skipuleggja vand- lega alla viðburði sem ætlað er að sýna hve góð og manneskjuleg tengsl þeir hafi við alþýðu manna. En að sögn BBC hefur WikiLeaks- vefurinn nú birt leyniskeyti frá bandaríska sendiráðinu í Peking með nákvæmri frásögn af slíkri svið- setningu. Heimildarmaður sendi- ráðsmanna er sagður hafa verið Shi Jing, fyrrverandi flokksleiðtogi í Gansu-héraði. Hu Jintao Kínaforseti ákvað að „líta inn“ hjá fátækum bónda í litlu þorpi, Daping, og rabba við hann og fjölskylduna. Heimsóknin varð að líta út fyrir að vera eins og hver önn- ur skyndihugmynd, allt fyr- irvaralaust og frjálslegt. En Shi sagði að embættismenn í héraðinu hefðu fengið boð um það 10 dögum fyrr að „háttsettur“ leiðtogi myndi koma. Nafnið var ekki nefnt en þeim datt strax í hug Hu forseti af því að hann hafði komið til Daping átta árum fyrr. Sem dæmi um nákvæmt skipulag var bóndanum, hinum sjötuga Li Cai, sagt að hann mætti ekki vera allt of vel til hafður. Hann mætti ekki vera nýrakaður, þá liti hann ekki út eins og venjulegur smábóndi. Og bannað var að heimili bóndans yrði dubbað upp með nýtísku raf- magnstækjum eða húsgögnum. Sjóðheit olía og matvönd stúlka Li braut þó gegn þeim fyr- irmælum, að sögn Shi og fékk sér ofn og reykháf til þess að geta eldað frægt hnossgæti af svæðinu, Dingxi- kartöflur. Li fannst hann ekki geta sleppt því að auglýsa kartöfluna með því að láta sjálfan Hu snæða réttinn frammi fyrir sjónvarpsvélunum. Margs var að gæta. Æltlunin var að Hu tæki þátt í að elda með bónd- anum snúnar hveitilengjur sem eru steiktar í sjóðandi olíu á pönnu. En ef brennheit olían skvettist nú á Hu? „Lausnin var að hita olíuna aðeins upp í 70% af venjulegu hitastigi og láta forsetann fá óvenjulanga mat- prjóna,“ segir í skeytinu. Gott skipulag dugar ekki alltaf. Hu bauð nefnilega litlu barnabarni Lis kartöflu en hún tjáði leiðtoga hinna 13000 milljóna Kínverja að hún væri orðin „hundleið á að borða þær“. Að lokum tókst að telja hana á að borða kartöfluna og það mynd- skeið var notað í sjónvarpsfrétt um heimsóknina. „Orðin alveg hundleið á að borða þær“  Lítil stúlka ógnaði þrautskipulagðri heimsókn Hu forseta Íbúar borgarinnar Jaroslavl í Rússlandi syrgja nú víðfrægt íshokkílið sitt, Lokomotív Jaroslavl en flestir liðsmenn þess fórust þegar Jak-42-farþega- þota hrapaði í Túnosna, eina af þverám Volgu, á miðvikudag, hér er verið að rannsaka brakið. Einn leikmaður komst lífs af. Forseti Rússlands, Dímítrí Medvedev, gagnrýndi í gær flugöryggismál í landinu og krafðist þess að ít- arleg rannsókn yrði gerð á slysinu sem varð 43 mönnum að bana. „Ég hef gefið rannsóknarnefndinni og ríkisstjórninni skipun um að rannsaka málið í þaula,“ sagði Medvedev eftir að hafa lagt rósavönd í grennd við slysstaðinn. „Þetta er afar slæmt ástand og röð flugslysa sem urðu í sumar sannar það. Við getum ekki haldið svona áfram.“ Ef ekki sé hægt að framleiða traustar flugvélar í landinu verði að kaupa vélar annars staðar. Jaroslavl-búar syrgja íshokkíleikmennina sína Reuters Svíar á aldrinum 20-25 ára eru upp til hópa orðnir svo kveifarlegir að þeir fara strax á bráðadeild spítala ef eitthvað amar að, segir í Afton- bladet. Blaðið segir að starfsmenn heilbrigðismála vilji nú láta rann- saka hvort ungmenni íþyngi kerfinu að ástæðulausu og geri erfiðara en ella fyrir aldraða, sem raunverulega þurfi hjálp, að komast að. Elaine Bergquist, sem er þrítug og hefur skrifað bækur um árekstra kynslóðanna, segir foreldra unga fólksins hafa kennt því að notfæra sér öll réttindi, það borgi hvort sem er fyrir þetta með sköttum. Allt eigi að vera leysanlegt með því að ýta á lyklaborð. Kynslóðin hennar líti ávallt á sínar eigin kenndir og þarfir sem þær mikilvægustu í heiminum. Bent Christen- sen, yfirmaður háskólasjúkra- hússins á Skáni, talar líka um „McDonalds- áhrifin“, unga fólkið sé orðið vant því að fara bara rétt fyrir hornið til að full- nægja öllum kröf- um sínum í skyndi. „Langmesta aukningin hefur orð- ið meðal 20-25 ára gamals fólks,“ segir Hans Friberg, læknir á bráða- deild spítalans í Lundi. „Þetta er kvef, óþægindi í hálsi og óljós ein- kenni um vandamál sem geta verið af sál-líkamlegum toga.“ kjon@mbl.is Kynslóð kveifanna íþyngir spítölunum Aumingja ég! Leiðtogar Kína nútímans gera sér grein fyrir valdi og áhrifum fjöl- miðlanna og eru um margt ger- ólíkir hinni þumbaralegu ímynd sem komm- únistaleiðtogar fortíð- arinnar höfðu. Hu Jintao hefur t.d. ávallt lagt mikið upp úr því að rækta þá ímynd að hann hlusti á skoðanir almennra Kínverja. Wen Jiabao forsætisráðherra hefur einnig notað tækifærið til að sýna á sér mannlegar hliðar þegar fjölmiðlar hafa verið nærstaddir, t.d. viknað á viðkvæmum stundum eins og þegar náttúruhamfarir hafa riðið yfir. Miklar vangaveltur hafa líka orðið þegar Wen hefur ýj- að að skoðanaágreiningi í foryst- unni. Hefðin er að slík mál séu ávallt hulin nema allt springi. Alþýðlega yfirbragðið ÍMYNDARSMIÐIR LEIÐTOGANNA HAFA NÓG AÐ GERA Í PEKING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.