Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Þetta var allt formlega samþykkt og fengust leyfi fyrir öllum fram- kvæmdum frá réttum aðilum. Það er verið að smíða á fullu og gengur bara vel. Það má alltaf reikna með skipt- um skoðunum, það er bara eðlilegt, en allt þetta mál hefur verið í eðlileg- um farvegi og er meira en hálfnað. Þetta er hluti af sögu Skálholts allt frá 12. öld og verið að sýna sögunni og staðnum virðingu,“ segir Árni Johnsen, þingmaður og talsmaður Þorláksbúðarfélagsins, sem stofnað var um endur- byggingu Þor- láksbúðar við Skálholtskirkju. Fram hefur komið gagnrýni á framkvæmdina í aðsendum grein- um í Morgun- blaðinu að und- anförnu, eftir þá Þorkel Helgason stærðfræðing og Eið Guðnason, fv. sendiherra. Vilja þeir stöðva fram- kvæmdir og draga jafnframt í efa að tilskilin leyfi hafi fengist hjá öllum hlutaðeigandi aðilum. Þorláksbúð er kennd við Þorlák helga Þórhallsson, verndardýrling og biskup í Skálholti á 12. öld, sem Þorláksmessan er kennd við. Var Þorláksbúð notuð sem skrúðhús, geymsla og eftir atvikum kirkja þeg- ar stóru kirkjurnar brunnu. Að sögn Árna fóru fram fornleifa- rannsóknir á Þorláksbúð kringum 1950 á vegum Kristjáns Eldjárns og verða fornar rústir gerðar sýnilegar í endurbyggðu húsinu, enda var það eitt skilyrða Fornleifaverndar. Endurgerðin er teiknuð af Gunn- ari Bjarnasyni byggingarmeistara, sem áður hefur m.a. komið að bygg- ingu Auðunarstofu á Hólum og kirkj- unnar á Stöng í Þjórsárdal. Draumur Skálholtsmanna Árni segir Sigurð heitinn Sigurð- arson, vígslubiskup í Skálholti, hafa verið forvígismann þess að Þorláks- búðarfélagið var stofnað. Þetta hafi verið gamall draumur Sigurðar og þeirra Skálholtsmanna. Félagið tók að sér að koma húsinu upp og fjármagna framkvæmdir. Að því loknu verður það afhent Skálholtskirkju til afnota. Er hugmyndin að nota Þor- láksbúð til kirkjulegra athafna, tón- leika, fyrirlestra og annarra sam- koma. Að sögn Árna hefur fjármagn komið úr ríkissjóði, frá kirkjunni og einkaaðilum og endanlegur kostn- aður verði rúmar 20 milljónir króna. Árni bendir á að stjórn Skálholts hafi gefið sitt leyfi, sem og kirkjuráð, fjárhagsráð kirkjunnar, bygging- arnefnd Bláskógabyggðar og Forn- leifavernd ríkisins. Engar athuga- semdir hafi verið gerðar af þessum aðilum. Einnig hafi fornleifafræð- ingar gert þarna rannsóknir að beiðni Fornleifaverndar. Jafnframt hafi sr. Sigurður heitinn haft sam- band við Garðar Halldórsson, sem gætir höfundarréttar erfingja Harð- ar Bjarnasonar, arkitekts Skálholts- kirkju. Hleðsla á veggjum Þorláksbúðar, sem eru úr torfi og grjóti, hófst vorið 2010 og er nú lokið. Verið er að smíða sjálft kirkjuskipið, eða tréverkið, úr sérvöldu timbri að utan og er stefnt á að koma því fyrir á sínum stað í næsta mánuði. Af því tilefni verður efnt til skötuveislu í Skálholti, sem verður síðbúin veisla tengd Þorláks- messu á sumri. Vonast Árni svo til að hægt verði að vígja Þorláksbúð næsta sumar. Skiptar skoðanir um endurgerð Þorláksbúðar  Talsmaður Þorláksbúðarfélagsins segir öll tilskilin leyfi hafa legið fyrir „Það er óskiljanlegt að yfirvöld í Skálholti skuli hafa leyft mönnum að böðl- ast áfram með þessa óþurftarframkvæmd á helgum stað,“ ritaði Eiður Guðnason m.a. í grein sinni sl. þriðjudag um gerð Þorláksbúðar. Þorkell Helgason vakti athygli á framkvæmdunum í grein í blaðinu 25. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Búngaló að rísa hornskakkt á Skálholts- kirkju“. Vísaði hann þar til sögu Halldórs Laxness, Kristnihald undir Jökli, um það sem Umbi hafði eftir biskupi um „höfuðósmíð“ sem risin væri fyrir vestan á vegum Godman Sýngmann. Sagði Þorkell að slík höfuðósmíð væri að rísa við Skálholtskirkju. „Smekkleysuna í Skálholti verður að stöðva taf- arlaust og færa tóftina til fyrra horfs; „megi kirkjuyfirvöldin flytja það af staðnum“ eins og Halldór Laxness lætur Umba bóka. Godman Sýngmann á ekkert erindi í Skálholt,“ ritaði Þorkell m.a. Árni Johnsen segist ekki ætla að svara gagnrýni Þorkels og Eiðs sér- staklega, að öðru leyti en því að „Þorkell ætti að halda sig við stærðfræði frekar en að túlka Halldór Laxness. Halldór túlkar alveg nógu vel sjálfur það sem hann skrifar. Hann [Þorkell] þarf ekkert að leggja fólki orð í munn hvernig það á að skilja Halldór Laxness. Fólk skilur Halldór Laxness.“ Sr. Kristján Björnsson, sem átti sæti í stjórn Skálholts, segir öll leyfi hafa legið fyrir áður en hafist var handa og áform Þorláksbúðarfélagsins fengið viðeigandi kynningu hjá öll- um sem um málið þurfi að fjalla. Hann segist skilja það vel að menn hafi á þessu skiptar skoðanir en í Skálholti þurfi einnig að vera framkvæmdir, eigi staðurinn ekki að staðna. Segja Godman Sýngmann ekkert erindi eiga í Skálholt VITNA Í NÓBELSSKÁLDIÐ Í GAGNRÝNI SINNI Teikning af Þorláksbúð Árni Johnsen Þorláksbúð Tölvugerð mynd af Þorláksbúð þar sem hún mun standa við hlið Skálholtskirkju. Ekki kom fram krafa á vettvangi Samfylking- arinnar áður en tilskilinn frestur rann út, um að fram færi alls- herjaratkvæða- greiðsla um for- mann flokksins fyrir landsfund- inn, sem haldinn verður 21. til 23. október. Skv. lögum flokksins þarf krafa um formanns- kosningar að koma fram ekki síðar en 45 dögum fyrir boðaðan lands- fund. Sá frestur rann út sl. þriðju- dag. Kosningar um forystu Samfylk- ingarinnar til næstu tveggja ára fara því fram á landsfundinum sjálfum. Þær upplýsingar fengust innan Samfylkingarinnar að ekki hefði frést af neinum framboðum gegn nú- verandi forystu. Jóhanna Sigurð- ardóttir, formaður Samfylking- arinnar, sagði í viðtali við DV í vor að hún ætlaði að gefa kost á sér áfram sem formaður Samfylking- arinnar. Undirbúningur fyrir lands- fundinn, sem haldinn verður í íþróttahúsi Vals á Hlíðarenda, er í fullum gangi þessa dagana. omfr@mbl.is Enginn krafðist kosninga  Undirbúningur lands- fundar í fullum gangi Jóhanna Sigurðardóttir Skuldir Seyðisfjarðarkaupstaðar höfðu aukist úr 714 millj. kr. árið 2002 í 1.365 millj. kr. árið 2010, eða nær tvöfaldast. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu um rekstur og stjórn- skipulag bæjarins sem Haraldur L. Haraldsson hagfræðingur vann að beiðni bæjarstjórnarinnar. Seyðisfjarðarkaupstaður er eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins m.v. ársreikninga sveitarfélaga 2010. Í skýrslunni segir að sveitarfé- lagið hafi þurft á sl. ári að ganga á eigur sínar og taka ný lán til að geta staðið í skilum með dagleg útgjöld sín. Í krónum talið voru það fræðslu- og uppeldismál sem fóru mest fram úr áætlun, eða 9,6% umfram. Einnig kemur fram að 59,5% af tekjum Seyðisfjarðarkaupstaðar fari í launakostnað. Skuldsettur Seyðisfjörður  60% af tekjum í laun Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf í gær út heimild til íslenska loðnuveiðiskipa á komandi loðnuvertíð til veiða á 181.269 tonnum af loðnu. Um er að ræða upphafsheimild sem er nokkru fyrr á ferðinni nú en síðasta vetur þar sem ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar fyrir komandi vertíð hefur legið fyrir síðan í júní. Ráðherra tekur mið af tilmælum Hafrannsóknastofn- unarinnar þegar aflaheimildir ís- lenskra skipa eru reiknaðar út frá helmingi af ráðlögðum upphafs- kvóta vertíðarinnar sem er 732.000 lestir. Einnig ráðlagði Hafrannsóknastofnunin að sum- arveiðar á loðnu yrðu ekki leyfðar. Með þetta að leiðarljósi var ákveð- ið að loðnuveiðar í íslenskri fisk- veiðilögsögu stæðu frá 1. október 2011 til 30. apríl 2012. Einungis skip sem hafa aflamark í loðnu geta stundað veiðarnar. Á síðasta vetri námu loðnuheim- ildir innan lögsögunnar samtals 325 þúsund tonnum en þar af fóru um 73 þúsund tonn til erlendra skipa samkvæmt milliríkjasamn- ingum. Miðað við þær forsendur sem nú liggja fyrir er líklegt að hluti íslenskra skipa af heildinni verði um hálf milljón tonna. Varlega áætlað og miðað við hagstæða samsetningu í bræðslu aflans, frystingar og hrogna- vinnslu má reikna með að heild- arverðmæti úr sjó verði 20 til 30 milljarðar króna, að mati ráðu- neytisins. Hafrannsóknastofnunin fór í loðnumælingar í janúar á þessu ári. Niðurstöður mælinganna voru mjög jákvæðar og í framhaldi af því var loðnukvótinn aukinn um 125 þúsund tonn. sisi@mbl.is Loðnuveiði hefst í október  Líklegt er að kvóti íslenskra skipa verði um hálf milljón tonna  Aflaverðmæti gæti orðið 20-30 milljarðar króna Morgunblaðið/Ómar VEIÐIBÚÐIN ÞÍN Á NETINU veidimadurinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.