Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 ✝ Sigurður Hall-dórsson fædd- ist á Geirmund- arstöðum í Hrófbergshreppi í Strandasýslu 8. maí 1921. Hann lést á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 31. ágúst 2011. Foreldrar hans voru Halldór Stein- þór Sigurðsson, f. 6. apríl 1895, d. 5. nóv. 1925, og Sigurbjörg Bjarnadóttir, f. 22. apríl 1894, d. 5. ágúst 1975. Systkini Sig- urðar: Björgvin, f. 1920, d. 2010; Þórhallur, f. 1922, d. 1989; Bjarni, f. 1923, d. 1989; Halldór Sigurbjörn, f. 1925. Þann 2. maí árið 1954 giftist Sigurður eiginkonu sinni, Unni Ingimundardóttur. Unnur fædd- ist í Byrgisvík á Ströndum 6. ágúst 1927, en lést 6. apríl 2003. Foreldrar hennar voru Ingi- mundur Jón Guðmundsson og Svanfríður Guðmundsdóttir. 1961, maki Búi Vífilsson og eiga þau þrjú börn og þrjú barna- börn. Sigurður ólst upp á Ströndum og hóf búskap á Hólmavík með Unni árið 1944. Þar stundaði Sigurður ýmis störf, einkum tengd sjávarútvegi. Hann flutt- ist með eiginkonu sinni til Akra- ness árið 1956, þar sem hann bjó til dánardags. Á Akranesi hóf Sigurður fljótlega störf hjá Sementsverksmiðju ríkisins. Þar starfaði hann, auk annarrar vinnu, til árins 1992, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Sigurður var fjölskyldu sinni stoð og stytta alla tíð. Hann var verkmaður góður og ein- staklega fjölhæfur og vinnutím- inn var oftar en ekki langur og strangur. Hann hafði ætíð mik- inn áhuga á knattspyrnu og var ötull stuðningsmaður Í.A. Hann var einnig söngmaður mikill og söng með ýmsum kórum á yngri árum. Þá spilaði hann bridge í frístundum, ásamt félögum sín- um í Bridgefélagi Akraness. Síðustu fjórtán árin bjó Sig- urður á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Útför Sigurðar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 9. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Börn Sigurðar og Unnar eru: 1) Hall- dór Steinþór, f. 1945, maki Jóna Þorkelsdóttir og eiga þau þrjú börn og tvö barnabörn. 2) Guðmunda Björg, f. 1949, maki Haraldur Haralds- son og eiga þau tvö börn og fimm barnabörn. 3) Ásta, f. 1951, maki Krist- ján Gunnarsson og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 4) Ómar, f. 1953, maki Sigríður Þorgilsdóttir og eiga þau fjögur börn og átta barnabörn. 5) Svanur Ingi, f. 1955, maki Matt- hildur Níelsdóttir og eiga þau fjögur börn og fjögur barna- börn. 6) Hrafnhildur, f. 1957, maki Jóhann Ágústsson og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. 7) Ingþór, f. 1960, maki Berg- lind Svala Benediktsdóttir og eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. Sigurbjörg Jenný, f. Hann pabbi minn er allur, hann hefur lokið þessari jarðvist og er kominn á vit feðra sinna, þar sem mamma bíður hans og tekur honum opnum örmum. Þessi mikli ljúflingur en jafn- framt hörkutól sem vann myrkr- anna á milli til að sjá fjölskyldu sinni farborða er ekki lengur á meðal okkar. Hann skilur eftir sig stóran hóp afkomenda sem geta miðlað áfram öllu því góða og dýrmæta sem hann kenndi þeim, bæði í orðum og gjörðum. Hann var maður orða sinna og í hans bókum þurfti ekki undir- skrift, umhugsunarvert í dag. Hann var mikill Strandamað- ur sem hélt alla tíð tryggð við átthagana en festi samt fljótt rætur á Skaganum eftir flutning þangað 1956. Vann hann nánast allan sinn starfsaldur hjá Sem- entsverksmiðjunni auk annarrar vinnu sem til féll. Traustari stuðningsmann Skagaliðsins er vart hægt að hugsa sér og lifði hann það að fá að njóta þeirrar gleði að þeir næðu efstu deild á ný. Briddsari mikill var hann í frístundum sín- um, einnig elskaði hann að syngja og sérstaklega þótti hon- um gaman að rödduðum söng og ekki síst karlakórum. Börn löðuðust að honum pabba mínum án þess að hann hefði nokkuð fyrir því og kom hann fram við þau sem jafn- ingja. Glettnin var aldrei langt undan og hárbeittur húmorinn hitti oftar en ekki í mark. Þannig man ég hann pabba minn og það verður óendanlega skrítið að hafa ekki þann fasta punkt í tilverunni að geta komið við hjá honum á Höfða eða spjallað í síma um alla heima og geima, sagt fréttir af hans stóra hópi og fengið aðrar í staðinn, en hann fylgdist einstaklega vel með og lét sig varða vegferð allra sinna, alveg fram á síðasta dag. Síðustu fjórtán æviárin bjó hann á dvalarheimilinu Höfða, þar af fyrstu sex árin með mömmu, en hún féll frá 2003. Þar hefur hann átt yndislegt ævikvöld og þar leið honum vel þótt heilsunni hrakaði smátt og smátt og undir það síðasta var hann orðinn saddur lífdaga, enda búinn að skila sínu. Mig langar til að þakka starfsfólki Höfða fyrir einstaka umönnun, kærleik og hlýhug, sérstaklega síðustu vikurnar. Einnig vil ég þakka frábærum spilafélögum og öðrum góðum vinum það sem þeir voru honum og svo sérstaklega henni Ebbu sem reyndist honum sannur vin- ur og félagi. Blessuð sé minning þín, elsku pabbi minn. Ég elska þig alltaf. Þín dóttir Hrafnhildur. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Sigurð Halldórsson, eða Sigga, eins og hann var kallaður, með söknuði í hjarta. Þessi harð- duglegi og ljúfi maður hefur kvatt þetta jarðlíf og margs er að minnast. Í mínum huga var Siggi bæði Stranda- og Skagamaður sem unni báðum stöðunum. Það var oft kátt á hjalla hjá þeim Sigga og Unni, konunni í lífi hans, en hún lést 2003, enda fjölskyldan stór og alltaf var hann Siggi að hugsa um sína; prílaði upp á fjall til að tína egg, fór í berjaferð norður, setti niður kartöflur, saltaði besta hrossakjöt sem ég hef smakkað og vann alla vinnu sem í boði var. Það gustaði af honum í og úr vinnu og ekki minna þegar hann fór á leik hjá Skaganum. Hann þoldi ekki droll og spurði gjarnan hvort ætti að vera að hugsa í allan dag. Hann var frábær afi og skýr fram í andlátið og hafði frábær- an húmor. Takk fyrir allt, elsku tengdó. Jóna. Tengdafaðir minn Sigurður Halldórsson hefur nú gengið á fund feðra sinna en eftir stendur góð minning um þennan vinnu- sama heiðursmann sem ég kynntist fyrir u.þ.b. 43 árum þegar ég tengdist hans sam- stilltu og góðu fjölskyldu. Þó svo að elstu börnin hafi verið að tínast úr hreiðrinu á þessum tíma var ekkert slegið af væri einhverja vinnu að hafa og oftar en ekki unninn bróð- urparturinn úr sólarhringnum til að tryggja það að þessi tíu manna fjölskylda hefði nóg að bíta og brenna. Þar að auki var drjúgur gestagangur á heimili þeirra Sigga og Unnar og oft gripið í spil ef færi gafst. Siggi hafði mikla ánægju af spila- mennskunni og þó einkum bridsinum þar sem hann vann oftar en ekki til verðlauna og spilaði nánast fram í andlátið. Þrátt fyrir afar stutt nám í æsku hafði tengdafaðir minn einstakan hæfileika, hann var sérlega töluglöggur og hafði niðurstöður á hraðbergi ef honum sýndist svo. Hann var alltaf reiðubúinn að aðstoða ef einhver stóð í ströngu og er mér það minnisstætt þegar ég var að endurbæta útihús í sveitinni með það fyrir augum að hefja þar kjúklingaeldi, ég sá fram á að þurfa að brjóta upp 120 fermetra gólf og þar sem ég var enn að starfa hand- an við flóann ætlaði ég að út- vega tæki til verksins og ráðast í það viku seinna en þegar ég mætti á svæðið hafði Siggi brotið upp allt gólfið með sleggju og komið brotunum úr húsi í hjólbörum eða með öðr- um orðum, það var ekkert gef- ið eftir. Sigurður Halldórsson var holdgervingur þeirrar kynslóðar sem byggt hefur upp lífsgæði nútímans af ráðdeild og með handaflinu einu, aðferðafræði sem ýmsir hefðu betur farið eft- ir. Ég og fjölskyldan eigum hon- um margt að þakka. Hvíldu í friði, minn kæri. Kristján S. Gunnarsson. Elsku besti afi. Það er hálf- skrítið að sitja hér og skrifa þessi orð. Þótt þú hafir verið kominn langleiðina með að lifa árhundraðið þá er ósköp erfitt að þurfa að kveðja þig nú. Ótal minningar rifjast þó upp sem ylja okkur um hjartarætur og kalla fram bros á vör og við vit- um að það er þannig sem þú vilt að við minnumst þín. Hraustur varstu með ein- dæmum, hörkuduglegur og kvart og kvein var ekki til í þín- um bókum. Þú kaust að fara helst allra þinna ferða á tveimur jafnfljótum og þegar við gris- lingarnir fengum að fara með þér í erindagjörðir urðum við helst að hlaupa á eftir þér til að halda í við þig. Þótt þú hafir oft unnið myrkr- anna á milli gafstu þér alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin og varst iðulega með fullt fangið af börnum og ekki leiddist okkur að koma í afakot. Það var leikið, spilað og sparkað í bolta, enda varstu sérlegur áhugamaður um fótbolta. Misstir varla úr heima- leik með ÍA og fengum við krakkarnir að sjálfsögðu að koma með. Það var því við hæfi að okkar menn voru komnir á réttan kjöl áður en þú kvaddir okkur. Á ári hverju fengum við líka að fara með í berjamó og meðan þú tíndir lítrana í tuga- ef ekki hundraðatali fór víst mestmegn- is beina leið upp í munn hjá okk- ur krökkunum og þú hristir bara höfuðið og hlóst dátt að okkur. Þú hefur verið okkur mikil fyrirmynd og alltaf varstu stolt- ur af okkur, allt fram á síðasta dag. Nú síðustu vikur fylgdist þú vel með íbúðarkaupum og framkvæmdum hjá þeirri yngstu okkar systkinanna og það var gaman að sjá hvað þú varst ánægður með hvað „stelp- an“ var dugleg að gera hlutina sjálf. Þú varst alltaf með allt á hreinu, hvað sem við tókum okkur fyrir hendur, kollurinn var jafnskýr og hjá tvítugri manneskju. Það er nú engin smávinna að halda utan um all- an þennan fjölda af börnum, barnabörnum og barnabarna- börnum en fyrir þig virtist það lítill vandi. Elsku afi, þessar minningar og ótal fleiri munu varðveitast í hjörtum okkar og við trúum því að þið amma haldið áfram að vaka yfir okkur í sameiningu og vera stolt af okkur. Við elskum þig og söknum þín. Guðbjörg, Haukur og Gunnhildur. Yndislegi afi minn, Það er víst komið að kveðju- stund. Það er gott til þess að vita að þú sért kominn til ömmu en á móti er söknuðurinn mikill, enda hefur þú spilað stórt hlutverk í lífi mínu. Ég var frá fæðingu þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið á heimili ykkar ömmu. Minningarnar eru óteljandi og síðustu dagar hafa meira og minna farið í að rifja upp. Allir fótboltaleikirnir, endalaus spila- mennska, húmorinn, maturinn og íslenska tónlistin. Mér er það ljósara en nokkru sinni hversu dýrmætt okkar samband var, því eins og ég sagði þér fyrir ör- fáum dögum þá mun ég geyma allar minningarnar í hjarta mínu. Mér er mjög minnisstætt þegar við sátum við gluggann rétt eftir að amma dó og grétum, þá snérir þú þér að mér og sagð- ir „Veistu, það er svo heilbrigt að geta grátið svona saman“. Ef það væru fleiri eins og þú væri heimurinn betri. Þú bjóst yfir gildum sem ættu að vera öllum til eftirbreytni: Góðmennsku, heiðarleika, nægjusemi og ráð- deild. Ég kveð þig með miklum söknuði, og síðast en ekki síst þakklæti. Þín Berglind. Elsku afi okkar. Það er erfitt að vita til þess að við fáum ekki að hitta þig aftur og má með sanni segja að margs er að minnast í samskiptum okkar. Húmorinn þinn var alveg ein- stakur, sem og stríðnin og hve auðvelt þú áttir með að segja þínar skoðanir umbúðalaust. Við minnumst þess með bros á vör að alltaf áttir þú gos og prins póló til að gauka að okkur og þú fylgdist alltaf með okkur öllum og því sem við vorum að gera. Við erum líka mjög stolt af því hve einstaklega duglegur þú varst alla þína tíð og göngutúra þinna nú í seinni tíð og þá helst út í kirkjugarð til að hugsa um leiði ömmu, en þér var alltaf mjög annt um það og varst mjög glaður ef einhver hafði farið þangað með skreytingar. Við þökkum kærlega fyrir all- ar góðu samverustundirnar og minnumst þín með söknuði og sorg í hjarta. Unnur Heiða og Þorkell. Afi Siggi missti föður sinn þegar hann var fjögurra ára og afi hans sá um að kenna honum að lesa og skrifa og fórst það vel úr hendi. Eina skólagangan voru tveir mánuðir þegar hann var sendur í farskóla á sveitabæ í ná- grenninu. Hann átti svo að taka landspróf árið sem hann fermd- ist en þá hittist svo á að flestir aðrir á Geirmundarstöðum voru með flensu og hann varð að gera svo vel að sinna bústörfunum og sleppa prófinu. Það er hins vegar óhætt að segja að hann hafi stað- ist prófin sem hann tók í skóla lífsins með miklum sóma. Dugn- aður hans var rómaður hvar sem hann var og við barnabörnin tók- um svo sannarlega eftir því. Hann var auðvitað löngum stundum við vinnu og við sáum hann ekki eins oft og ömmu, en þegar hann var til staðar fann maður góðmennskuna streyma frá honum og aldrei var glettnin langt undan. Elsku besti afi. Þú varst ein- staklega duglegur við að draga björg í bú og nýta gæði landsins okkar og munt ávallt verða okk- ur fyrirmynd í þeim efnum. Við munum vel eftir troðfullum eggjafötunum sem þú komst með eftir ófáar heimsóknir í Akrafjall. Afkastameiri berjat- ínslumenn voru vandfundnir og ósjaldan fórum við heim á síð- sumarkvöldum fjólublá í framan og pakksödd eftir heimsóknir á Vesturgötuna. Kartöflugarðarn- ir voru líka vel nýttir og það var gott að geta leitað til þín eftir góðum ráðum þegar maður fór að troða jarðeplunum niður sjálfur á fullorðinsárum. Þú varst líka meistari í að vinna og verka mat og saltaða hrossakjöt- ið sem var geymt í tunnum úti í geymslu var t.d. herramanns- matur eftir að hafa fengið að krauma í pottunum ykkar ömmu. Það var mjög gaman að fara með þér á völlinn á Skipaskaga og þú varst óhræddur við að láta vel í þér heyra á pöllunum og hvetja þá gulu og glöðu til dáða. Ef knattspyrnuhetjurnar voru eitthvað baráttulausar á vellin- um varstu vanur að biðja piltana vinsamlega að hætta þessu „dúkkuspili“ og gera þetta al- mennilega. Það gekk líka iðu- lega eftir og Skagamenn lönd- uðu hverjum titlinum á fætur öðrum. Þeim fækkaði reyndar eftir að þú hættir að fara á völl- inn, sökum heilsuleysis, en við erum fullviss um að þú munir áfram senda Skagamönnum sterka strauma sem hvetja þá til glæstra sigra í framtíðinni. Það var ósjaldan gripið í spil á Krókatúninu og jólaböllin í Sem- entsverksmiðjunni lifa líka sterkt í minningunni. Á síðari árum hlökkuðu börnin okkar alltaf til að hitta þig á Höfða og rúsínurnar vöktu yfirleitt mikla lukku. Það var magnað að fá að spjalla við þig síðustu árin og rifja upp liðna tíma, því þótt lík- aminn hafi verið orðinn lúinn á síðustu metrunum var hugurinn alltaf skýr og minnið algerlega kristaltært, þótt þú hafir ekki viljað gera mikið úr því. Elsku afi Siggi. Blessuð sé minning þín. Úrræðabetri, dug- legri og hjartahlýrri mann höf- um við ekki ennþá hitt og minn- ingin lifir með okkur svo lengi sem við drögum andann á þess- ari jörð. Við eigum eftir að sakna þín óendanlega mikið en vitum að þið Unnur amma mun- uð vaka yfir okkur og fjölskyld- um okkar þangað til við hittumst á ný á öðrum stað. Ásgeir og Rannveig. Sigurður Halldórsson Í dag er kvadd- ur hinstu kveðju Björn H Jóhanns- son, sem í yfir þrjá áratugi var einn nánasti samstarfsmaður þess, er þessar línur ritar. Björn Hafsteinn Jóhannsson ✝ Björn Haf-steinn Jóhanns- son fæddist 4. júní 1939. Hann lést 31. ágúst 2011. Útför Björns fór fram 8. september 2011. Kynni okkar Bubba, eins og hann var jafnan kallaður, hófust fyrir alvöru, þegar við réðumst báðir til starfa í Fálkan- um í upphafi átt- unda áratugar síð- ustu aldar. Fálkinn er rótgróið fjöl- skyldufyrirtæki, og réðu fjölskyldu- tengsl því að við hófum þar störf. Árið 1986 tókum við tveir alfarið við stjórn fyrirtækisins, og rákum það saman til ársins 2002, eða þar til Bubbi, Þrúður eiginkona hans og Hjördís syst- ir hennar ákváðu að selja hlut sinn í Fálkanum og hætta af- skiptum af rekstri hans. Þar sem við Bubbi vorum fremur ólíkir að upplagi, og aldursmunur nokkur, tók það okkur tíma að kynnast náið. Hann gat verið dulur og bar ekki alltaf tilfinningar sínar á torg. Bubbi var afskaplega ná- kvæmur að eðlisfari, tæknimað- ur fram í fingurgóma, vildi komst til botns í hverju máli og skilja rök þess til hlítar. Hann var drengur góður, með ríka réttlætiskennd og stóð jafnan fastur á sannfæringu sinni. Við urðum með tímanum trúnaðar- vinir og gátum treyst hvor öðr- um óhikað fyrir leyndustu hug- renningum hvor annars. Því fór þó fjarri að við sæjum hlutina alltaf sömu augum og þurftum því oft að rökræða viðhorf okk- ar til manna og málefna áður en niðurstaða fékkst. Þrír áratugir eru langur tími á starfsævi manns og reyndar í lífshlaupi fyrirtækis einnig. Því getur ekki hjá því farið að bæði hafi Bubbi haft mótandi áhrif á Fálkann og Fálkinn á Bubba. Tel ég að báðir geti með stolti talið sér það til nokkurra tekna. Tengsl fjölskyldna okkar hafa verið allmikil og náin utan vinnu. M.a. hafa börn okkar starfað farsællega saman á öðr- um vettvangi og vinátta tekist með ágætum. Þrúður og Bubbi hafa átt barnaláni að fagna og er af þeim kominn mikill ætt- bogi og öflugur. Þrúði frænku minni, dætrum þeirra Bubba og fjölskyldum öllum vottum við Guðbjörg eig- inkona mín dýpstu hluttekn- ingu okkar og samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja þau og efla í sorg sinni. Þykjumst við vita að Bubbi sé hvíldinni feg- inn eftir grimmilega sjúkdóms- legu og biðjum honum náðar í betri heimi. Stjórn Fálkans vottar fjöl- skyldu Bubba samúð sína og þakkar honum heilladrjúg störf í þágu fyrirtækisins. Páll Bragason. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.