Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 ✝ Páll ÁsgeirTryggvason fæddist í Reykjavík 19. febrúar 1922. Hann lést á Dval- ar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 1. sept- ember 2011. Móðir hans var Herdís Ásgeirs- dóttir húsmóðir og félagsmála- frömuður, f. 31.8 1895 í „Kapt- einshúsinu“ við Vesturgötu 32 í Reykjavík. Faðir hans var Tryggvi Ófeigsson útgerð- armaður, f. 22.07 1896 að Brún í Svartárdal, ættaður úr Húna- vatnssýslu og frá Fjalli á Skeið- um. Systur Páls eru Jóhanna, f. 29.01 1925, Rannveig, f. 25.11 1926, Herdís, f. 29.1 1928 og Anna, f. 19.08 1935. Þann 4. janúar 1947 gekk Páll Ásgeir að eiga Björgu Ás- geirsdóttur, f. 22.2. 1925, d. 7.8. 1996. Foreldrar hennar voru Ásgeir Ásgeirsson, annar for- seti íslenska lýðveldisins, f. 13.5. 1894, d. 15.9. 1972, og kona hans Dóra Þórhallsdóttir, f. 23.2. 1893, d. 10.9. 1964. Páll og Björg eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Dóra Pálsdóttir, sérkennari, f. 29.6. 1947. Synir hennar með fyrri manni sínum, David Janis, eru: Páll Ásgeir, f. 26.1. 1970, Tryggvi Björn, f. 15.12. 1973 og Davíð Tómas, 8.6.1979. Eiginmaður Dóru er Páll Ásgeir lauk cand. juris prófi frá HÍ 1942 og öðlaðist réttindi sem hæstarétt- arlögmaður 1957. Starfsferill hans var í utanríkisráðuneytinu allt frá 1948-1992. Páll gegndi embættum sendiherra í Osló, Moskvu og Bonn. Hann var í varnarmálanefnd í 17 ár og þar af formaður á tímabilinu 1968- 1978 er hann stýrði varn- armáladeild utanríkisráðuneyt- isins. Um fjögurra ára skeið var Páll prótókollstjóri ráðu- neytisins og síðar formaður byggingarnefndar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Alla tíð var Páll virkur í félagsmálum. Hann starfaði í stjórnum Nem- endasambands MR, Stúdenta- félagsins, Félagsheimilis stúd- enta og Stéttarfélags Stjórnarráðsins. Hann var einn stofnenda Lionsklúbbs Reykja- víkur og gegndi embættum í Frímúrarareglunni. Páll var í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur í nokkur ár og formaður Golf- sambands Íslands 1970-1980; stofnandi og fyrsti formaður Einherja. Sem formaður stjórn- ar útgerðarfélaganna Júpiters hf. og Marz hf. frá 1945 til loka og síðar Pólarminks hf. kom hann að uppbyggingu í at- vinnumálum. Páll Ásgeir hlaut fjölmargar viðurkenningar fyr- ir störf sín en vænst þótti hon- um um hetjuverðlaun Carne- gies fyrir að bjarga tveimur drengjum frá drukknun og stórriddarakross íslensku fálkaorðunnar. Útför Páls Ásgeirs Tryggva- sonar verður gerð frá Nes- kirkju í Reykjavík í dag, 9. september 2011, og hefst at- höfnin klukkan 15. Jens Tollefsen for- ritari hjá Isavia. 2) Tryggvi Pálsson, f. 28.2. 1949 hag- fræðingur, kona hans er Rannveig Gunnarsdóttir, f. 18.11. 1949, for- stjóri Lyfjastofn- unar. Börn þeirra eru: Gunnar Páll, f. 9.12. 1977 og Sól- veig Lísa, f. 24.3. 1980. 3) Herdís Pálsdóttir, sér- kennslufræðingur og fjöl- skylduráðgjafi í Osló, maður hennar er Þórhallur Frímann Guðmundsson framkvæmda- stjóri í Oslo. Dætur þeirra eru: Dóra, f. 4.8. 1973, Björg, f. 16.10. 1974 og Svava Kristín, f. 13.5. 1978. 4) Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri hjá Isavia, f. 23.10. 1951. Börn hans og fyrri konu hans Áslaugar Gyðu Ormslev eru: Björg, f. 14.7. 1975, Margrét, f. 10.12. 1981 og Gunnar, f. 28.11. 1984. Sam- býliskona Ásgeirs er Ingibjörg Bergþórsdóttir félagsfræð- ingur, f. 12.5. 1957. 5) Sólveig framhaldsskólakennari og leik- kona, f. 13.9. 1959. Maður hennar er Torfi Þ. Þor- steinsson, framleiðslustjóri HB Granda hf. Börn þeirra eru: Ás- laug, f. 28.11. 1982, Björg, f. 10.3. 1987 og Páll Ásgeir, f. 27.7. 1990. Barnabarnabörn Páls Ásgeirs og Bjargar eru orðin sextán talsins. Stór kaflaskil í lífi hvers manns geta verið erfið. Fráfall foreldra eða tengdaforeldra eru slík kaflaskil. Líf hverfur á brott og glaðst er yfir tilkomu nýs lífs sem er gangur lífsins. Þannig var það með tengdaföður minn Pál Ásgeir, þegar hann kvaddi hafði bæst nýr einstaklingur í fjöl- skylduna, sonardótturdóttir. Ég var 18 ára þegar ég kynnt- ist tilvonandi tengdaföður mínum og fór að venja komur mínar á Kvisthaga 5. Páll Ásgeir var fal- legur, glaðvær maður og þau hjón, Páll og Björg, afar glæsi- legt par. Kvisthagi 5 var fágað heimili heimsborgara. Björg var mikill listakokkur og þeir eru minnisstæðir sunnudagshádegis- verðirnir þegar girnileg máltíð var borin á borð. Páll Ásgeir bjó að sjálfsögðu til sósuna og sá til þess að hann fengi hrósið! Páll og Björg voru vinmörg og gestrisin hjón enda veislurnar margar bæði á Kvisthaganum og ekki síður í störfum þeirra í sendiráðum á erlendri grund. Þar var Páll Ásgeir hrókur alls fagnaðar og á lífsleiðinni hefur fólk nefnt það að tengdafaðir minn væri skemmtilegasti maður sem viðkomandi hefði kynnst. Ég var einnig minnt á það á vinnu- stað mínum til margra ára, Land- spítalanum, þegar Páll fór í smá- aðgerð og lá á einni deildinni, að ágæt vinkona mín, deildarhjúkr- unarkonan, sagði: „Rannveig, það þarf að ráða svona mann eins og tengdapabba þinn í vinnu á hverri deild.“ Ástæðan var aug- ljós því inni á setustofunni sat tengdapabbi með öðrum sjúk- lingum og hélt uppi fjöri og glað- værð eins og honum einum var lagið. Margs er að minnast frá þess- um árum, ekki síst heimsókna til tengdaforeldranna til Noregs og Þýskalands. Þegar tengdamanna lést langt fyrir aldur fram var missir Páls mikill. Hún var akkerið í lífi hans og lífslöngunin dofnaði eftir það. Páll flutti í Hlíðarhús og síðan á hjúkrunarheimilið Grund. Þó að minnið væri farið að gefa sig var alltaf gott að heimsækja tengdapabba þangað. Hlý nær- vera og þeir eiginleikar hans glaðværðin, kurteisin og gest- risnin tóku á móti okkur, enn frekar þar sem hann var þá laus við vínið. Þegar komið var í heim- sókn var yfirleitt spurt hvað mætti bjóða okkur, hvað hann gæti gert fyrir okkur og okkur jafnvel boðið að hvíla okkur í rúminu hans, þannig var Páll. Ég vil þakka tengdaföður mínum fyrir samfylgdina, hann skilur eftir sig góða fyrirmynd fyrir okkur sem eftir lifum, ekki síst barnabörnin. Minningarnar eig- um við. Hvíl í friði elsku tengdapabbi. Rannveig Gunnarsdóttir. Elsku afi, Eftir langa og gæfuríka ævi þar sem þú markaðir djúp spor í tilverunni ertu kominn í hinn ósýnilega heim, handan móðunn- ar miklu. í bland við sorgina er ég glaður yfir því að eiga allar minn- ingarnar um þig og yfir því vega- nesti sem þú hefur gefið mér í líf- inu. Margar mínar bestu æsku- minningar eru frá heimsóknum í Efstaleitið til þín og ömmu Bjargar. Efstaleitið var sannköll- uð paradís fyrir börn þar sem hægt var að fara í sund, borð- tennis og billiard. Einnig var yndislegt að heimsækja ykkur í Bonn í sendiherratíð þinni þar. Þú varst mér fyrirmynd með störfum þínum á lífsleið þinni með miklu frumkvæði, dugnaði og fágaðri framkomu. Ekki varstu síðri fyrirmynd í ellinni, þegar starfskraftinn þraut, með þinni jákvæðni, húmor og hlýju nærveru. Þú varst lifandi sönnun þess að hláturinn lengir lífið, auk þess að gera það skemmtilegra. Þó svo að ég muni ekki sjá þig aftur með augunum muntu lifa áfram í huga og hjarta mínu og hafa mótandi áhrif á framtíð mína líkt og í fortíðinni. Bless, elsku afi. Gunnar Páll Tryggvason. Okkur systkinin langar að minnast afa Páls með nokkrum orðum. Hvar á maður að byrja að minnast manns eins og afa? Manns sem átti ótrúlega við- burðaríkt líf og áorkaði svo ótal miklu á þeim tíma sem honum var gefinn. Fyrir okkur stendur það upp úr hversu mikill húmoristi hann var. Afi var mikill karakter, það sást langar leiðir. Með sínum mikla húmor og smitandi hlátri náði hann að heilla alla sem í kringum hann voru hverju sinni. Húmorinn og gleðin fylgdi hon- um alveg til síðasta dags. Hann afi var einnig mikill fjölskyldu- maður og hafði tröllatrú á hæfi- leikum síns fólks. Í hvert skipti sem eitthvert okkar barna- barnanna áorkaði einhverju, stóru eða smáu, í lífinu hafði hann gjarnan stoltur á orði „Tja, ég er ekki hissa, enda eru þau með svo afskaplega góð gen!“ Svo hló hann sínum smitandi hrossahlátri og blikkaði viðkom- andi glettnislega. Afi var ekki aðeins skemmti- legur, heldur var hann einnig al- veg sérstaklega hlýr. Honum leið langbest þegar hann gat eitthvað gert fyrir okkur systkinin, hvort sem það var að bjóða okkur út að borða eða jafnvel bara að leggj- ast í sófann eða rúmið ef við vær- um þreytt. Hann var alltaf höfð- ingi heim að sækja og undir það síðasta fengum við reglulega boð um það hvort hann mætti ekki bjóða okkur í mat á Grund. Þegar við vorum lítil var það alltaf mik- ið tilhlökkunarefni að fara til afa og ömmu í Efstaleiti. Þá fengum við að fara í sund og setjast svo í sjónvarpsherbergið til að horfa á Glæstar vonir með ömmu á með- an afi leysti krossgátur og við borðuðum súkkulaði skafís. Í seinni tíð minnumst við sólríkra daga á „Costa del Grund“, þar sem spjallað var um lífið og til- veruna og skálað í Pilsner – oftar en ekki með hóp fólks í kringum okkur sem sótti í félagsskap afa. Það var alltaf nóg af fólki í kring- um afa enda var hann með ein- dæmum sjarmerandi og skemmtilegur maður. Við dáðumst að því að hann gat alltaf brosað og grínast þótt hann ætti erfiðan dag, það kenndi okkur að lífið er mun skemmtilegra með hlýju brosi á vör og jákvæðu viðhorfi. Afa verður sárt saknað en við hugg- um okkur við það að hans góðu gen munu lifa áfram með sí- stækkandi hópi fjölskyldumeð- lima og þau gildi sem hann kenndi okkur munu halda áfram að vera okkur leiðarljós í okkar lífi. Hvíldu í friði, elsku afi. Þín barnabörn Áslaug, Björg og Páll Ásgeir. Andlitið er sjálfsævisaga manns, sagði Oscar Wilde. Páll Ásgeir Tryggvason móðurbróðir minn er laus úr prísund Alzheim- er-sjúkdómsins. Hann hefði orðið níræður eftir nokkra mánuði. Andlit hans bar þess ekki merki að hann hefði liðið þjáningar, sléttur í framan, með blik í aug- um og bros á vör. Hann hélt reisn sinni njörvaður við stól eða rúm árum saman. Þau voru örlög móður hans áratugum áður en hún var einnig þannig að ásjónan hefði látið marga halda að þær færi kona sem lífið hefði farið um silkihönskum. Hún var skírð Herdís sjö vikna gömul yfir rúmi deyjandi föður síns, Ásgeirs Þorsteinssonar sem lést 32 ára á Vesturgötu 32 sem kallað var „kapteinshúsið“. Ekkja hans, Rannveig Sigurðar- dóttir bjó þar síðan með dætr- unum Herdísi og Jóhönnu, sem lést um fermingu. Síðar giftist Rannveig Páli Matthíassyni skip- stjóra og eignuðust þau tvö börn, Sigurð sem dó 16 ára og Mattheu sem dó langt fyrir aldur fram. Páll dó úr spönsku veikinni 1918. Þá hafði hann kynnt fyrir stjúp- dóttur sinni mannsefni hennar, Tryggva Ófeigsson. Þau giftu sig 1920 og var Páll Ásgeir var frum- burður þeirra. Síðar komu dæt- urnar Jóhanna, Rannveig, Her- dís og Anna. Fjölskyldan flutti 1935 á Hávallagötu 9. Nú tæpum átta áratugum síðar sit ég í gamla herberginu hans Páls Ás- geirs og les hans eigin minning- arorð um foreldra sína. Þar lýsir hann því hvernig úr umhverfi lít- illa efna og mikillar vinnu kom sá maður sem átti eftir að verða einn af mestu athafnamönnum landsins á 20. öld. Hann segir frá því hvernig Tryggvi faðir hans hafi sem unglingur haft þá skap- höfn, greind og metnað að þola þrekraunir sem megnað hefðu að beygja aðra. Hann lýsir móður sinni Herdísi sem fíngerðri, blíð- lyndri en viljasterkri. Páll Ásgeir var félagslyndur með gott skopskyn en gat líka verið fastur fyrir. Hann og faðir minn, Þorgeir, voru alla tíð miklir mátar, starfsvettvangur þeirra skaraðist og báðir voru þeir golf- áhugamenn. Páll var gæfumaður í einkalíf- inu, í góðu hjónabandi og eign- aðist fimm mannvænleg börn. Nokkrum árum eftir að hann missti konu sína, Björgu, kom hann í heimsókn á æskuheimili sitt á Hávallagötu 9. Þá var hann á níræðisaldri, með alskegg og staf. Með honum í för var dama, sem hann hafði kynnst á elliheim- ilinu. Ég spurði hann hvernig hann færi að því að hafa svona sjens. „Það kallast sex appeal, Herdís mín,“ sagði hann ánægð- ur með sig. Þegar öld var liðin frá fæðingu ömmu Herdísar benti Páll á gamla ljósmynd af henni og sagði: Mín fyrsta elskerinne. Hann dó daginn eftir afmælis- daginn hennar 31. ágúst. Hún hefur komið og sótt hann. Á síð- ustu andartökum lífs síns opnaði hann augun og virtist horfa stíft á eitthvað. Kannski var hann með sama blikið í augunum og á myndinni sem Kaldal tók af litlu systkinunum upp úr 1930. Fal- legur drengur í matrósarfötum horfir í linsuna af eftirvæntingu og fullkominni tiltrú. Það hlýtur eiginlega að vera af því að þegar Herdís systir hans sá bróður sinn nýlátinn, sagði hún brosandi: Til hamingju Palli minn, nú ertu loks kominn til þinnar heittelskuðu Bjargar. Herdís Þorgeirsdóttir. Páll var eiginmaður Bjargar móðursystur okkar. Þau voru bæði léttlynd og glaðlynd og samband þeirra einkenndist mjög af því hvað þeim fannst hvort annað svo skemmtilegt. Mæður okkar voru nánar syst- ur, og barnapössun sjálfsögð á báða bóga, jafnvel nokkrar vikur í senn. María systir var hjá Páli og Björgu á fyrsta ári þegar Páll var að undirbúa stórt dómsmál. Voru þá margar andvökunætur hjá báðum aðilum, sem voru leystar með því að ganga um gólf með bók og barni og seiðandi tón- list Louis Armstrongs og sænsk- um sveitasöngvum. Minning um aðbúnað Maríu á öðru ári á Kvisthaganum: Barnið í pappakassa, ýtt fram og til baka um stofugólfið á fljúgandi ferð, ýtt áfram af barnastóðinu Bjarg- ar og Páls, allir hvínandi ánægðir og lukkulegir. Því það var aldeilis barnastóð á Kvisthaganum, þau Björg og Páll eignuðust fjögur börn á fáum árum. Löngu seinna, þegar þau voru búsett í Danmörku, fór Björg til læksnis. Hann spurði um fjölskyldusögu, og hún rakti: Det var Dóra 1947, så Tryggvi 1949, Herdís 1950 og Ásgeir 1951. „Jamen kære frue“ sagði læknirinn furðulostinn „Hvad skete der egentlig 1948?“ Síðar bættist fimmta barnið, Sólveig, við. Páll var mikill fjölskyldufaðir, og með ákveðnar skoðanir, mat skyldi klára af diskum og börn dvelja í sveit á sumrin. Húmorinn var ríkjandi hjá Páli, stundum hrjúfur, en alltaf hlýr og skemmtilegur. Við þökk- um Páli fyrir að hafa fengið að hafa hann í lífinu okkar, kímnina, óvæntu innleggin í umræður, og þennan litríka persónuleika. Ásgeir, Sigurður, Dóra og María Kristín Thoroddsen. Ein af föstum persónum í til- veru stórfjölskyldunnar í áratugi, Páll Ásgeir Tryggvason, er lát- inn. Allt frá því að við fyrst mun- um eftir, skipaði hann stóran sess í lífi okkar, ævinlega já- kvæður og hress í bragði. Hann var sá af fullorðna fólkinu í kring- um okkur sem var mesti strák- urinn í sér og náði góðu sam- bandi við krakkana með stuttum grínsögum sem hann kunni margar. Páll Ásgeir giftist yngri systur pabba, Björgu Ágeirsdóttur, og saman áttu þau fimm börn. Var alltaf mikill og góður samgangur milli heimila okkar þó Björg og Páll væru erlendis á vegum utan- ríkisþjónustunnar af og til. Þau tengsl hafa verið ræktuð áfram eftir að við komumst á fullorð- insár og eru það ævinlega mjög ánægjulegar samverustundir með þeim systkinum og fjöl- skyldum þeirra, enda hafa þau tileinkað sér glaðværð og já- kvætt viðmót sem þau kynntust í foreldrahúsum. Um margra ára skeið buðu Páll og Björg til jólagleði á Þor- láksmessu, um það bil sem við vorum að ljúka jólainnkaupun- um. Þar var hefðbundin sam- koma frændsystkinanna, for- eldra okkar og vina. Þarna gafst okkur enn eitt tækifærið til að hnýta fastar bönd vináttunnar við „krakkana á Kvisthaga“ eins og systkinin eru alltaf kölluð í okkar hópi. Nú eru kaflaskipti hjá fjöl- skyldunni og ein aðalsögupersón- an er úr sögunni, eins og sagt var í Íslendingasögunum. En það breytir ekki því að Páll Ásgeir Tryggvason mun standa okkur fyrir hugskotssjónum lengi enn, með þetta skemmtilega „glimt i öjet“, hrókur alls fagnaðar og velkominn gestur í sérhverjum ranni. Við systkinin og móðir okkar, Lilly Ásgeirsson, þökkum Páli Ásgeiri Tryggvasyni langa og góða samfylgd og sendum afkom- endum hans öllum samúðar- kveðjur. Sverrir, Dóra, Ragna og Sólveig. Ég minnist Páls tengdaföður míns með mikilli virðingu og þakklæti. Þakklæti fyrir þá vel- vild sem hann sýndi mér alla tíð og með virðingu fyrir þeim manngildum sem hann stóð fyrir. Tengdaforeldrum mínum Björgu og Páli Ásgeiri kynntist ég fyrir 33 árum þegar við Sól- veig byrjuðum að vera saman og ég tók að venja komur mínar á heimili þeirra að Kvisthaga 5. Ég á dýrmætar minningar frá þess- um tíma. Páll og Björg voru leiftrandi gáfuð og glæsileg hjón. Gestrisin og einstaklega skemmtileg en umfram allt afar gott fólk og velviljað. Fjölskyldan stór, vinirnir margir og mikil gleði og fjör á heimilinu. Björg og Páll tóku mér afar vel, og þegar ég hugsa til baka þá má segja að frá fyrsta degi hafi ég verið hluti af þeirra góðu fjölskyldu. Ég á Páli margt að þakka, sem dæmi kynntist ég golfíþróttinni í gegn um hann. Eitthvað fannst honum hægt ganga að koma af- komendunum í golf, og til að efla áhugann bauð hann sonum og tengdasonum í golfferð til Skot- lands í tilefni af sjötíu og fimm ára afmæli sínu. Það var afar skemmtileg og eftirminnileg ferð. Ég sýktist illa af golfbakt- eríunni þannig að ferðin bar svo sannarlega tilætlaðan árangur hvað mig varðaði. Páli Ásgeiri var alla tíð mjög umhugað um velferð fjölskyld- unnar og sýndi það margoft í verki. Hann var stoltur af afkom- endum sínum og það skipti hann miklu máli að „að allt væri í lagi hjá öllum“ eins og hann orðaði það jafnan. Meira að segja þegar hann var orðinn illa haldinn af Alzheimer-sjúkdóminum spurði hann mig oftar en ekki þegar ég kom í heimsókn hvernig við hefð- um það og hvort hann gæti ekki gert eitthvað fyrir okkur. Páll var ekki samur eftir að Björg dó og þekkti ekki ýmsar leiðir nútímans til að takast á við sorgina. En framsýnn og raun- sær maður sem hann var gerði hann ráðstafanir í samræmi við breyttar aðstæður og þverrandi heilsu. Síðustu árin voru tengda- föður mínum erfið, minnið sem áður hafði verið óbrigðult gaf sig æ meira og hann átti allra síðustu árin í vandræðum með að koma hugsunum sínum í orð. Eitt gaf sig þó aldrei og það var eðlislægt glaðlyndi hans, sem óx aðeins á meðan annað fór. Með hlátri tók hann á móti heimsóknum okkar og með hlátri kvaddi hann okkur. Flesta daga gat hann líka innt okkur Sólveigu og börnin okkar eftir því „hvort ekki væri allt í lagi hjá öllum“. Sendiherrann, fé- lagsmálatröllið og frum- kvöðullinn sem hafði lifað svo lit- ríku lífi áður kvartaði aldrei yfir breyttum aðstæðum sínum né var með tilætlunarsemi gagnvart öðrum, allt slíkt var honum fjarri. Nokkrum sinnum nefndi hann þó að honum þætti ekkert sérstak- lega skemmtilegt að vera gamall. Nú eru Páll og Björg samein- uð að nýju og allt eins og það á að vera. Eitt veit ég alveg fyrir víst, að það verður meira stuð í himna- ríki þegar Páll Ásgeir Tryggva- son er mættur á staðinn með all- an sinn mikla töfrandi sjarma, gneistandi húmor og smitandi hlátur. Hvíl í friði, minn kæri tengda- faðir, og takk fyrir allt. Torfi Þ. Þorsteinsson. Með Páli Ásgeiri Tryggvasyni er genginn einn af framherjum æskuára íslensku utanríkisþjón- ustunnar. Hann skilaði þar far- sælu ævistarfi til hagsbóta fyrir land og þjóð og má óefað segja að Páll Ásgeir og Björg eiginkona hans voru einhverjir glæsileg- ustu fulltrúar sem Ísland hefur átt á erlendri grundu. Sú hlýja og birta sem var í kringum þau hjón var einstök. Glaðværð í bland við alvöru og festu er ekki öllum gef- in og þau hjónin áttu bæði þessa eðliskosti í ríkum mæli. Páll Ásgeir Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.