Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Leiðir okkar Páls Ásgeirs lágu fyrst saman er ég vann sem laga- nemi í dóms- og kirkjumálaráðu- neytinu á árunum 1968-1970. Þau kynni eru eftirminnileg og efld- ust og urðu náin er ég síðar tók við starfi hans í ársbyrjun 1979. Hann lét þá af störfum sem yf- irmaður varnarmáladeildar utan- ríkisráðuneytisins og formaður varnarmálanefndar og bygging- arnefndar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli og fluttist til Noregs sem sendiherra. Páll Ás- geir hafði þá um langt árabil gegnt þessum störfum og var að sjálfsögðu öllum hnútum kunn- ugur. Lagaumgjörð samskipta við varnarliðið var með þeim hætti, að utanríkisráðuneytið fór með landstjórnarvald allra mála á varnarsvæðunum og efalaust eitthvert mikilvægasta og vanda- samasta ábyrgðarstarf utanríkis- þjónustunnar. Þessum störfum sinnti Páll með sóma í meira en áratug. Það var gott að eiga Pál Ásgeir að vini og ráðgjafa. Hann var forystumaður í útbreiðslu golfíþróttarinnar þar sem hann vann brautryðjandastarf. Páll Ásgeir var hvers manns hugljúfi og minnisstæður öllum sem kynntust þessum góða manni. Við hjónin vottum börnum hans og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð okkar. Helgi Ágústsson, fv. sendiherra. Með Páli Ásgeiri Tryggvasyni er genginn einn af landnáms- mönnum golfíþróttarinnar á Ís- landi. Hann var í hópi þeirra sem í bókstaflegri merkinu ruddu brautina – þeirra sem jafnoft tóku sér haka og hrífu í hönd og kúlur og kylfur þegar þeir héldu á golfsvæðin og hann átti drjúgan þátt í því að breyta golfinu á Ís- landi úr íþrótt fárra útvalinna í íþrótt sem almenningur stundar og er nú ein vinsælasta íþrótta- greinin hérlendis. Ungur var Páll Ásgeir þegar hann hóf að leika golf. Hann varð fljótt liðtækur kylfingur og hefði örugglega komist í fremstu röð keppnismanna hefði hann haft tækifæri til þess að stunda íþróttina eins og hugur hans stóð til en atvinna hans í utanríkis- þjónustunni gerði honum ekki hægt um vik. Meðan heilsan ent- ist stundaði hann golf og var einn þeirra sem öðluðust þá reynslu sem alla kylfinga dreymir um – að fara holu í höggi. Slíkir kappar nefnast Einherjar og Páll Ásgeir hafði frumkvæðið að félagsstofn- un þeirra og var fyrsti formaður Einherjaklúbbsins. Á golfvöllun- um var Páll Ásgeir eftirsóttur fé- lagi, jákvæður og uppörvandi og umfram allt skemmtilegur, sagði sögur og lék á als oddi. Ekki var að undra að Páll Ás- geir væri kallaður til félagslegrar forystu í golfíþróttinni. Hæfileik- ar hans á því sviði voru ótvíræðir og hann nálgaðist öll viðfangsefni með það í huga að vandamál væru ekki til, þau væru bara verkefni sem þyrfti að leysa. Hann starfaði í stjórn Golfklúbbs Reykjavíkur og árið 1970 var hann kjörinn forseti Golfsam- bandsins og gegndi því embætti í áratug. Hann og stjórn hans unnu ötullega að útbreiðslu golf- sins og hann var óþreytandi að gefa ráð og aðstoða þá sem voru að stíga skref við stofnun klúbba eða ryðja velli. Undir forystu Páls fóru Íslendingar líka að gera sig gildandi í alþjóðasamtökum golfíþróttarinnar en slíkt var lyk- illinn að því að íslenskum kylf- ingum opnuðust dyr að mótum erlendis og jafnframt því að er- lendir leikmenn komu hingað til keppni. Sporin sem Páll Ásgeir Tryggvason markaði í sögu golf- sins á Íslandi voru heilladrjúg og mörkuðust af glaðværð hans og jákvæðni. Á árum áður þótti það ekki eftirsóknarvert að sitja í stjórn Golfsambandsins en það var eitt af því sem Páll Ásgeir breytti. Það voru margir sem vildu njóta forystu hans og ekki síður nærveru hans og vináttu. Golfssamband Íslands kveður forystumann sinn og félaga með söknuði og færir honum þakkir fyrir framlag hans til íþróttarinn- ar. Aðstandendum Páls Ásgeirs eru sendar innilegar samúðar- kveðjur. Minning um góðan dreng og einlægan félaga mun lifa og verða rifjuð upp í hvert eitt sinn sem saga golfsins á Ís- landi er til umfjöllunar. Fyrir hönd Golfsambands Ís- lands, Jón Ásgeir Eyjólfsson, forseti Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri. Þann 14. ágúst 1951 komu ell- efu heiðursmenn saman á Hótel Borg og stofnuðu Lionsklúbb Reykjavíkur, fyrsta Lionsklúbb- inn á Íslandi. Markmið þeirra var að láta gott af sér leiða fyrir þá, sem eiga um sárt að binda. Einn þessara stofnfélaga var Páll Ás- geir Tryggvason, sem við kveðj- um hér í dag. Þar með eru allir stofnfélagar Lionshreyfingarinn- ar horfnir yfir móðuna miklu. Páll Ásgeir var virkur félagi í Lionsklúbbi Reykjavíkur alla tíð þrátt fyrir annasöm störf. Það þurfti enginn að vera í vafa um, hvenær Páll Ásgeir var mættur til fundar. Það lifnaði allt í kring- um hann. Hann gegndi ýmsum embættum í klúbbnum en oft var hann skipaður siðameistari, en sá hefur það hlutverk að halda uppi aga ásamt hæfilegum húmor á fundum. Þar var hann á heima- velli og kunni sögur, sem hæfðu öllum aðstæðum. Páll Ásgeir var gerður að Melvin Jones félaga á 50 ára af- mæli Lionshreyfingarinnar á Ís- landi árið 2001, en það er æðsta viðurkenning sem Lionsfélaga getur hlotnast. Að leiðarlokum þakka félagar í Lionsklúbbi Reykjavíkur Páli Ásgeiri áratuga samfylgd og senda fjölskyldu hans okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, góði félagi, og þökk sé þér fyrir allt og allt. Magnús V. Ármann, formaður Lionsklúbbs Reykjavíkur. Þeim fækkar brauðryðjendum í utanríkisþjónustunni og nú hef- ur enn eitt skarðið verið höggvið við fráfall Páls Ásgeirs Tryggva- sonar, sendiherra. Páll Ásgeir hóf störf í utanrík- isþjónustunni árið 1948 þegar diplómatískir starfsmenn voru fáir og hver um sig brautryðjandi á sínu sviði. Hann starfaði í þjón- ustunni um 44 ára skeið. Páll Ásgeir kom að flestum málaflokkum utanríkisþjónust- unnar, heima og heiman, en varði kjarna starfsævinnar á sviði sam- skipta við bandarísk hermálayfir- völd. Eftir að hafa leitt varnar- máladeild ráðuneytisins í áratug gegndi hann starfi sendiherra Ís- lands í Ósló, Moskvu og Bonn á árunum 1979-1989. Ég hitti Pál Ásgeir aldrei sjálfur en kynntist verkum hans vel, þegar ég hóf störf á varnarmálaskrifstofu um miðjan tíunda áratuginn. Þótt vel á annan áratug væri komið frá því Páll Ásgeir réð þar fyrir hús- um, bjó þar enn að hans styrku stjórn. Hér gefst aðeins rými fyrir ör- lítið myndbrot af víðtækri reynslu manns sem spannaði langan tíma og öll ár kalda stríðs- ins. Páll Ásgeir skar sig úr fjöld- anum fyrir margt, en hann var langt á undan sinni samtíð í að sjá hve vel víðtæk áhugamál geta nýst mönnum í starfi til að tengj- ast fólki úr öllu samfélaginu. Þá bjó hann að öflugri mótun að heiman, þar sem hann kynntist atvinnulífinu frá fyrstu hendi. Páls Ásgeirs er minnst af miklum hlýhug. Hann var að sögn samstarfsmanna hjartahlýr og nýtur maður, sem aldrei missti sjónar á grunngildunum og kjarna hvers máls. Við minn- umst einnig frú Bjargar Ásgeirs- dóttur sem hann kallaði akkeri lífs síns. Þau bjuggu sér heimili í fimm þjóðlöndum auk Íslands og tóku öllum opnum örmum, glett- in, góðviljuð og örlát. Utanríkisþjónustan þakkar fyrir samfylgdina og vottar börn- um og aðstandendum samúð. Einar Gunnarsson, ráðuneytisstjóri. Í fimbulkulda á brautarpalli Leningradskyi-járnbrautar- stöðvarinnar í Moskvu í janúar 1985 bar fundum okkar Páls Ás- geirs Tryggvasonar sendiherra fyrst saman, hann heilsaði með hlýju og þéttu handtaki og í and- litsdráttum hans mátti greina al- úð, ákveðni og glettni svo kulda- hrollurinn leið strax hjá. Hann hvíslaði þá að mér að ekki tæki staðurinn beinlínis hlýlega á móti sér en bætti við, kíminn á svip, að hann kynni ráð við því. Þannig reyndi ég Pál Ásgeir æ síðan og nú þegar hann kveður sína jarð- vist ylja ég mér við hlýjar minn- ingar og kveð drengskaparmann, náinn samstarfsmann og vin með þakklæti og virðingu. Páll Ásgeir átti langan og far- sælan starfsferil í utanríkisþjón- ustunni allt frá því að hann hóf þar störf árið 1948 þar til hann kvaddi þann starfsvettvang fyrir aldurs sakir árið 1992. Hann gegndi margvíslegum ábyrgðar- og trúnaðarstörfum heima og er- lendis, einkum vegna fyrirsvars Íslands í varnarmálum og sem sendiherra Íslands í Osló, Moskvu og Bonn. Hann var ákveðinn og hreinskilinn um gæslu íslenskra hagsmuna og var óþreytandi í liðsinni fyrir fulltrúa íslenskra fyrirtækja og þeirra sem til hans leituðu. Páll Ásgeir kom einatt til dyranna eins og hann var klæddur, kom sjónar- miðum sínum umbúðalaust á framfæri á kjarnyrtu máli en vildi að sjónarmið annarra nytu sín og að sanngirni gætti í nið- urstöðum. Gamansemi var hon- um í blóð borin og ef með þurfti sló hann á létta strengi og yfir- leitt gengu menn brosandi frá fundum með honum. Aldrei stóð á hvatningu hans og aðstoð í ólík- legustu málum, oftar en ekki erf- iðum, honum var umhugað um velferð samstarfsfólks síns og í öll skipti eftir að leiðir okkar á starfsvettvangi skildu og fundum okkar bar saman spurði hann fyrst um hagi mína og minna. Í störfum sínum og leik bjó hann að dýrmætri reynslu úr at- vinnulífinu, sem sjómaður á tog- urum, af lögfræðimenntun og virkri þátttöku í félagsmálum. Þá hlaut hann fjölmargar viður- kenningar fyrir störf sín. Hann tók þeim með auðmýkt sem og þeirri sem hann mat mest, hetju- verðlaunum Carnegies fyrir að bjarga tveimur drengjum frá drukknun. Það sagði hann hafa gerst fyrir Guðs náð. Hann leyfði sér þó að segja frá góðu skori á golfvellinum en sú íþrótt átti hug hans og starfaði hann lengi af ósérhlífni í þágu golfhreyfingar- innar. Ekki er unnt að minnast Páls Ásgeirs án þess að geta yndis- legrar eiginkonu hans og lífsföru- nautar, Bjargar Ásgeirsdóttur. Hún féll frá 1996, þá sagði Páll Ásgeir við mig „ég hef misst björgina mína“. Björg var afar heilsteypt kona og eins og hann alltaf reiðubúin með ráð og stuðning til hverra þeirra sem til hennar leituðu. Í samheldni sinni og stuðningi við hvort annað voru þau hjón öflugir fulltrúar Ís- lands, gestrisni þeirra var við- brugðið og glatt á hjalla í húsum þeirra. Að leiðarlokum drúpi ég höfði í miklu þakklæti fyrir að hafa átt Pál Ásgeir að vini, bið góðan Guð að blessa minningu hans og styrkja börnin hans, sem hann talaði alltaf um af stolti og fjöl- skyldur þeirra. Benedikt Jónsson. ✝ Dagbjört ElsaÁgústsdóttir fæddist í Vík, Stykkishólmi 27.8. 1926. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð, Kópavogi 29.8. 2011. Foreldrar henn- ar voru Magðalena Níelsdóttir og Ágúst Pálsson skip- stjóri. Þau voru þá nýflutt í Vík, úr Breiðafjarðareyjum. Ágúst var alinn upp í Höskuldsey, en Magðalena í Sellátri, en ekki er langt á milli eyjanna. Þau bjuggu í Akureyjum áður en þau fluttu í Vík, en í Vík bjuggu þau síðan í 29 ár, og fluttu þá niður í þétt- býlið í Stykkishólmi, þar sem þau bjuggu til æviloka. Ágúst lést 14. júlí 1959, en Magðalena 21. maí 1975. Systkini Elsu voru Guð- mundur Kristján, f. 1918, d. 1978, Ásgeir Páll, f. 1921, d 2003, Jón Dalbú, f. 1922, d. 2002, Sig- urður, f. 1925, d. 2010, Þórólfur, f. 1928, Þóra, f. 1935, d. 1996, og Hrafnhildur f. 1938. Af systk- Maður Dagbjartar Elsu er Stef- án Hallbjörn Búason, f. 1968, og eru dætur þeirra Anna Sóley, f. 2002, og Eva Katrín, f. 2008. b) Jónína Björg, f. 1976. Fyrri mað- ur hennar var Nils Helgi Nilsson, f. 1967, og eru synir þeirra Axel Máni, f. 1998, og Jakob, f. 2002. Seinni maður Jónínu Bjargar er Stefán Grétarsson, f. 1976, og er dóttir þeirra Ástrós Auður, f. 1976. Síðari kona Yngva er Virg- ina Grétarsson, f. 1955. Synir þeirra eru c) Emil Yngvi, f. 1981, maki Hether Grétarsson, f. 1981, og er sonur þeirra Elinha Loide, f. 2009. d) Gary Lee, f. 1983. 2) Ágúst Már, f. 1953. Maki Þór- hildur Óladóttir, f. 1952, þau skildu. Börn þeirra eru a) Sól- rún, f. 1977, gift Guðmundi Smára Jónssyni, f. 1977. Þeirra börn eru Sigrún Lilja, f. 1997, Eydís Birta, f. 2002, og Bjarki Þór, f. 2009. b) Hannes Óli, f. 1981, og er unnusta hans Aðal- björg Þórey Árnadóttir, f. 1980. 3) Brynjólfur, f. 1958, giftur El- ínu Guðmundsdóttur, f. 1955. Þeirra börn eru a) Sigrún, f. 1984, maki Ragnar Vignir, f. 1983, og eiga þau dótturina Brynju Dögg, f. 2010, b) Grétar, f. 1988, og er unnusta hans Ásta Björg Magnúsdóttir, f. 1989. Útför Dagbjartar Elsu fer fram frá Garðakirkju í dag, 9. september 2011, kl. 15. inahópnum eru Þórólfur og Hrafn- hildur nú ein eftir á lífi. Elsa gekk í barnaskóla Stykk- ishólms. Hún var veturinn 1944-45 í Húsmæðraskól- anum á Staðarfelli. Eftir það starfaði hún um tíma á saumastofu KSt. í Stykkishólmi, en síðan við versl- unarstörf í aðalbúð KSt. í Stykk- ishólmi. Haustið 1948 hóf hún nám við Hjúkrunarskóla Íslands í Reykjavík. Á þessum námstíma kynnist hún mannsefni sínu, Grétari Ingvasyni, f. 26.9. 1921, frá Hlið- snesi á Álftanesi. Þau gengu í hjónaband 27. ágúst 1949 og eignuðust þrjá syni. Það eru: 1) Yngvi Rúnar, f. 1950, kona hans var Auður Jónsdóttir, f. 1950, þau skildu. Þeirra dætur eru a) Dagbjört Elsa, f. 1970. Dóttir hennar og Vigfúsar Ingvars- sonar, f. 1970, er Hjördís, f. 1992. Við andlát Elsu móðursystur minnar er fallin frá ein af þeim manneskjum sem mótuðu upp- eldisár mín. Það voru forréttindi að alast upp úti á landi og hafa bæði móður og ömmu á heim- ilinu, sem stóðu vaktina í uppeldi ungs manns. Og að hafa Elsu frænku í Reykjavík með sitt glæsilega heimili í Hlíðargerði fullkomnaði þann veruleika sem ég ólst upp í. Að koma í Hlíðargerði 13, sem Elsa og Grétar byggðu af mikl- um myndarskap og bjuggu í mestalla sína hjúskapartíð, var eins og að koma heim. Að komast í faðm þeirra hjóna, stíga inn á mjúka teppið í ganginum og á stiganum upp á efri hæðina, heyra umferðarniðinn sjá öll borgarljósin á kvöldin, koma í kvistherbergin, á flísalagt baðið og finna hitaveitulyktina úr krönunum, þá var allt fullkomið. Alltaf var tekið á móti manni eins og einum af fjölskyldunni. Frændsystkini Elsu kölluðu heimili þeirra hjóna Hótel Hlíð- argerði. Þar voru allir frændur, frænkur og vinir meira en vel- komnir og tekið á móti öllum með kostum og kynjum og fölskvalausri gleði. Allir voru jafnir. Þar voru aldrei vandamál, aðeins verkefni sem þurfti að vinna og það taldi Elsa, þessi kraftmikla kona, ekki eftir sér. Allt sem hún gerði virtist svo áreynslulaust. Ólíkt öðrum hót- elum var gisting, fæði og uppi- hald alltaf frítt. Ungur ferðaðist maður með rútunni frá Stykkishólmi til Reykjavíkur að heimsækja Elsu frænku og fjölskyldu. Móður minni þótti ekkert tiltökumál að setja einkasoninn einan í rútuna kornungan og senda til Elsu í Hlíðargerðið, þar sem oft var dvalið um lengri eða skemmri tíma. Hún vissi að Elsa myndi taka vel á móti syninum og gæta hans eins og um hennar eigin son væri að ræða. Þótt Elsa væri ekki skaplaus kona voru aldrei nein læti með boðum og bönnum. Reglurnar voru skýrar, auðskilj- anlegar, sanngjarnar og þeim var auðvelt að fylgja. Komu Elsu og Grétars í Hólminn fylgdi alltaf eftirvænt- ing. Með þessum samrýmdu heiðurshjónum fylgdu ferskir vindar, sjálfstraust, kraftur og gleði. Með þeim systrum móður minni og Elsu voru miklir kær- leikar. Þær voru góðir vinir þó að aldursmunurinn væri nokkur. Mömmu þótti alltaf gaman að fá systur sína í heimsókn. Þá gladd- ist amma ætíð jafnmikið þegar elsta dóttirin kom vestur. Það var því hátíð í bæ og ávallt fylgdi með eitthvert framandi góðgæti úr höfuðborginni handa unga fólkinu. Þegar framhaldsskólaganga mín hófst í Reykjavík, þótti ekki koma annað til greina en að búa í Hlíðargerði hjá Elsu. Þar varð maður sem fyrr eins og einn af fjölskyldunni. Fæði, þvotta og annað uppihald sá Elsa um af skörungsskap. Þegar kom að því að reiða fram greiðslu fyrir vet- urinn kom slíkt ekki til greina, frekar en forðum daga. Að leiðarlokum þakka ég fyrir allt það sem þessi heiðurskona veitti mér. Sem barni var það sjálfsagt og hluti af tilverunni. Á fullorðinsárum gerir maður sér betur grein fyrir hvað Elsa frænka hefur verið stór hluti af lífinu og allt sem hún gerði reynst gott veganesti á lífsleið- inni. H. Ágúst Jóhannesson. Elskulega Elsa varð 85 ára nær uppá dag. Elsa var okkur kær, sem og Gretar og börnin. Heimilið þeirra í Hlíðargerði 13 stóð öllum opið, þau voru ákaf- lega gestrisin og hjálpsöm. Og Elsa var ekki bara gestrisin og góð, heldur allsherjar reddari fyrir fólkið sitt í Hólminum. Hún vissi oft betur en sá sem var að biðja hana um að versla fyrir sig, hvað kom honum best. Pabbi hringdi stuttu fyrir ein jólin og bað hana að kaupa fyrir mömmu jólaseríu. Elsa spurði hvort það væri örugglega jólasería, jú pabbi var á því að jólaseríu vant- aði. Elsa vissi hins vegar að mamma átti mjög vandaða og góða kertaseríu og hringdi í mömmu. Það var alveg rétt hjá Elsu, mömmu vantaði ekki seríu heldur sherry í jólaísinn. Elsa var eldklár og ráðagóð og hefur kennt mér mikið. Og alltaf í góðu skapi. Ég var oft hjá Elsu og Grétari í Hlíðargerðinu, flest haust áður en skólinn byrj- aði þá var ég hjá henni í nokkra daga og við fórum í búðir og þá keypt skólaföt fyrir veturinn. Hún keypti líka oft fríhendis hér á Íslandi sem erlendis; ferming- arkápuna, skó og fleira, og allt passaði, fallegt og smekklegt. Heimili þeirra Gretars bar þess einnig vitni. Elsa var líka frábær hönnuður og óf stóra sem smá dúka og áklæði sem eru tímalaus hönnun, og vandað eftir því. Það var nú samt alltaf líf í tuskunum í Hliðargerði 13 og ég elskaði að vera þar, og sérstak- lega á meðan við bjuggum í Reykjavík, því ég beið í 5 ár eftir Gústa bróður og leiddist einni heima með mömmu. Ég var lyst- arlaus krakki en þegar ég var í Hlíðargerðinu þá stóð allt á botni enda allt vitlaust að gera í leikj- um og áflogum. Ristað frans- brauð með rabbabarasultu og smjöri var í uppáhaldi og alltaf nóg til, sama hvað við vorum mörg í drekkutímanum. Og aldr- ei heyrðist Elsa kvarta yfir gestagangi og önnum. Við Guðrún systir þökkum elskulegri móðursystur ást og umhyggju gegnum árin og send- um Gretari, börnum og fjöl- skyldum innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu elsku Elsu, Sigríður Hanna Jóhannesdóttir. Dagbjört Elsa Ágústsdóttir Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.