Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Stofnanirstjórn-málaflokks- ins Vinstri grænna hafa margsinnis ályktað um kaup erlends fyrirtækis, Magma, á helstu orkulindum á Suðurnesjum. Þær ályktanir voru skýrar. Flokkurinn, sem er stjórn- arflokkur, var andvígur því að hinn erlendi aðili kæmist yfir auðlindina. Þingflokkur Vinstri grænna virtist vilja vera trúr sam- þykktum annarra æðstu stofn- ana og fól formanni flokksins að sjá til þess að ótvíræðum ályktunum hans yrði fylgt eftir. Eftir það uggði þingflokkur VG ekki að sér, svo sem vonlegt er. Þarna hefði átt að vera svo vel fyrir séð að ekki yrði betur gert. Flokksformaðurinn gegndi jafnframt embætti fjármála- ráðherra og ljóst að án atbeina hans gengi málið ekki fram. En fjármálaráðherrann lék tveim skjöldum, rétt eins og í ESB- málum og Líbíumálum. Frétta- skýring Agnesar Bragadóttur í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sýnir hreint ótrúlega fram- göngu ráðherra ríkisstjórn- arinnar, tvískinnung þeirra, pukur og undirmál. Hún sýnir náin tengsl Össurar Skarphéð- inssonar við Geysir Green- forystuna, sem minnir á hlut Samfylkingar í hneykslis- málum af yfirstærð, REI- málum Orkuveitu Reykjavíkur. Og fréttaskýringin minnir einnig á þátt Katr- ínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra sem benti hinum erlenda aðila Magma á leið til að fara í kringum ís- lensk lög með málamyndagerningi, sem er ekki aðeins fráleitt heldur frá- gangssök. En fyrirferðarmestur er þáttur Steingríms J. Sigfús- sonar, sem lætur sér ekki nægja að fara kirfilega á bak við flokkssystkini sín og af- greiða mál sem eru viðkvæm, jafnvel heilög í þeirra augum, öll með öfugum formerkjum og vera í trúnaðar- og launung- arsamstarfi við hinn erlenda viðskiptamann um að gera allt þvert á ályktanir flokksins og þau orð sem formaðurinn sjálf- ur hafði viðhaft opinberlega. Og flokkssystkinin áttu ekki ein um sárt að binda, því sam- starfsflokkurinn og Suð- urnesin, þar sem Steingrímur hafði tekið þátt í sýndarfundi ríkisstjórnar um atvinnumál, fá heldur betur að finna til te- vatnsins. Því um leið og for- maður Vinstri grænna bruggar launráð með viðskiptajöfrinum Ross Beaty til að hafa sjón- armið eigin flokks að engu er hann að leggja sitt af mörkum við að kippa stoðunum undan fjárfestingarsamningi, sem ríkisstjórnin er annar aðilinn að, um tryggingu á raforku til álversuppbygginar á Reykja- nesi. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Fréttaskýring Agnesar Bragadótt- ur sýnir ótrúlega at- burðarás á bak við lokuð tjöld} Með ólíkindum Núverandiríkisstjórn- arflokkar voru mjög rannsókna- glaðir þegar þeir settust í ríkis- stjórn. Þeir virtust jafnvel telja að þeir gætu haft í hótunum um að láta rannsaka þetta og rannsaka hitt. Þeir hótuðu að láta rannsaka „Íraksstríðið“. Ekkert varð af því og nú sjá allir að nauðsyn- legra er að rannsaka Líbíu- stríðið, því það stríð valt bein- línis á atkvæði Íslands ólíkt hinu. Þeir hótuðu að láta rann- saka áratugar gamla einka- væðingu bankanna, sem þó hafði verið rannsökuð, en nú er öllum ljóst að höfuðnauðsyn er að láta rannsaka einkavæð- ingu Arion og Íslandsbanka, sem er öll hulin myrkri og hin furðulegasta. Furðulegheitin í kringum Sjóvá hljóta að þarfnast rann- sóknar, svo ekki sé talað um braskið með Sparisjóð Kefla- víkur og Sögu. Svona mætti lengi telja. En það rannsóknarefni sem virðist taka öllum hinum upplögðu rann- sóknarefnunum fram er hin ótrúlega framganga Stein- gríms J. Sigfússonar og raun- ar annarra ráðherra í Magma- málinu og eins með hvaða hætti menn hafa beitt brögð- um til að grafa undan fjárfest- ingarsamningum sem þeir sjálfir höfðu staðið að. Núverandi ríkisstjórn hefur virkjað aldagömul ákvæði um Landsdóm til að koma höggi á pólitískan andstæðing sinn. Það var óráð. En nú verður ekki aftur snúið. Framan- greindar rannsóknir eru for- sendur þess að Alþingi geti tekið upplýsta ákvörðun um það hvort ekki hafi skapast ríkuleg tilefni til að Lands- dómur láti þau mál til sín taka. Stjórnsýsla núver- andi ríkisstjórnar er í skötulíki og stenst ekki skoðun} Áður þörf en nú nauðsyn F ramtíð án ellimarka. Fram- úrstefnuleg formúla. Línur og hrukkur grynnka, húðin sléttist og æskuljóminn endurheimtist. Nýtt árangursríkt vopn í barátt- unni við ellina. Stinnir og sléttir. Snyrtivöru- auglýsingar lofa hrukkulausri og spegilsléttri framtíð, það eina sem þarf að gera er að kaupa krem í krús. Textinn í sumum þessara auglýsinga flokk- ast í besta falli undir skemmtilestur, eða hver brosir ekki út í annað við að lesa snilldarskrif á borð við: „Rafhlaðnar agnir breyta vatni í hópa orkubera sem hámarka hlutverk krems- ins.“ Líka má skemmta sér yfir þessari lesn- ingu: „Þegar Bio-Complex smýgur inn í húð- ina leysist Super-Extract úr læðingi.“ Svo eru það allar fræðilegu auglýsingarnar þar sem alls kyns tölfræðilegum upplýsingum er slegið upp. Til dæmis er í einni auglýsingu fullyrt að við notkun tiltekins krems grennist konur um allt að 2,5 sentimetra á fjórum vikum. Þetta er auðvelt að skilja, þarna er væntanlega bara notað málband. En ég skil ekki alveg hvaða mælikvarði er notaður þegar fullyrt er að um leið og tiltekið krem sé borið á húðina fari í gang 90% stinn- ingaráhrif og 76% mýkingaráhrif. Hvernig skyldi þetta eiginlega vera mælt? Það fýsir mig að fá að vita. Áhugaverðasta auglýsingin er samt sennilega þar sem því er lofað að sé krem eitt notað láti árangurinn ekki á sér standa: 60% minni hrukkur og 80% yngri ásýnd eftir aðeins eina klukkustund. Sé þessi formúla heimfærð á rúmlega fertuga konu, þ.e.a.s. að ásýnd hennar yngist um heil 80% eftir einn klukkutíma, þýðir það væntanlega að hún líti út eins og átta ára barn að 60 mínútum liðn- um. Þetta þykir mér einum of mikið af hinu góða og þori ekki fyrir mitt litla líf að prófa þetta. Þetta gæti jú virkað. Til að skilja sumar af þessum auglýsingum þyrfti að lágmarki að vera með doktorspróf í líftæknifræði: „Kremið myndar ljósbrotsáhrif þannig að hrukkurnar virðast grynnri, lífræn upptaka kollagens í húðinni margfaldar um- fang þess allt að níu sinnum þegar það bland- ast raka húðarinnar.“ Svo má líka fá krem þar sem „örsmáar einingar úr sjávarkollageni, sem eru líkastar agnarsmáum svömpum, þenjast út og sjá húðinni strax fyrir ótrúleg- um lyftandi áhrifum“. Þetta hljómar óhugnanlega. Ein allra fyndnasta snyrtivöruauglýsingin er samt lík- lega um „alhliða líkamsleiðréttandi kremið“, en það á að vinna stórvirki á hinni illræmdu appelsínuhúð. Annars á greinarhöfundur krem í dós sem heitir Anti- Gravity sem á, eins og nafnið bendir til, að vinna gegn þyngdaraflinu, því ólukkans afli, sem uppgötvaðist þegar epli féll á höfuð eðlisfræðingsins Isaacs Newtons þar sem hann lá á meltunni undir tré. Blessaður maðurinn helgaði ævi sína því að rannsaka þetta afl og nú einbeita snyrti- vöruframleiðendur sér að því að vinna gegn því. Skyldi þeim takast það? annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill 80% yngri á einni klukkustund STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is M eirihluti allsherjar- nefndar Alþingis leggur til að gerðar verði ýmsar breyt- ingar á frumvarpinu til upplýsingalaga í nefndaráliti og breytingartillögum við það. Meðal þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarpið er Blaðamannafélag Ís- lands, sem hefur talið það fjölga í reynd undanþágum frá upplýs- ingaskyldu hins opinbera, ekki síst ákvæði um að ekki verði veittur að- gangur að vinnugögnum. Meirihluti allsherjarnefndar kemur til móts við þessa gagnrýni og leggur til breytingar sem eiga að auka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum í stjórnsýslunni. Ná til fyrirtækja sem eru í 51% eigu hins opinbera eða meira Mjög skiptar skoðanir hafa verið um þá tillögu að upplýsingalögin nái framvegis líka til fyrirtækja og félaga sem eru í 75% eigu hins opinbera eða meira. Meirihluti nefndarinnar leggur nú til að þetta verði víkkað enn frekar og miðað við 51% eignarhlut. „Meiri hlutinn telur að þegar um fyrirtæki í opinberri eigu sé að ræða eigi upplýs- ingar um starfsemi þeirra að vera að- gengilegar fyrir almenning og leggur því til að gildissviðið verði miðað við lögaðila sem eru að 51% hluta í eigu hins opinbera. [...] Meiri hlutinn tekur fram að í þessu felist ekki sjálfkrafa að allar upplýsingar sem þessa lögaðila varða verði aðgengilegar almenningi,“ segir í nefndarálitinu. Þá er sá fyrirvari settur að vegna samkeppnishagsmuna verði heimilt að undanþiggja ýmsar upplýsingar að- gangsrétti almennings. Í frumvarpinu eins og það var upphaflega úr garði gert eru afar um- deild ákvæði, þar sem talin eru upp gögn sem verði áfram undanþegin upplýsingarétti almennings, m.a. vinnugögn sem skrifuð hafa verið við undirbúning ákvörðunar o.fl. BÍ gagn- rýndi þetta harðlega og taldi þarna allt of víðtæka heimild veitta til að loka inni vinnugögn. Meirihluti allsherjarnefndar leggur nú til að opnað verði á aðgang að þessum upplýsingum að tilteknum tíma liðnum. Verði breytingatillög- urnar lögfestar skal framvegis veita aðgang að fundargerðum ríkisráðs og ríkisstjórnar og minnisgreinum frá slíkum fundum að liðnu einu ári nema aðrar takmarkanir í lögum komi í veg fyrir það. Fram kemur í nefndarálitinu að ástæða sé til að ganga lengra á fleiri sviðum en gert er í frumvarpinu og lagt er til að veittur verði aðgangur að margvíslegum gögnum sem talin voru sérstaklega upp í 6. grein að ættu að vera undanþegin upplýsingarétti eins og áður segir. Meirihluti allsherjarnefndar vill að þessi aðgangur að gögnunum verði veittur að fjórum árum liðnum frá því að þau urðu til eða jafnskjótt og „ráð- stöfun er að fullu lokið“, eins og þar segir. Hér er m.a. um að ræða gögn sem útbúin hafa verið af sveitar- félögum vegna samskipta við ríkið um fjárhagsleg málefni þeirra. Bréfa- skriftir sem átt hafa sér stað við sér- fróða aðila til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort slíkt mál skuli höfðað. Ennfremur gögn sem ráð- herra aflar frá sérfróðum aðilum vegna undirbúnings lagafrumvarpa og loks á að fást aðgangur að vinnugögn- um, eins og fyrr segir, en þó ekki fyrr en að fjórum árum liðnum. Tekið er þó fram að aðrar tak- markanir í lögum geti hindrað aðgang að þessum gögnum og er þar vænt- anlega einkum átt við upplýsingar um viðkvæm einkamálefni. Morgunblaðið/Eggert Alþingi Allsherjarnefnd vill að frumvarpi til upplýsingalaga verði breytt til að auka aðgang almennings og fjölmiðla að gögnum í stjórnsýslunni. Vinnugögn verði aðgengileg eftir 4 ár Birta lista yfir öll mál » Í upphaflegu frumvarpi sagði að forsætisráðherra gæti sett fyrirmæli um birt- ingu gagna og upplýsinga stjórnvalda á vefsíðum þeirra. » Meiri hluti allsherjar- nefndar vill breyta þessu þannig að listi yfir öll mál og gögn sem skylt er að skrá í málaskrár opinberra aðila, uppruna þeirra og innihald, skuli vera almenningi aðgengi- legur. » Sá fyrirvari er þó hafður á að ekki megi vega að hags- munum sem njóta verndar 9. og 10. greinar um takmarkanir á upplýsingarétti ef um einka- málefni einstaklinga er að ræða eða vegna almannahags- muna, s.s. vegna öryggis ríkis- ins o.fl. » Í nefndarálitinu er því haldið fram að þessi breyting leggi mjög ríkar skyldur á stjórnvöld sem feli í sér gríðar- lega breytingu í framkvæmd. Því verði að gefa 6 mánaða að- lögunartíma að henni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.