Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 30
✝ Sveinn Tóm-asson fæddist í Bolafæti, Hruna- mannahreppi, 8. október 1913. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suðurlands 4. sept- ember 2011. Foreldrar hans voru Tómas Júlíus Þórðarson bóndi og söðlasmiður, f. 21. júlí 1876, d. 23. mars 1960, og Þóra Loftsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1885, d. 6. október 1970, bjuggu í Bolafæti og síð- ar á Grafarbakka í Hruna- mannahreppi. Systkini Sveins voru: Sigurður Loftur Tóm- asson, f. 16. september 1915, d. 21. október 2002, Þóra Tóm- asdóttir, f. 10. september 1917, d. 2. febrúar 2005, og Sigrún Tómasdóttir, f. 4. febrúar 1924. Eftirlifandi eiginkona Sveins er Sigrún Bjarnadóttir, f. 20. júní 1924, frá Skeiðflöt í Sand- gerði. Foreldrar hennar voru Bjarni Jónsson, f. 24. desember 1886, d. 3. október 1963, og Jónína Guðmundsdóttir, f. 20. febrúar 1886, d. 18. febrúar 1959, bjuggu á Skeiðflöt. Börn Sveins og Sigrúnar eru: 1) Bjarni, f. 9. apríl 1952. Börn holt, f. 5. janúar 1982. Maki Sigurður Sigurðarson, f. 25. júlí 1970. Börn þeirra eru Sara Líf og Sindri Lúðvík. Fyrir á Sigrún Skúla Möller. Sveinn ólst upp í Bolafæti og flutti síðar að Grafarbakka í Hrunamannahreppi með for- eldrum sínum. Hann starfaði sem ungur maður við bú for- eldra sinna auk þess sem hann vann sjálfstætt um tíma sem bifreiðastjóri. Sveinn og Sigrún byggðu íbúðarhús á Lax- árbakka og bjuggu þar tvö fyrstu búskaparárin. Árið 1954 byggðu þau íbúðarhús á Víði- völlum 5 á Selfossi og bjuggu þar allt til ársins 2009 er þau fluttu í Grænumörk 5. Sveinn starfaði sem bifreiðastjóri hjá Selfossbæ þar til hann lét af störfum sjötugur að aldri. Hann hafði mikinn áhuga á bif- reiðum og áttu þær hug hans allan sem og ferðalög innan- lands. Sveinn, Sigrún og börn þeirra ferðuðust mikið um landið, oft í samfloti með öðru skyldfólki. Hjónin áttu sum- arhús og sælureit í nálægð við heimahaga Sveins í Hruna- mannahreppi og dvöldu þau þar þegar tími gafst við gróð- ursetningu trjáa, en skógrækt var sameiginlegt áhugamál. Þar er nú kominn hinn mynd- arlegasti skógur sem afkom- endurnir njóta. Útför Sveins fer fram frá Selfosskirkju í dag, 9. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 15. hans eru a) Helgi Örn, f. 22. júlí 1971. Maki Ingunn Margrét Hall- grímsdóttir, f. 3. apríl 1973. Börn þeirra eru Jökull Þorri, Urður Birta og Breki Hrafn. b) Sigrún, f. 29. októ- ber 1988. Unnusti Andri Haraldsson, f. 8. mars 1986 c) Andri Már, f. 9. ágúst 1996. 2) Júlíus Þór Sveinsson, f. 28. jan- úar 1954. Maki Elín Gísladóttir, f. 6. júní 1956. Börn þeirra eru a) Sveinn Rúnar, f. 31. maí 1979. Sambýliskona Guðlaug Jóna Sigurjónsdóttir, f. 15. mars 1982. Börn þeirra eru El- ísabet Elín og Eyvör Daníela. Fyrir á Guðlaug Jóna Elvu Rós. b) Valgerður, f. 24. september 1980. Maki Jón Örvar Bjarna- son, f. 16. janúar 1973. Börn þeirra eru Júlía Birna og Vikt- or Kári (látinn). 3) Elsa Jóna, f. 15. maí 1958. Maki Guðmundur Kristján Kristinsson, f. 11. nóv- ember 1960. Börn Elsu Jónu og Guðmundar Kristjáns eru a) Anna Kristín, f. 16. nóvember 1991, b) Hrafnhildur f. 6. nóv- ember 1996. Fyrir á Elsa Jóna c) Sigrúnu Bergsdóttur Sand- Elskulegur faðir minn hefur nú kvatt þennan heim eftir stutta en erfiða sjúkralegu, vonandi er hann nú kominn á betri stað þar sem sjúkdómar og aðrir erfiðleikar steðja ekki að fólki. Þrátt fyrir háan aldur, var hann þannig byggður að fáum gat til hugar komið að hann væri orðinn svona fullorð- inn. Hann hafði allt til að bera sem góðan mann prýðir og má þá sérstaklega nefna sérlega gott lundarfar, samviskusemi, traust og hlýlegt viðmót. Hvíl í friði. Kveðja frá dóttur. Elsa Jóna Sveinsdóttir. Enn hefur fallið bjarg úr stuðlabergi því sem tilvist okk- ar stendur á. Síðastliðinn sunnudag kvaddi tengdafaðir minn Sveinn Tóm- asson þennan heim eftir stutta sjúkralegu, tæplega 98 ára. Þá rúma tvo áratugi sem leiðir okkar lágu saman var hann hraustur og með minni sem við yngri getum vart státað af. Hann gat t.d. þulið upp kenni- leiti og staðarheiti um mestallt Suðurland og jafnvel nöfn nú- verandi og fyrrverandi ábúenda og að auki ferðast í huganum um landið, sem hann fór mikið um hér áður fyrr með fjöl- skyldu sinni, og þekkt sig á hverjum stað. Hálendinu var hann vel kunnugur enda fór hann þar um ungur við smölun með „feit- an bita í nesti“ eins og hann sagði sjálfur. Já hann Sveinn þekkti landið sitt og umhverfi mjög vel og kunni að spá í skýjafar og vinda svo vel að bestu veðurfræðingar blikna í samanburði. Hann spjallaði oft um lands- mál og pólitík og hafði gaman af en átti það einnig til að stríða viðmælendum, sérlega ef þeir voru nú ekki á sömu buxunum í pólitíkinni. Hann hafði óbilandi áhuga á bílum enda sagðist hann muna eftir því er fyrsti bíllinn kom í sveitina í Hruna- mannahrepp og heillaðist af græjunni. Hann ók vöru- og mjólkurbílum um Suðurland, meðal annars á eigin vörubíl og vílaði ekki fyrir sér að hand- moka á hann ef þörf var á. Hann byggði húsið sitt á Víði- völlum 5 mikið til sjálfur en þangað fór hann ofan úr Hrepp eftir vinnu, gróf grunninn og byggði upp og þekkti því hvern krók og kima. Já hann var ólat- ur til verka og í uppeldinu hef- ur Sveinn fengið góða tilsögn í smíðum, bæði á járn og tré, hjá föður sínum sem var söðlasmið- ur því mjög var hann handlag- inn. Það sást einnig á þeim ófáu bílum sem hann keypti um æv- ina að þeir fóru betri frá honum en hann tók við þeim. Minn- isstæð er ökuferð þar sem ég átti að hlusta eftir óhljóði sem hann taldi sig heyra í milli- kassa, en ég heyrði ekkert þótt mín eyru væru áratugum yngri. Hann var nú samt svo viss að hann fór á verkstæði og viti menn, ein legan var númeri of lítil frá framleiðanda og ekkert óhljóð heyrðist eftir það. Dag einn, nýorðinn 95 ára, var hann mjög sposkur á svip er við kom- um í heimsókn. Hann hafði skroppið út á bílasölu og keypt sér nýlegan jeppling sem hann ók fram yfir 96 ára aldur, geri aðrir betur. Ekki er hægt að minnast Sveins án þess að nefna Sig- rúnu Bjarnadóttur konu hans sem verið hefur hans stoð og stytta í gegnum veikindin og alla tíð staðið sína plikt með sóma. Samverustundirnar með þeim uppi í sumarbústað voru margar og góðar og sitjum við hér eftir með fullt af minning- um. Bústaður þessi var þó í fyrstu hugsaður sem „aðstaða fyrir skógrækt“ eins og hann skrifaði á skilti og setti þar upp og þaðan ræktuðu þau saman landið sitt með trjám sem Sig- rún kom til heima og njótum við nú verka þeirra um ókomna framtíð. Ég er viss um það Svenni minn að nú ferðastu um grænar grundir, dali og fjöll á fráum fák með gott nesti í góðra manna fylgd. Ég þakka þér kærlega fyrir samferðina. Ég votta Sigrúnu og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guðmundur Kristján Kristinsson. Ein fyrsta minning mín um afa er þegar hann lék við mig og bróður minn í stofunni á Víðivöllunum. Leikinn kölluðum við „Gull í tá“ og var þannig að afi setti pappírsmiða (gullið) undir stórutána á sér og lék sjálfur Tröllið sem átti gullið. Okkar hlutverk var að reyna að stela gullinu án þess að tröllið næði okkur. Það tókst stundum en stundum náði tröllið okkur og þá var „illt“ í efni. Það var mikið hlegið og skríkt í þessum leik og við systkinin urðum seint leið á honum. Með þessa minningu í hjarta mínu ásamt mörgum öðrum, kveð ég þig, elsku afi minn, og þakka þér um leið fyrir allar samverustundir okkar í lífinu. Valgerður. Ég man þegar afi minn not- aði fimmtán mínútur til að segja mér frá því þegar bifvéla- virkinn forskrúfaði tappann í ol- íupönnunni á bílnum hans. Hann talaði líka um hversu mikilvægt það væri að skipta um olíu á 5000 kílómetra fresti þótt að bílaumboðið segði ann- að. „Ohhh,“ sagði hann þegar ég mótmælti, „Bjarni sagði það sama,“ tautaði hann. Einnig man ég þegar ég fékk vinnu við að keyra vörubíl í vegavinnu: „Núna ertu kominn í alvöru vinnu,“ sagði hann. Hann afi minn hafði mikið vit á bílum og gat hann eytt fleiri stundum í að spjalla um nýja og gamla bíla og allt sem tengdist bílum. Þetta eru nokkrar af þeim fjölmörgu góðu minning- um sem ég hef um hann afa minn. Ég mun sakna þess að hlusta á fróðleik þinn bæði um bíla og stjórnmál, þótt að mér hafi oft fundist fróðleikurinn gamaldags. Sveinn Rúnar. Elsku besti afi minn, mikið á ég eftir að sakna þín mikið. Hugsa með hlýju til allra góðu minninganna á Víðivöllunum. Öll jólin sem ég kom og var á jóladag hjá ykkur ömmu, það á eftir að vera tómlegt án þín. Þegar ég var lítil var ekkert skemmtilegra en að fara með þér í bílskúrinn að skoða verk- færin og allt merkilega dótið þar, að mér fannst. Þú varst alltaf svo hress og sagðir manni allar sögurnar frá því í gamla daga eins og það hefði gerst í gær. Þegar ég var orðin eldri og kom á Selfoss þá varst þú alltaf komin út á hlað að tékka á bíln- um hjá mér, tékka hvort allt væri ekki í lagi, olían, hvað væri búið að keyra hann mikið núna og svona, enda mesti bílakall sem ég veit um. Þú vildir alltaf fá að vita hvar Siggi væri búinn að vera að veiða núna og sagðir okkur alltaf frá þeim stöðum sem þú varst búinn að fara og veiða á þegar að þú varst yngri. Mér finnst svo óraunverulegt að þú sért farinn frá okkur, finnst þú hafa verið svo ungur alltaf og ekki átt að fara næst- um því strax. Guð veri hjá ömmu á þessum erfiðu tímum. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Sigrún Bergsdóttir Sandholt. Elsku afi minn, það er sárt að kveðja manneskju eins og þig, þig sem hefur tekið þátt í lífi mínu frá því ég fæddist. Alltaf fannst mér gott að koma til ykkar ömmu á Víðivellina, þar var tekið á móti manni með svo mikilli ást og hlýju. Þegar ég var lítil stelpa kom ég oft með flugi frá Vestmanneyjum til að fara í heimsókn til þín og ömmu, og þá komst þú alltaf og náðir í mig á völlinn. Aldrei leiddist mér dvölin á Víðivöll- unum þó svo að ég hafi oft verið eina barnið í heimsókn. Þar var ýmislegt að gera svo sem að „hjálpa“ til í garðinum eða fylgjast með í skúrnum þínum sem var mér eins og fjársjóðs- hellir. Eftir að ég flutti í Hafnar- fjörðinn og var orðin fullorðin kíkti ég stundum í heimsókn á bílnum mínum og áður en ég hélt heim á leið í Hafnarfjörð- inn þá kíktir þú á olíuna á bíln- um svo hún væri örugglega í lagi og eitt sinn lést þú mig fá vasaljós. Ég spurði þig hvað ég ætti að gera við ljósið og svar- aðir þú að myrkrið gæti verið ansi mikill óvinur ef eitthvað kæmi uppá. Þessi orð þín mun ég ávallt hafa mér til leiðsagn- ar. Elskulegi afi minn, takk fyrir allar þær góðu stundir sem við höfum átt saman, ég mun ávallt sakna þín. Þín afastelpa Sigrún Bjarnadóttir. Nú ertu farinn frá okkur, elsku afi. Það var alltaf skemmtilegt að koma til ykkar ömmu á Selfoss. Þegar við vor- um litlar lékum við okkur í garðinum í rólunni sem þú sett- ir upp og stundum dansaðir þú með okkur á tánum þínum. Við minnumst þín með gleði í hjarta. Hvíldu í friði, Anna Kristín og Hrafnhildur. Sveinn Tómasson var sönnun þess að bíladella er ólæknandi. Svenni fæddist á Bolafæti í Hrunamannahreppi fyrir nærri 98 árum og ólst upp í hópi fjög- urra systkina. Þessu ágæta bæjarnafni var síðar breytt í Bjarg. Skólaskylda var aðeins fjórir vetur þegar Svenni var að alast upp og gekk hann fyrst í farskóla en náði einum vetri í nýstofnuðum Flúðaskóla. Móðir mín talaði oft um það hversu gott hann hefði átt með að læra og þá sérstaklega stærðfræði. Þegar Svenni flutti að Graf- arbakka í sömu sveit með fjöl- skyldu sinni árið 1935 var véla- öldin að ganga í garð í íslenskum landbúnaði. Svenni varð eins og margir bændasynir á þessum tíma sjálflærður bif- vélavirki og vélar og tæki léku alla tíð í höndum hans. Gamla smiðjan á Grafarbakka var hans heimavöllur. Það var mikið gæfuspor fyrir Svenna þegar hann gekk að eiga Sigrúnu Bjarnadóttur úr Sandgerði, sem komið hafði sem kaupakona í sveitina. Þau reistu sér fljótlega hús á Lax- árbakka. Svenni hafði alla tíð stutt for- eldra sína við hefðbundin land- búnaðarstörf en bílar og vélar áttu þó hug hans allan. Hann átti á þessum árum þriggja tonna vörubíl sem hann notaði m.a. í vegavinnu. Sú vinna hef- ur ekki verið auðveld því ekki var hægt að sturta af pallinum heldur þurfti að moka mölinni á pallinn og af honum. Árið 1955 fluttu Sigrún og Svenni með synina Bjarna og Júlíus í vax- andi þorp við Ölfusárbrú og reistu sér hús á Víðivöllum 5. Þar bættist Elsa í barnahópinn. Eftir það starfaði Sveinn sem atvinnubílstjóri en lengst af ók hann vörubifreið hjá Selfossbæ. Víðivellir 5 urðu griðastaður fyrir frændfólkið úr Hreppun- um, áningarstaður í kaupstað- arferðum, gistiheimili fyrir skólakrakka á vetrum og jafn- vel fæðingarheimili ef svo bar undir. Fallegra og snyrtilegra heimili var vandfundið og þau hjónin samhent. Blómskrúð og grænmeti í fallegum garði og jafnvel í bílskúrnum hjá Svenna var allt í röð og reglu og bíllinn nýbónaður. Vel var gert við líkama og sál á Víðivöllunum hvenær sólar- hringsins sem gesti bar að garði. Oft var tekist á um þjóð- félagsmál sem Svenni hafði mikinn áhuga á, enda lengst af gallharður sjálfstæðismaður. Enn líflegri varð umræðan þeg- ar talið barst að bílum. Þar var Svenni alla tíð á heimavelli, enda átti hann sjálfur ávallt góða bíla, fór vel með þá og skipti oft um. Reyndar stóð hann sjálfur í farsælum bíla- viðskiptum fram á síðustu ár og ók eins og herforingi um allar jarðir fram til 96 ára aldurs. Geri aðrir betur. Þau Sigrún höfðu yndi af ferðalögum og ferðuðust alla tíð mikið vítt og breitt um landið, oft í samfloti við frændfólkið úr Sandgerði og Hreppunum. Án- ingarstaðir voru þá gjarnan hjá frændfólki Sigrúnar en Svenni hafði ávallt miklar mætur á mágafólki sínu og mikil og góð samskipti við það sómafólk. Svenni var lengst af heilsu- hraustur, andlega jafnt sem lík- amlega. Þegar Svenni var orð- inn 92 ára stóð ég hann eitt sinn að verki uppi í háum stiga við að laga múrhúðina utan á húsinu sínu. Nú er langri og farsælli ævi mikils sómamanns lokið. Ég kveð Svenna frænda með miklum söknuði. Sigurður Tómas Magnússon. Fóstri minn og vinur Sveinn Tómasson er látinn, fæddur 8. okt. 1913, næstum 98 ára. Hann var mikill gæðamaður og veit ég að allir geta þar um borið sem til þekktu og þegar saman kom kona hans og móð- ursystir mín varð til hið full- komna heimili, alltaf opið öllum og allir velkomnir. Alltaf. Einnig eignaðist ég góða vini í börnum hans þremur, þeim Bjarna, Júlíusi Þór og Elsu Jónu sem hafa verið mér nánast sem hálfsystkini. Margs er að minnast úr ferð- um okkar um landið saman á misflottum jeppum, að okkur fannst og minnisstætt er mér þegar tófa gaggaði nánast við tjaldskörina hjá okkur við Ís- ólfsvatn í Bárðardal. Á námsárum mínum á Sel- fossi naut ég þeirrar gæfu að eiga þar annað heimili, sem aldrei gleymist. Sveinn var afar vel skapi far- inn, vinsamlegur og virkilegur vinur. Hann var búinn þeim kosti að vera með bíladellu nánast til síðasta dags og féll það ekki illa að hugðarefnum mínum, hvorki á yngri árum né síðar, við átt- um oft tal saman um bíla og stundum um pólitík. Á seinni árum höfðum við það fyrir sið að fá okkur koníak rétt fyrir jólin og hann hafði á orði nú síðast að þetta mætti nú vera oftar en einu sinni á ári en nú er það of seint í þessu lífi og mun ég sakna þess. Svenni eins og hann var allt- af kallaður var gæfumaður allt sitt líf og byggði sér tvö íbúðar- hús nánast með berum hönd- unum, annað á Flúðum og hitt á Selfossi og ávallt var samheldni þeirra hjóna mikil og gæfurík. Svenni minn, ég vona að þú sért núna kominn í Sumarland- ið og sért með fallegan bíl sem þú getur pússað meðan þú bíð- ur eftir okkur hinum. Sigrún frænka og börn, hafið mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Úlfar Harðarson. Sveinn Tómasson 30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Okkur langar að minnast og þakka samfylgdina með Jóni Trausta Kárasyni. Jón hittum við þegar við mættum á fyrsta fund okkar hjá AKÓGES í Reykjavík. Náið samstarf efldist með hverju ári Jón Trausti Kárason ✝ Jón TraustiKárason fædd- ist í Presthúsum í Vestmannaeyjum 9. febrúar 1920. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 24. ágúst 2011. Jón Trausti var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 1. september 2011. og eftir að bygg- ingu AKÓGES-sal- ar í Brautarholti lauk hafði myndast ákveðinn kjarni manna sem Jón hélt utan um. Þessi hópur spilaði brids einu sinni í viku yf- ir vetrarmánuðina, fór í þrjár eða fjór- ar veiðiferðir á sumri, að Apavatni um páska, Akógesferðir og að ógleymdum ferðum í Vaglaskóg, Kollafjörð, Steingrímsfjörð, Sel- vallarvatn og Vestmannaeyjar. Við áttum ógleymanlegar stundir með þeim hjónum Jóni og Bjarghildi á okkar ferðalög- um. Allvíða var stoppað og voru þau óspör á allan fróðleik um menn og málefni, svo og sögu lands og þjóðar, enda unnu þau landinu og gengu um það með virðingu. Jón var eðalkrati, mannvinur, mikill félagsmálamaður, rétt- sýnn, góður sögumaður og hrókur alls fagnaðar. Fáir hafa sungið með þvílíkri innlifun Manstu okkar fyrsta fund, Hríseyjar-Mörtu, svo og Föru- mannaljóð, sem var hans spari. Við gætum vel trúað að hann rauli það nú á þeim vegi þar sem hann er nú staddur, það gerði hann gjarnan þegar komið var á ókunnar slóðir. Borin er fram besta kveðja frá AKÓGES í Reykjavík. Við viljum þakka Jóni Trausta samfylgdina um leið og við flytjum Bjarghildi og af- komendum þeirra samúðar- kveðjur. Hittumst síðar! Ástþór, Klemens, Lilja, Hjálmar og Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.