Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 KÓPAVOGUR Stærð eignarhl. Nýbýlavegur 2 3118,4 m2 Nýbýlavegur 4 2756,8 m2 Nýbýlavegur 6 1930,2 m2 Nýbýlavegur 8 2405,2 m2 Auðbrekka 3-5 629,0 m2 Auðbrekka 17 310,5 m2 Auðbrekka 19 342,6 m2 Smiðjuvegur 68-70 1421,9 m2 Smiðjuvegur 72 293,8 m2 Vesturvör 30a 1725,1 m2 Skemmuvegur 16 320,0 m2 REYKJANESBÆR Stærð eignarhl. Njarðarbraut 11a 248,7 m2 Njarðarbraut 17 670,3 m2 Njarðarbraut 19 420,7 m2 Fitjabraut 12 930,1 m2 SELFOSS Stærð eignarhl. Fossnes 14 1605,6 m2 Austurvegur 60 lóð Eyrarvegur 33 1345,7 m2 AKUREYRI Stærð eignarhl. Baldursnes 1 1301,5 m2 Draupnisgata 8 85,2 m2 Eignir þrotabús til sölu Skiptastjóri þrotabús Bergeyjar fasteignafélags óskar eftir tilboði í neðangreindar fasteignir eða eignarhluta. Hægt er að gera tilboð í eignirnar í einu lagi, stakar eða ákveðnar eignir saman. Skiptastjóri áskilur sér rétt til að meta tilboð og hafna öllum tilboðum. Krafa er gerð um fjárhagsupplýsingar tilboðsgjafa. Áhugasamir hafi samband við skiptastjóra, Jón Ármann Guðjónsson hdl., í síma 588-3000 / 895-0646 eða með tölvupósti jon@logborg.is fyrir 20. september 2011. STUTTAR FRÉTTIR ● Bandaríska fjölmiðlasamsteypan Turner, sem meðal annars rekur sjón- varpsstöðvarnar CNN, TNT, TCM og Cartoon Network, hefur keypt íslenska framleiðslufyrirtækið Latabæ. Fyrirtækið hyggst tefla Latabæ fram sem sínu helsta trompi á markaði fyrir yngstu áhorfendurna. Latabæjarheimur á netinu, alþjóðleg fata- og leik- fangalína, allt er þetta á meðal þess sem er á teikniborði Turner. Magnús Scheving verður forstjóri yfir Latabæ hjá Turner og mun áfram leika aðalhlutverkið í þáttunum. Fram- leiðsla nýrra þátta hefst á Íslandi í byrj- un næsta árs. Fjárfesting Turner nemur ríflega tveimur og hálfum milljarði króna og mun skapa hátt í hundrað ný störf í íslenskum kvikmyndaiðnaði. Turner kaupir Latabæ Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Verg landsframleiðsla minnkaði um 2,8% að raungildi á öðrum fjórðungi ársins, miðað við þann fyrsta. Þetta kom fram í frétt frá Hagstofunni í gær. Einnig leiddu endurskoðaðar tölur Hagstofunnar í ljós að sam- drátturinn á árinu 2010 nam 4%, en ekki 3,5% eins og fyrri tölur höfðu gefið til kynna. Eins og sést á meðfylgjandi skýr- ingarmynd hefur verg landsfram- leiðsla því minnkað um 6% frá fyrsta ársfjórðungi 2009, fyrsta fjórðungi eftir bankahrun. Hún fór stöðugt sígandi fram að þriðja árs- fjórðungi 2010, þegar hún náði lág- marki á tímabilinu og hafði þá minnkað um 7,8%. Fram að fyrsta fjórðungi á þessu ári jókst hún jafnt og þétt, þar til nú að hún minnkar sem fyrr segir um 2,8%. Meðaltals- hagvöxtur hjá ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, á þessum tíma er í kringum 1,8%. Fjárfesting ekki aukist Á meðfylgjandi mynd má einnig sjá þróun fjárfestingar – fjármuna- myndunar – frá því fyrir hrun, en fjárfesting er sem kunnugt er und- irstaða hagvaxtar í framtíðinni. Á árinu 2008 var hún í kringum 110 milljarða króna á hverjum fjórðungi og hrundi svo, eins og gefur að skilja, á fyrsta fjórðungi eftir bankahrunið, niður í 45 milljarða. Síðan þá hefur hún dansað um og yfir 50 milljörðum króna á fjórðungi og á því langt í land með að ná fyrri styrk. 2,5% vöxtur á fyrri helmingi Á fyrri árshelmingi nam hagvöxt- ur 2,5%, miðað við sama tímabil árið áður. Einkaneysla jókst um 3,1%, Samneysla um 0,2%, fjármuna- myndun um 2,2%. Saman mynda þessir liðir þjóðarútgjöld og jukust þau um 5%. Útflutningur vöru og þjónustu minnkaði hins vegar um 0,5% og innflutningur jókst um 3,7% og því var aukning landsframleiðslu minni en þjóðarútgjalda. Landsframleiðsla minnkar um 2,8% á öðrum fjórðungi  Samdrátturinn frá fyrsta fjórðungi 2009 nemur 6%  4% samdráttur 2010 Fjármunamyndun 120 100 80 60 40 20 0 100 90 80 70 60 Árstíðaleiðrétt verg landsframleiðsla ma. kr. á verðlagi 2. fjórðungs 2011 1. ársfjórðungur 2009: 100Heimild: Hagstofa Íslands. Heimild: Hagstofa Íslands. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 3. 4. 1. 2. 2008 2009 2010 2011 1. 2. 3. 4. 2009 1. 2. 3. 4. 2010 1. 2. 2011 11 6 10 9 11 3 10 4 45 57 5 8 69 50 5 3 50 55 49 53 10 0, 0 98 ,4 97 ,1 95 ,4 93 ,9 92 ,2 93 ,7 94 ,9 69 ,7 94 ,0 Arion banki vill koma á fram- færi, í tilefni fréttar í Við- skiptablaði Morgunblaðsins í gær um nei- kvætt sjóð- streymi bank- ans á öðrum fjórðungi ársins, að tvennt verði að hafa í huga þegar það sé skoðað. Í fyrsta lagi hafi bankinn reynt að ávaxta laust fé sitt með kaupum á skuldabréfum, ríkisins og fyr- irtækja, í stað þess að láta inn- greitt laust fé liggja á bankareikn- ingum. Af þeim sökum hækki skuldabréfaeign úr 120 milljörðum króna í 141 milljarð á tímabilinu. Ef hann hefði ekki gert þetta hefði jákvæð stærð frá rekstri verið 10- 15 milljarðar. Í öðru lagi vill bankinn árétta að lausafjárhlutfall hans í lok annars fjórðungs var 35%, en um áramótin var það 25%. ivarpall@mbl.is Skulda- bréfakaup skýra sjóð- streymið Seðlabanki Evrópu er tilbúinn til að tryggja bönkum á evru- svæðinu þá greiðslugetu sem þeir þurfa, að sögn Jean-Claude Trichet seðlabankastjóra. „Við erum tilbúnir ... við er- um mjög áhugasamir um að veita greiðslugetu,“ sagði Tric- het á fréttamannafundi sem bankinn hélt eftir að tilkynnt var um óbreytta stýrivexti upp á 1,5%. Tryggir „greiðslugetu“                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-+. +./-01 ++2-0/ 3+-4+ 3+-/,3 +.-522 +//-31 +-10 +.3-. +2+-4+ ++,-1, +.1-/0 ++4-34 3+-441 3+-1+, +.-++0 +//-2+ +-1011 +./-/1 +23-+2 3+.-5,+, ++,-43 +.1-.1 ++4-2+ 3+-./. 3+-14. +.-+43 +//-0. +-10.. +./-.. +23-2+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.