Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 9. S E P T E M B E R 2 0 1 1  Stofnað 1913  211. tölublað  99. árgangur  létt&laggott BÖRN OG UPPELDI LEIKFÖNGIN, LEIKSKÓLARNIR, SKEMMTILEGU UMMÆLIN OG FLEIRA Í 32 SÍÐNA AUKABLAÐI Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í drögum að viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sveitarstjórna á Suðurnesjum og HS Orku frá því í apríl 2011 um fyrirhugaðar breytingar á nýting- arrétti HS Orku á jarðhita á Reykjanessvæðinu kemur fram að megintilgangur breytinganna er að stytta leigutímann. Þetta kemur fram í þeim gögnum sem fjármála- ráðuneytið tók saman og varða m.a. samskipti stjórnvalda við Magma, HS Orku og Norðurál. Forsvarsmenn Norðuráls telja, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins, að ef niðurstaðan verð- ur sú að stytta leigutíma jarðvarmans á Reykja- nesi úr 65 árum í 30 til 35 ár, eins og er markmið stjórnvalda, samkvæmt ofangreindum gögnum, feli það í sér mun lakari arðsemi fyrir álverið í Helguvík. Samkvæmt samningum sem gerðir voru á sínum tíma á milli HS Orku og Norðuráls, vegna fyr- irhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík, tók HS Orka að sér að leiða orkuöflun fyrir álverið og útvega 350 megawött. Ágreiningur er á milli HS Orku og Norðuráls um efndir þeirra samninga og þar við sögu kemur einnig Orkuveita Reykjavíkur. Búist er við að gerðardómur með heimilisfesti í Svíþjóð úrskurði í þeim ágreiningi fyrir næstu mánaðamót. Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram að strax í apríl 2010 sendi Ásgeir Margeirs- son, fyrir hönd Magma Energy Sweden A.B., drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu iðnaðarráðuneyt- isins og Magma Energy Sweden A.B. til ráðuneyt- isins þar sem m.a. sagði: „Aðilar munu … kanna til þrautar hvort hægt sé að breyta núverandi leigu- samningum, þannig að samningar verði í samræmi við ætlun ríkisstjórnarinnar.“ Áhersla á styttri leigutíma  Drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu iðnaðarráðuneytisins og Magma Energy Sweden samin af Magma  Styttri leigutími dregur úr arðsemi álvers í Helguvík MKnúið á um styttingu leigutíma »16-17 Íslenska barnamyndin Algjör Sveppi og töfra- skápurinn var frumsýnd í gærkvöldi að við- stöddu fjölmenni. Er það þriðja myndin um Sveppa og félaga en hinar tvær heita Leitin að Villa og Dularfulla hótelherbergið. Aðalleikurum myndarinnar, Sveppa, Villa og Góa, var vel fagnað af ungum aðdáendum þegar þeir mættu hressir með strætisvagni á frumsýn- inguna í Sambíóinu Egilshöll. »40 Morgunblaðið/Eggert Sveppi, Villi og Gói í strætó á frumsýningu Steve Coppell, fyrrverandi knattspyrnu- stjóri Reading og leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á ár- um áður, hefur mikinn áhuga á að taka við starfi landsliðsþjálfara Íslands í knatt- spyrnu karla. Hann hefur komið boðum til KSÍ um áhuga sinn samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins og má búast við að rætt verði við hann áður en langt um líður. Sem kunnugt er stýrir Ólafur Jóhannesson íslenska landsliðinu í síðasta sinn í leiknum gegn Portú- gölum í undankeppni EM í Lissa- bon í næsta mánuði og er leit þeg- ar hafin að eftirmanni hans. Svíinn Lars Lägerback hefur ver- ið orðaður við starfið sem og Írinn Roy Keane. » Íþróttir Coppell vill stýra landsliðinu Steve Coppell  Hefur komið boðum til KSÍ um áhuga sinn  Öll tilskilin leyfi til byggingar Þor- láksbúðar í Skálholti liggja fyrir, að sögn talsmanns Þorláksbúðarfélags- ins, þingmannsins Árna Johnsen. „Þetta var allt formlega samþykkt og fengust leyfi fyrir öllum fram- kvæmdum frá réttum aðilum. Það er verið að smíða á fullu og gengur bara vel. Það má alltaf reikna með skiptum skoðunum, það er bara eðli- legt, en allt þetta mál hefur verið í eðlilegum farvegi,“ segir Árni. Fram hefur komið gagnrýni á fram- kvæmdina sem þykir m.a. vera til óþurftar og smekklaus en Þorláks- búð á að standa við hlið Skálholts- kirkju. Árni segir Sigurð heitinn Sigurðarson, vígslubiskup í Skál- holti, hafa verið forvígismann þess að Þorláksbúðarfélagið var stofnað. Endurbyggða Þorláksbúð á að nýta undir kirkjulegar athafnir og aðrar samkomur. »6 Endurgerð Þorláksbúðar í Skálholti er um- deild en öll leyfi til byggingar liggja fyrir Þorláksbúð Nýbyggingin verður við hlið Skálholtskirkju. Steingrímur J. Sigfússon segir að aldrei hafi staðið til og engin tilraun verið til þess gerð að hafa áhrif á við hverja HS orka myndi semja um orku- kaup. Hann hafi á hinn bóginn rætt um áhuga á að tryggja hér fjöl- breytni í atvinnulífinu og að það væri kostur ef fleiri aðilar gætu nýtt sér orkuna. Þá hafi hann rætt við forstjóra Magma Energy um að Magma myndi aldrei ásælast meira en 50% í HS orku en ekkert sam- komulag hefði náðst um það. »13 Reyndi ekki að hafa áhrif á sölusamninga Steingrímur J. Sigfússon  Tímabært er að endurskoða lög um kaup erlendra aðila utan EES á fasteignum hér á landi. Sú heimild sem innanríkisráðherra hefur til að víkja frá lögunum er óheppilega víðtæk. Þetta kom fram á fundi Lögfræðingafélags Íslands í gær. Þar kom fram að það væri áhyggjuefni hversu sinnulaust ís- lenska ríkið væri um jarðeignir sín- ar. Ennfremur kom fram að mik- ilvægt væri að greina á milli þess sem fælist í inntaki eignarráða eig- anda annars vegar og svo þeirrar grundvallarspurningar hvort út- lendingar ættu að geta keypt fast- eignir hér. »4 Undanþáguheimild óheppilega víðtæk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.