Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Að frumkvæði hverfisráðs Árbæj- ar, hverfisráðs Breiðholts og Orku- veitu Reykjavíkur verður efnt til íbúasamráðsfundar um Elliðaárdal- inn laugardaginn 10. september í félagsheimili OR í Elliðaárdal kl. 11:00. Fundurinn er kynntur undir yfirskriftinni „Síðasti dalurinn í bænum“. Netspor mun hafa umsjón með fundinum sem verður í formi svo- kallaðs heimskaffis sem byggist meðal annars á virkri þátttöku fundarmanna. Morgunblaðið/Eggert Dalurinn Lífið í Elliðaárdal er litskrúðugt. „Síðasti dalurinn í bænum“ Fjölskylduhjálp Íslands á Reykja- nesi hefur flutt í stærra og betra húsnæði í Grófinni 10 C þar í bæ. Húsnæðið, sem tekið hefur verið á leigu, er 150 fm að stærð og aðbún- aður er hinn besti að mati tals- manna Fjölskylduhjálparinnar. Út- hlutunin er á fimmtudögum frá kl. 16 til 18. „Það voru góðir menn sem lánuðu okkur endurgjaldslaust hús- næði í tíu mánuði í Hafnargötu 29 á Reykjanesi og gerðu okkur þar með kleift að opna Fjölskylduhjálp Íslands fyrir Suðurnesin,“ segir í tilkynningu. Þetta voru Steinþór Jónsson, Sverrir Sverrisson og Brynjar Steinarsson, eigendur eignarhlaldsfélagsins Gullmolans. Fjölskylduhjálp flutt í nýtt húsnæði Jón Gnarr, borgarstjóri Reykjavík- ur, hefur opnað nýja vefsíðu fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO á vefslóðinni www.bok- menntaborgin.is. Á vefsíðunni er að finna upplýs- ingar um bókmenntalífið í Reykja- vík. Þar má m.a. nálgast umsókn borgarinnar til UNESCO, nýjar bókmenntagöngur í rafrænu formi og taka þátt í að færa borgina í orð í verkefninu OrðUm Reykjavík. Bókmenntaborgin Helgi Skúli Kjartansson, prófessor við Kennaradeild Háskóla Íslands, fer fyrir göngu um slóðir menntunar og fræðslu í höf- uðborginni á morgun. Gangan hefst kl. 14.00 við gatnamót Póst- hússtrætis og Hafnarstrætis þar sem í fyrsta sinn var reist hús yf- ir barnaskóla bæjarins. Leiðin liggur svo um Austurvöll til að minna á Kvennaskólann og Há- skóla Íslands því hann starfaði í Alþingishúsinu áratugum saman. Næst liggur leiðin í Lækjargöt- una þar sem Menntaskólinn í Reykjavík starfar ennþá í sínu gamla húsi, svo um Fríkirkjuveg að Miðbæjarskólanum og Kvenna- skólanum. Ferðinni lýkur við Kenn- arahúsið, áður Kennaraskóla Ís- lands, þar sem einnig starfaði fyrsta dagheimilið á Íslandi. Gönguferð um slóðir menntunar og fræðslu Helgi Skúli Kjartansson STUTT STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Rífandi gangur hefur verið í Selá í Vopnafirði í sumar og stórir fiskar að veiðast. Á mánudaginn var landaði veiðimaðurinn Thomas Mahnke 105 cm hæng í Fosshyl. Að sögn Gísla Ásgeirssonar leið- sögumanns glímdi Mahnke við tröllið í rúmlega tvær klukku- stundir. „Hængurinn var tiltölu- lega nýgenginn og sprækur eftir því, enda hafði hann ekki mikið fyrir því að láta veiðimann og leið- sögumann elta sig niður flúðir og strengi en fiskinum var landað á Fossbreiðu,“ segir Gísli. Fiskurinn tók „míkrókón“ með krók númer 14 og er stærsti lax sumarsins í Selá. Tæplega 100 laxar veiddust í Selá í síðustu viku á stangirnar sjö og höfðu 1.820 laxar veiðst á mið- vikudag. Síðustu daga hefur kóln- að talsvert á norðausturhorninu og líklegt að takan róist því eitthvað. 105, 107, 108 Stórlaxafréttir halda áfram að berast víða að. Í Miðfjarðará fór veiðin yfir 2.000 laxa í vikunni og þá veiddust 106 og 102 cm laxar í Austurá, og einn 100 cm í gær. Að sögn Rafns Vals Alfreðssonar, leigutaka árinnar, var síðasta vika góð en þá veiddust um 150 laxar. „Í Haffjarðará var veiðin að sigla í 1.460 laxa og í vikunni veiddist sá stærsti í sumar, 107 cm hrygna,“ segir Einar Sigfússon, annar eigandi árinnar. Þessi hrygna, sem hann segir hafa verið „hnöttótta“, veiddist í Sauðhyl og setti veiðimaðurinn þar í fjóra laxa í röð. Mikið af stórbleikju „Í sumar hafa nokkrir býsna stórir veiðst í ánni en þessi var 12 til 13 kíló eða 24 til 26 pund,“ seg- ir Einar. Fram að því hafði stærsti laxinn í Haffjarðará vegið 23 pund. „Það er talsvert af stórum laxi í ánni og mikið af fiski í flestum hyljum,“ bætir hann við. Þá veiddist 108 cm hængur í Hólakvörn í Vatnsdalsá í vikunni, á afbrigði af Jock Scott númer 12. Fólk sem veitt hefur í laxveiði- ám fyrir norðan hefur á síðustu vikum orðið vart við talsvert mikið af vænni sjóbleikju, sem virðist víða hafa gengið seint rétt eins og laxinn. Í Fljótaá hafa veiðimenn dásamað bleikjuna í sumar, rétt eins og í Víðidalsá, og á dögunum var veiðimaður að eltast við lax í Hrútafjarðará, en þegar hann fann stórbleikjutorfur í neðstu hylj- unum sinnti hann ekki öðru þá vaktina. „Það var frábær veiði,“ sagði hann og bætti við að bleikj- urnar hefðu verið sérlega stórar. Veiðimenn sem voru á silunga- svæði Vatnsdalsár um miðjan ágúst sáu af brúnni á þjóðveginum hvar torfa af stórbleikju synti upp ána. Enda lentu veiðimenn sem voru á laxasvæðinu efst í dalnum nokkrum dögum síðar í silunga- veislu. Stórbleikjur tóku flugurnar ekki síst í Bleikjufljóti og Saur- bæjarhyl; einn fékk sjö á dagparti og var sú minnsta rúm þrjú pund, sú stærsta um sex. Lét veiðimanninn elta sig niður flúðir og strengi  Stórlaxar veiðast áfram  Góð sjóbleikjuveiði í norðlenskum ám Ljósmynd/Einar Falur Að viðureigninni lokinni Thomas Mahnke með 105 cm hæng sem hann veiddi í Selá. Glíman tók yfir tvo tíma. Aflahæstu árnar Ytri-Rangá og Hólsá (20) Eystri-Rangá (18) Norðurá (14) Miðfjarðará (10) Blanda (16) Selá í Vopnafirði (7) Þverá-Kjarrá (14) Langá (12) Haffjarðará (6) Elliðaárnar (4) Breiðdalsá (8) Grímsá og Tunguá (8) Laxá í Aðaldal (18) Laxá í Kjós (10) Laxá í Leirársveit (6) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Staðan 7. september 2011 Heimild: www.angling.is Á sama tíma í fyrra 4.942 4.903 2.215 3.210 2.769 1.903 3.626 1.932 1.855 Veiði lokið 875 1.709 1.365 1.031 1.003 Veiðin 31. ágúst 3.388 3.372 2.068 1.915 1.930 1.726 1.670 1.626 1.360 1.127 902 1.055 925 803 735 3.853 3.696 2.106 2.066 1.970 1.820 1.795 1.750 1.460 1.127* 1.115 1.100 961 848 805 * Veiði lokið - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is Störfum í Grindavík fækkar um 200-300 ef stjórnarfrumvarp um stjórn fiskveiða verður að lögum og hefur í för með sér 15% skerðingu aflaheimilda í bænum. Lækkun tekna og fækkun starfa mun leiða til um 70 milljóna króna lækkunar á útsvarstekjum bæjarins. Kemur þetta fram í umsögn bæjarstjórnar um frumvarpið. Bæjarstjórnin leggur til að frum- varpið, sem nú er til meðferðar á Alþingi, verði dregið til baka og reynt að ná sátt um íslenskan sjáv- arútveg með reglum sem hafi það að markmiði að styrkja greinina í heild sinni og skapa hvata til þess að hámarka verðmæti, draga úr framleiðslukostnaði og auka þar arðsemi og tekjur þjóðarbúsins. Í umsögninni kemur fram að sjávarútvegsfyrirtækin í Grindavík skapa um 1.000 bein störf við veið- ar og vinnslu á Íslandi, sem eru álíka mörg störf og eru í áliðnaði á landinu. Varlega áætlað hleypur fjöldi afleiddra starfa sem sjávar- útvegur í Grindavík skapar á fleiri hundruðum. Störfum í Grindavík myndi fækka um 200-300 STÓLAR Í ÚRVALI Á VERDI SEM KEMUR Á ÓVART! var: 39.900.- tilbod verd 44.900.- verd 29.900.- nú: 19.900.- Námskeið og kynningar á næstunni www.alfa.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.