Morgunblaðið - 09.09.2011, Page 21

Morgunblaðið - 09.09.2011, Page 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Órói Mælst hefur aukin smáskjálftavirkni í Mýrdalsjökli og vísbendingar eru um útþenslu á eldstöðinni. Gos er samt ekki hafið þótt á myndinni megi sjá nýlega ösku og skýið líkist öskustólpa. RAX Athyglisverð var grein Leifs Sveinssonar í Morgunblaðinu 31. ágúst. Þar bendir hann á hættuna af að selja Kínverja Grímsstaði á Fjöllum. Máli sínu til stuðnings minnist hann á orð Einars Þveræings, sem ekki vildi láta Noregskonung fá Grímsey. Þessi tímabæra ábending til stjórnvalda leiðir huga minn að svipuðum málum, sem upp hafa komið síðar. Mætti fyrst minnast á hvern- ig danskur kóngur lagði undir sig kirkjujarðir okkar við siða- skipti og hvernig erlendir að- ilar sölsuðu undir sig öll bestu útgerðarplássin á landinu, eða alla helstu verslunarstaði. Þetta var þegar við höfðum gengið í þeirra tíma Evrópusamband. Ég ætla samt einkum að minn- ast á eitt atriði, sem kemur mér nokkuð við. Er það áform Títan-félagsins um virkjun Þjórsár. Faðir minn, Friðrik Jónsson, og Sturla bróðir hans, sem kallaðir voru Sturlubræð- ur, stofnuðu fyrir 1930 Fossa- félagið Títan með skáldinu Ein- ari Benediktssyni. Ætluðu þeir að virkja Þjórsá við Búrfell, framleiða þar áburð, sem síðan átti að flytja með járnbraut yfir til Skerjafjarðar. Þar átti að gera bryggju og flytja þaðan áburðinn út til sölu erlendis. Öll þessi áætlun hafði verið skipulögð. Búið var að gera teikningar að virkjunarhúsi og timbur hafði verið keypt til bryggjubyggingar. Þá höfðu jarðir í Skerjafirði verið keypt- ar fyrir tilvonandi hafn- araðstöðu. Þetta var einstakt frumkvæði í virkjun fallvatna á Íslandi. Hlutafé í Títan-félagið hafði verið fengið erlendis, einkum í Noregi og Englandi, en Títan var samt íslenskt fyrirtæki og stjórn- að af Íslendingum. Allt var nú til reiðu til þessarar stór- merku fram- kvæmdar. Aðeins þurfti að fá leyfi þingsins til þessara ráðagerða. Það dróst á langinn og Alþingi gaf aldrei leyfið. Al- þingismenn þeirra tíma ótt- uðust eignarhald erlendra á orkuauðæfum landsins og á dýrmætum jörðum við Reykja- vík. Varð því ekkert úr fram- kvæmdum. Og töpuðu hluthafar miklu af fé sínu. Þarna dróst virkjun Þjórsár um marga tugi ára. Ég spyr og verð að álíta að þetta hafi samt verið rétt álykt- un Alþingis, að láta ekki er- lenda aðila eiga stóran hlut í orkuframleiðslu þjóðarinnar. Þetta átti að vera varanlegt fordæmi. Nú hefur Magma Energy hins vegar verið hleypt inn í landið og tókst að snúa á kerfið. Og nú á að leyfa sölu á stórum hluta Norð-Austurlands og vatnarétti þess. Nú þarf Al- þingi þjóðarinnar að minnast fyrri gerða sinna og afstýra þessum válegu atburðum. Leyfa ekki sölu á Grímsstöðum til kínversks auðjöfurs, sem væri upphaf stórrar innrásar Kínverja í eignir okkar, er væri ofraun fyrir litla þjóð, sem býr í kostamiklu landi fullu af auð- æfum, sem stórþjóð myndi girnast. Eftir Sturlu Friðriksson » Alþingi á að taka ákvörðun um að selja ekki Kínverja Grímsstaði. Sturla Friðriksson Höfundur er erfðafræðingur og umhverfissinni. Ekki selja Kín- verja Grímsstaði Fyrirsögnin hér að ofan er sótt í niðurlag kvæðisins Hallormsstaðarskógur eft- ir Halldór Kiljan Laxness (1926): Pósturinn gisti að Gríms- stöðum á Fjöllum, gaman er þar um sum- arkvöldin laung. Ég var á ferð um þennan háfjallageim með konu minni í vikunni leið í blíðskaparveðri. Eftir að hafa þegið gott kaffi á stétt- inni í Grímstungu ókum við að Víðir- hóli og skoðuðum kirkjuna þar með altaristöflu frá 17. öld. Í fréttatíma Ríkisútvarpsins heyrðum við endur- óminn af sölu Grímsstaðatorfunnar til þess ofurríka Kínverja Huang Nubo, sem hvert mannsbarn á Íslandi nú kannast við eftir að forseti íslenska lýðveldisins hefur tekið á honum ábyrgð. Okkur varð hugsað til ís- lenskra gulldrengja frá tímum ból- unnar miklu. You ain’t seen nothin’ yet! Snýst ekki um Huang Nubo Huang Nubo er trúlega mætur mað- ur ef marka má umsagnir kunningja hans íslenskra, ljóðelskur ávöxtur kín- verska draumsins í nýkapítalísku Ríki miðjunnar, kominn í álnir eftir að hafa sannað sig hjá Flokknum. Hann kann augljóslega að koma fyrir sig orði og slá á strengi sem vænlegir séu til að opna fyrir honum íslensk víðerni þar sem reisa mætti „resort“ handa lönd- um hans með fullar hendur fjár. Dæm- ið um kotungssoninn sem erfir kóngs- ríkið hefur löngum freistað Íslendinga og endurómar nú í tali æðstu manna hérlendra sem sjá milljarðana vaxa upp úr hrjóstrum Hólsfjalla. Forsætis- ráðherra Íslands reið á vaðið og sá strax hagvöxt í hillingum og fulltrúi ut- anríkisráðherra, sendiherra vor í Pek- ing, sagði Ísland standa galopið, veskú. Í öllu óðagotinu gleymdist að taka Ögmund innanríkisráðherra tali en honum ber að veita viðtöku óskum frá fólki utan EES-svæðis um fjárfest- ingar hérlendis. Ögmundur sagði óbeint við Kínverjann líkt og Arneus að íslenskt lagaumhverfi væri traust og menn þyrftu engar áhyggjur að hafa af jarðakaupum útlendinga. Þetta hafa síðan minni spámenn innan þings og utan étið eftir án rökstuðnings. Hvað sagði Jóhanna 1998? Á Alþingi ríkti 1998 mikill ágrein- ingur um lagafrumvarp hægristjórn- arinnar um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu. Minnihluti iðn- aðarnefndar skilaði séráliti um málið (þingskjal 1284 á 122. löggjafarþingi), en hann mynduðu fulltrúar þingflokks jafnaðarmanna og Alþýðubandalags. Undir nefndarálitið rituðu Jóhanna Sigurðardóttir, Svavar Gestsson og Gísli S. Einarsson sem var fram- sögumaður. Þar segir í upphafi: „Í frumvarpi ríkisstjórnarinnar um eignarhald á auðlindum í jörðu eru þrjú meginatriði sem ágreiningur er um við stjórnarandstöðuna. Í fyrsta lagi er það ákvæði frumvarpsins – sem er aðalatriði þess – að allar auðlindir í og á jörðu í löndum í einkaeign séu eign landeigenda. Þessi ákvæði stríða í grundvallaratriðum gegn frumvörpum þeim sem fyrir liggja í þinginu um sama efni frá stjórnarandstöðunni, þ.e. frumvarp Sighvats Björgvinssonar o.fl. og frumvarp Hjörleifs Guttorms- sonar o.fl., en í frumvarpi þessu er lagt til að djúphiti í jörðu, kol, olía, gas, málmar og fleiri jarðefni séu þjóð- areign.“ Ákvæði laga nr. 57/1998 hafa í meg- inatriðum staðið óbreytt síðan. Eitt- hvað hefur hins vegar snúist við í kolli forsætisráðherrans frá því fyrir 12 ár- um og er nærtækt að álykta að kín- verska gullið og hagvaxtarvon valdi sinnaskiptunum. „Auðlegð varhugaverð“ Heimkominn af Fjöllum varð mér hugsað til Lao-Tse, sem lætur svo um- mælt í Bókinni um veginn (3. útg. 2002, s. 18): „Eigi menn fullan sal gulls og gimsteina, fá menn ekki gætt þeirra. Auðlegð og vegsemd vekja metnað sem leiðir til slysa.“ – Það eru fleiri en Huang Nubo sem ættu að hugleiða þetta forna kínverska spak- mæli. við Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni: Þitt mál kemur þér sjálfum lítið við. Það er miklu stærra mál. Ráð- herrann hefur síðan réttilega bent á að jarðakaup útlendinga hérlendis snúast ekki síst um aðgang að nátt- úruauðlindum sem vaxandi skilningur er á að eigi að vera í þjóð- areign. Óviðunandi lagaumhverfi Á sama tíma og flestum ber saman um að tryggja beri í stjórnarskrá sam- eign þjóðarinnar á náttúruauðlindum blasir við að íslensk löggjöf er ósam- stæð og meingölluð hvað þetta varðar. EES-samningurinn var sam- þykktur af naumum meirihluta þing- manna 1993 eftir harðar deilur, sem m.a. snerust um stöðu hans gagnvart stjórnarskrá og óhindruð kaup á jarð- eignum innan EES-svæðisins. Meðal þeirra sem mæltu sterk aðvörunarorð var Steingrímur Hermannsson, þáver- andi formaður Framsóknarflokksins. Alþýðuflokkurinn hafði hins vegar sitt fram enda leit forysta hans frá upphafi á EES-saminginn sem stökkpall inn í Evrópusambandið. Sterk einkaeign- arviðhorf lágu síðan að baki setningu laga nr. 57/1998 um rannsóknir og nýt- ingu á auðlindum í jörðu, að ekki sé talað um vatnalögin nr. 20/2006. Sam- kvæmt fyrrnefndu löggjöfinni fylgir eignarlandi „eignarréttur að auðlind- um í jörðu“ og samkvæmt síðari lög- unum fylgir fasteign „eignarréttur að því vatni sem á henni eða undir henni er eða um hana rennur“. Fyrstu við- brögð okkar seinheppna forsætisráð- herra við gylliboðum Nubos voru þau, Eftir Hjörleif Guttormsson »Dæmið um kotungs- soninn sem erfir kóngsríkið hefur löngum freistað Íslend- inga sem sjá nú millj- arðana vaxa upp úr hrjóstrum Hólsfjalla. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Pósturinn gisti að Grímsstöðum á Fjöllum …

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.