Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 2
Bátarnir » Stór hluti muna Byggða- safnsins á Görðum tengist sjó- mennsku. » Kútter Sigurfari er án efa einn veglegasti gripur safnsins en hann stendur úti á safna- svæðinu ásamt vélbátunum sex sem hafa orðið fyrir skemmdum. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Sex gamlir vélbátar sem standa á útisvæðinu við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi hafa orðið fyrir miklum skemmdum í sumar af manna völdum. Jón Allansson, forstöðumaður Byggðasafnsins á Akranesi, segir málið grafalvarlegt enda tengjast bátarnir sögu svæð- isins og eru í eigu byggðasafnsins. „Þetta eru sex gamlir vélbátar sem standa óvarðir úti hjá okkur og eru hálfgert leiksvæði fyrir krakka. Það var brotið stýrishús á einum og lunning á að minnsta kosti tveimur bátum í sumar. Um leið og sá skaði var skeður var eins og það væri gefið skotleyfi á það sem eftir var,“ segir Jón. Ekki er vitað hverjir skemmdu bátana og málið hefur ekki verið kært til lögreglu. Ekki að gerast í fyrsta skipti Bátarnir verða lagfærðir bráð- lega enda eru þeir verðmætir. Jón segir þá þó ekki vera alveg ein- staka, það séu hugsanlega til ein- hver fleiri eintök. „Einn bátanna er smíðaður í Hvallátrum, einn á Snæ- fellsnesi, annar á Siglufirði og þrír hér á Akranesi. Sá elsti er smíð- aður í kringum 1954. Ásamt þeim stendur Kútter Sigurfari óvarinn á útisvæðinu.“ Jón segir þetta ekki vera í fyrsta skipti sem bátar á svæðinu eru skemmdir. „Þetta gerist alltaf af og til. Það er hægt að gera þetta í skjóli myrkurs og það eru alltaf skemmd epli innan um. Það er stundum eins og það megi skemma báta á þurru landi og ef það eru komnar skemmdir þá megi halda áfram að eyðileggja þá.“ Spurður hvort eigi að grípa til aðgerða til að sporna við þessu seg- ir Jón að það sé ýmislegt í skoðun. „Það gæti hugsanlega þurft að girða svæðið af en þetta er stórt svæði og það yrði kostnaðarsamt. En við hugum frekar að öðrum áformum áður en við gerum það, hugsanlega meiri vöktun.“ Vélbátarnir sem standa úti heita Bjarmi SH 207, Smári SI 35, Síldin AK 88, Draupnir BA 40, Sigursæll AK 87 og Sæljón AK 24. Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason Smári SI 35 Stýrishúsið hefur verið mölbrotið á Smára sem var smíðaður á Siglufirði árið 1957 af Kristjáni Sigurðssyni bátasmið. Skemmdir í skjóli myrkurs  Sex gamlir vélbátar sem standa óvarðir úti á safnasvæðinu á Akranesi voru skemmdir í sumar  Brotið stýrishús á einum og lunning á tveimur bátum Ljósmynd/Hilmar Sigvaldason Bjarmi SH 207 Smíðaður árið 1961 og gefinn Byggðasafni Akraness árið 1993. Lunningin hefur verið rifin af. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Reykjavík gerð- ist nýlega félagi í samtökunum Icorn, en í því felst að borgin verður skjólborg rithöfunda, sem ekki er vært í heimalandi sínu vegna ofsókna. Fyrsti rithöfund- urinn er væntanlegur til landsins í haust. Ekki er hægt að gefa upp nafn hans vegna hugsanlegra of- sókna sem hann gæti sætt vegna þessa. „Það er mikilvægt að það spyrjist ekki út hver þetta er, því þetta fólk er ofsótt í heimalandi sínu,“ segir S. Björn Blöndal, að- stoðarmaður borgarstjóra. Á vefsíðu Icorn er listi yfir rit- höfunda sem hafa fengið skjól í ýmsum löndum. Þeirra á meðal er jemenski rithöfundurinn Mansur Rajih, sem undanfarin 13 ár hefur verið búsettur í Noregi, en áður hafði hann verið í fangelsi í 15 ár vegna skoðana sinna. S. Björn segir að rithöfundinum verði komið fyrir í íbúð og hann fái peninga til að framfleyta sér. „Það þarf líka að gera fólki kleift að skila einhverju til baka til sam- félagsins. En það mikilvægasta í þessu öllu saman er að við erum að bjarga mannslífi,“ segir S. Björn. Nafn ofsótts rit- höfundar ekki gefið upp strax S. Björn Blöndal Tveir menn stálu bíl konu sem brá sér inn á bensínstöð við Borgartún um miðjan dag í gær. Þeir bökkuðu á tvo bíla sem voru við bensínstöð- ina og stórskemmdu bílinn. Þeir hlupu á brott, en snarráðir vegfar- endur stöðvuðu þá og afhentu lög- reglu eftir að hafa beitt svokallaðri borgaralegri handtöku. Málið var tilkynnt lögreglu um klukkan fjögur í gær. Lögreglan kom fljótlega og tók mennina í sína vörslu. Þeir voru undir miklum áhrifum vímugjafa. Þeir voru vistaðir í fangaklefa og til stóð að yfirheyra þá nú í morg- unsárið. Vegfarendur hand- tóku bílþjófa Ljósmynd/Reynir Tjón Bíllinn stórskemmdist. Fjórir erlendir ferðamenn voru sl. þriðjudag látnir greiða sektir vegna utanvegaaksturs á Sprengisandi. Brotin voru framin í umdæmi lögreglunnar á Húsavík, sem rannsakaði málið og sendi það því næst lögreglunni á Seyðisfirði til af- greiðslu, þar sem ferðamennirnir voru á förum úr landi með Norrænu. Að sögn Sigurðar Brynjólfssonar, yfirlögregluþjóns á Húsavík, óku ferðamennirnir á mótorhjólum á mörgum stöðum um mela fyrir utan merktan veg á Dyngjufjallaleið, milli Öskju og Nýjadals. Landverðir urðu þeirra varir, gripu í taumana og gerðu lögreglu viðvart. Tóku þeir ljósmyndir af ummerkjunum eftir utanvegaaksturinn. Þótt ferðamennirnir hafi ekki valdið miklum gróðurskemmdum með akstri sínum geta hjólförin sést lengi á svæðinu. Samanlögð upphæð sekt- anna sem mönnunum var gert að greiða var tvö hundruð þús- und krónur. Óku víða utan vega og voru gripnir við iðjuna Ljósmynd/Landverðir Sektaðir Fjórum mótorhjólum var ekið víða utan vega. Sektirnar námu um 200.000 kr.  Landverðir gripu í taumana Ekkert bendir til þess að fjár- framlagi ríkisins til Kvikmynda- skóla Íslands hafi verið varið til óskyldrar starfsemi eða fjármunir hafi runnið með óeðlilegum hætti út úr rekstri skólans. Rekja má fjárhagsvanda skólans til þess að nemendum var fjölgað langt um- fram viðmið þess styrktarsamnings sem í gildi var á milli skólans og mennta- og menningarmálaráðu- neytisins. Kemur þetta fram í minn- isblaði sem Ríkisendurskoðun sendi til mennta- og menningarmálaráðu- neytisins í gær. Ráðuneytið hafði áður óskað eft- ir því að Ríkisendurskoðun gerði athugun á ráðstöfun framlags úr ríkissjóði vegna kvikmyndanáms til skólans á undanförnum árum. Í til- kynningu frá ráðuneytinu segir að niðurstaðan breyti engu um mat ráðuneytisins á rekstrarhæfi skól- ans og að niðurstaðan sé að skólinn geti ekki uppfyllt skilyrði við- urkenningar um rekstrarhæfi. Skólinn nýtti fjár- framlag ríkisins rétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.