Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 ✝ Hrund Helga-dóttir fæddist í Reykjavík 23. mars 1957. Hún lést 27. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar eru Helgi Gísla- son, bryti hjá Eim- skip, f. 23. febrúar 1914, d. 12. ágúst 2001, og Hervör Hólmjárn bóka- safnsfræðingur, f. 2. júní 1933. Systkini hennar eru 1) Hildur Helgadóttir hjúkrunarfræðingur, f. 24. mars 1961, 2) Hörður Helgi Helgason lögmaður, f. 3. júní 1969, kvæntur Elsu B. Vals- dóttur skurðlækni, f. 13. októ- ber 1969. Dóttir þeirra er Helga, f. 1. júlí 2003. Hálf- bræður Hrundar eru 1) Birgir Helgason vélstjóri, f. 22. janúar 1939. Börn hans eru Leifur, f. 27. mars 1957, Hilmar, f. 15. júlí 1958, og Hanna Björg, f. 17. mars 1960. 2) Hilmar Helgason framkv.stj., f. 14. febrúar 1941, d. 13. mars 1984. Börn hans eru Stefán Hilmar, f. 30. júlí 1961, Helgi Hrafn, f. 25. október 1962 og Hannes, f. 10. nóvember 1964. 3) Guð- mundur Jón Helgason flug- umsjónarmaður, f. 14. sept- unarskólanum 1984. Var við nám ásamt öðrum úr undirbún- ingsteymi fyrir fyrirhugaðar hjartaaðgerðir á Íslandi við Akademiska sjukhuset í Upp- sölum janúar – apríl 1986. Lauk BS-gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands og hafði lokið öllum námskeiðum í meist- aranámi í hjúkrun við sama skóla. Vann að lokaritgerð þegar hún veiktist og auðn- aðist ekki að ljúka henni. Lengst af starfaði Hrund m.a. við gjörgæsludeildir Landspít- ala og Borgarspítala, síðan við Heimahlynningu Krabbameins- félagsins 1989-1992 og Heima- stoð krabbameinslækn- ingadeildar Landspítala 1992-1993 sem sjálfstætt starf- andi hjúkrunarfræðingur. Hún stofnaði ásamt Þóru Björgu Þórhallsdóttur Hjúkrunarþjón- ustuna Karitas árið 1994 og starfaði þar til ársins 2008. Líknarhjúkrun og útfærsla hennar til annarra sjúklinga- hópa en krabbameinssjúklinga og bætt og meiri fræðsla hjúkrunarfræðinga um líkn- arhjúkrun voru hennar hjart- ans mál. Hrund sótti fjölda námskeiða og fyrirlestra hér- lendis og erlendis. Einnig hélt hún fyrirlestra og skrifaði greinar um hjúkrun í fagtíma- rit. Bálför Hrundar verður gerð frá Hallgrímskirkju í dag, 9. september 2011, kl. 15. ember 1953, kvæntur Lilju Æg- isdóttur banka- starfsmanni, f. 16. desember 1958. Börn þeirra eru Ægir, f. 16. nóv- ember 1982 og Bryndís Hildur, f. 6. febrúar 1994. Hrund giftist 7. febrúar 1982 Bjarna Þórðarsyni viðskiptafræðingi f. 13. desember 1956. Þau skildu. Dóttir þeirra er Eva stjórnmálafræðingur, f. 30. október 1982. Sambýlismaður hennar er Styrmir Goðason skrifstofustjóri, f. 8. ágúst 1981. Þau eiga soninn Braga, f. 26. febrúar 2011. Sonur Hrund- ar er Snorri Örn, framhalds- skólanemi, f. 2. mars 1995. Faðir hans er Örn Svavarsson, f. 26. september 1952. Eftirlif- andi sambýlismaður Hrundar er Hörður V. Sigmarsson tann- læknir, f. 3. desember 1953. Hrund gekk í Langholts- skóla og Vogaskóla. Lauk verslunarprófi frá Versl- unarskóla Íslands 1975. Lauk námi frá Hjúkrunarskóla Ís- lands í janúar 1981. Lauk framhaldsnámi í gjörgæslu- hjúkrun frá Nýja hjúkr- Við héldum að við værum ósigrandi. Saman. Við systurnar. Fallega stóra systir og sniðuga litla systir. Við vissum alveg að það yrði ansi ótrúlegt ef það tæk- ist sem við ætluðum að gera, en við vorum staðráðnar í að reyna. Maður verður að reyna. Systrasamband er einstakt. Eins og önnur sambönd eiga systrasambönd alls kyns hliðar. Systur eru ekki alltaf sammála og þær eru viðkvæmar hvor fyrir annarri; hvað hinni finnst og hvað hin segir. En fyrst og síðast einkennist systrasamband af ást, umhyggju og virðingu – án allra skilyrða. Systur ganga í gegnum eld og brennistein hvor fyrir aðra. Þær geta flutt fjöll, þær geta blásið eldmóði í brjóst, þær eru fyrirmynd, vinur, skilningur og hlátur. Þær eiga sinn eigin húmor; þær tala mál sem enginn annar skilur. Stundum hlæja þær að einhverju sem engum öðrum finnst fyndið og stundum gráta þær svo mikið að hafið heldur að það hafi ekki pláss fyr- ir fleiri tár. Við vorum svona systur, við Hrund. Það gekk á ýmsu í gegn- um árin en aldrei efuðumst við um að hin yrði til staðar ef á bját- aði. Hún var stóra systir, hún var falleg, smart og elegant. Hún var frumkvöðull sem leitaðist sífellt við að læra meira, hún leitaði svara við brennandi spurningum um lífið og tilveruna af meiri ákefð en nokkur sem ég þekki. Hún las og lærði, hún var einu sinni innrituð í fjóra skóla í einu. Hún vann eins og hestur og missti aldrei sjónar á hugsjónum sínum og lífsgildum. Stundum var mikið samband og stundum minna. Við unnum mikið og vorum uppteknar. Hún var að ala upp börnin sín, ég eitt- hvað að snúast í kringum sjálfa mig. Ég elti hana í hjúkrun, við gátum talað í fimm klukkutíma í símann um hjúkrun. Brennandi áhugi og bjargföst trú á eigin getu til að breyta og laga var inn- tak þessara samtala. Gera betur fyrir sjúklinginn. Hlusta á hann. Passa upp á hann, virða hann, treysta honum og berjast fyrir hann. Það vildum við gera, syst- urnar. Allt í einu er stóra systir orðin sjúklingur. Orðin veik. Farin að feta sömu braut og sjúklingarnir hennar fetuðu á undan henni. Þá tekur systrasambandið á sig nýja mynd, það dýpkar og teygir sig út í allar hliðar lífsins og tilver- unnar. Allt rennur saman – mörkin verða óljós. Erum við með verki eða er hún með verki? Er mér bara óglatt eða okkur báðum? Hvað eigum við að gera? Það er stundum ekkert hægt að gera. Bara vera. Síðustu vikurnar þurftum við mikið á hjúkrun að halda. Og ekki stóð á því. Mitt í öllum erf- iðleikunum gátum við systurnar glaðst yfir færni og hlýju kollega okkar á mörgum deildum Land- spítala. Við vorum svo stoltar þegar fjölskyldan okkar dáðist að hjúkruninni sem Hrund fékk. Hún var til fyrirmyndar. Allir aðrir voru líka góðir og um- hyggjusamir og svo óendanlega leiðir yfir því hvað Hrund þurfti að ganga í gegnum. Eftir sitja blendnar tilfinning- ar. Annars vegar sár söknuður og sorg og hins vegar þakklæti fyrir að hafa fengið hlutdeild í mestu gleðistundunum, hafa ver- ið treyst fyrir erfiðustu stundun- um, fá að vera og gera og fyrir djásnin sem hún skilur eftir. Hildur systir. Við stóðum á fjalli þegar tíð- indin bárust, og ég var ekki tilbú- in, ekki þá og ekki núna. Ótímabært og óskiljanlegt eins og svo margt sem lífið bíður okkur. En það bíður okkur líka allt sem fallegast er undir sólinni, og ævintýrin sem leiða okkur til yndislegra samferðamanna, sem auðga líf okkar með fegurð og kærleika, allt frá fyrsta augna- bliki. Þannig leiddu 2 litlir dreng- ir vegi okkar Hrundar saman, og það var falleg vegferð frá fyrstu kynnum. Við horfðum saman á sömu litlu drengi verða stóra, bjuggum þá út í næturgistingu, bíóferðir, sumarbúðir og sveitaferðir, yfir hafið á rokktónleika og núna síð- ast horfðum við á þá útskrifast úr 10. bekk, fallega unga menn með vorið í fanginu. „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ og í mínum huga var Hrund „þorpið“ sem hjálpaði okkur að ala upp barn og fyrir það eitt var hún einstök. Hún reyndist litlum dreng einstakur vinur og velgjörðarmaður, sem allt gaf og einskis krafðist. Með Hrund flaug hugurinn hæst og tíminn stóð í stað, hug- rekki, trú von og kærleikur fylgdu henni alla tíð og glíman var tekin með einstakri reisn. Við söknum fjölskylduvinar og yndislegs samferðamanns. Samfélagið okkar hefur misst öflugan hugsjónamann. Þó er missirinn mestur hjá þeim sem hún elskaði heitast. Elsku Snorri, Eva, Hörður og fjöl- skylda, okkar dýpstu samúðar- kveðjur til ykkar allra. Arnrún (Rúna), Einar Örn, Finnbogi Örn og fjölskylda. Elsku Hrund mín, mig langar að minnast þín með þessum ljóðlínum. Þú kunnir þá list, sem kennist seint, þú kunnir að fórna og gefa, svo allir sáu það ljóst og leynt, það lék ekki á neinum efa, því líf þitt rann eins og lindin hreint, sem vill lækna og þorsta sefa. Að vita þig dána, vina mín, það veldur mér sárum harmi. Á leiði þitt sólin sæla skín og signir það ljóssins armi. En þegar ég hugsa heim til þín, þá hrynja mér tár af hvarmi. Þín minning sem sólin skæra skín, það skal okkar söknuð lina. Já, þökk fyrir æskuárin þín og alla dagana hina, ég legg þessi visnuðu laufblöð mín á leiði þitt, elsku vina. (Herdís og Ólína Andrésdætur.) Þín vinkona, Valdís. Nú hefur Hrund kvatt okkur, þessi netta, glaðværa kona sem var svo dugleg, sterk og fylgin sér. Leiðir okkar lágu saman um hríð og eignuðumst við piltinn Snorra sem var augasteinn móð- ur sinnar og að sjálfsögðu jafn- framt mikill ljósgeisli á heimili föður síns. Nú er sá ungi maður að hefja menntaskólanám í Flensborg auk þess sem hann stundar tónlistarnám og sér um bassaleik í hinu stórefnilega bandi White Signal. Hrund fékk aðstoð til að mæta á Óðinstorg síðastliðna menningarnótt þar sem hljómsveitin spilaði og var þar stolt móðir sem hlustaði á son sinn þenja bassann. Hrund var aðdáunarverð kona. Með dugnað og eljusemi starfrækti hún ásamt samverka- fólki um árabil fyrirtækið Karit- as, sem sérhæfði sig í líknandi hjúkrun langveikra og deyjandi sjúklinga. Til að sinna slíku starfi þarf ekki bara sterkan karakter, heldur mikla líkamlega og and- lega orku til að miðla. Hún var óþreytandi í starfi sína að bæta hag þessa fólks og gera síðustu ævidaga þess bærilegri. Hún hafði nú síðustu æviárin enn auk- ið menntun sína á þessu sviði og var við það að ljúka mastersnámi í hjúkrun með áherslu á líknar- hjúkrun. Ég hef hitt ófáa í gegnum tíð- ina og er enn að hitta fólk sem þekkir til tengsla okkar Hrund- ar, fólk sem tekur mig tali ein- göngu til að segja mér hve vel Hrund reyndist nánum aðstand- anda í sjúkdómi sínum síðasta vegspottann. Hrund var mikil atorkukona líka í frístundum, stundaði skíði, söng í kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur og hafði einstaka ánægju af veiðiskap með Herði sambýlismanni sínum, svo fátt eitt sé nefnt. Hrund var einstak- lega smekkleg og gerði allt í kringum sig fallegt. Höfðu þau Hörður búið sér einstaklega glæsilegt heimili í Hafnarfirði. Tilveran getur verið svo skelfilega ósanngjörn. Nú hefur Hrund verið kölluð á brott frá okkur langt um aldur fram, en hún skildi eftir 2 kraftmikla og flotta einstaklinga, vel undir- búna til að takast á við blíðviðri og éljagang lífsins. Snorri minn og Eva, Hörður og ekki síst Her- vör, systkini Hrundar og þið sem næst henni stóðuð, hugur okkar Stínu er hjá ykkur. Örn Svavarsson. Það er með miklum trega sem við kveðjum Hrund Helgadóttur í dag. Þó kynni okkar nái ekki langt aftur, eða til þess tíma sem Eva dóttir hennar kom inn í fjöl- skyldu okkar sem kærkomin tengdadóttir, þá var ljóst að Hrund var ekki bara falleg kona á yfirborðinu heldur falleg yst sem innst. Eiginleikar hennar sem mann- vinar og góðrar manneskju komu ekki síst fram í óeigingjörnum störfum hennar sem hjúkrunar- fræðings við líknandi meðferð krabbameinssjúkra, starfi sem er langt í frá á allra færi að inna af hendi. Hrund var nýbúin að eignast fyrsta ömmubarnið, Braga, sem tengdi fjölskyldurnar enn sterk- ari böndum. Við vissum að tregi hennar var mikill að geta ekki sinnt honum sem skyldi og fá hans notið í erfiðum veikindum, en Bragi mun ásamt Evu og Snorra börn- um Hrundar bera kyndil hennar hátt á lofti um ókomin ár. Blessuð sé minning Hrundar Helgadóttur. Anna og Goði. Með sorg í hjarta minnist ég elsku vinkonu minnar, Hrundar, sem lést 27. ágúst eftir erfið veik- indi; kaldur raunveruleikinn er staðreynd. Fyrsta minning mín um Hrund er 7 ára hnáta á skoppi eftir Sunnuveginum með langar fléttur sem mamma hennar flétt- aði svo vel, brosið bjarta þar sem skein í fallegar tennur og rann- sakandi augu. Þessi hnáta, Edda Hannesar og ég urðum vinkonur, bekkjarsystur og nágrannar. Grunnur að áratuga vináttu var byggður á sterkum rótum og samstöðu okkar þriggja, vinátta þar sem skiptust á skin og skúr- ir, alvara og gleði með sínum hlátursköstum. Misskynsamleg uppátæki og atvik á lífsleiðinni voru okkur óendanleg upp- spretta skemmtunar og hláturs. Lífsgátan og bættir lífshættir voru mikið í umræðunni hjá okk- ur síðustu ár þar sem við deildum svipuðum skoðunum og gátum rætt um tímunum saman. Við eignuðumst börn og það var okkur öllum dýrmætt að dætur okkar tengjast vináttu- böndum. Dæturnar eignuðust börn og við nutum gleðinnar að verða ömmur saman og faðma litlu ömmubörnin. Bragi, ömmu- drengur Hrundar, var henni mikill gleðigjafi. Börnin hennar Hrundar, Eva og Snorri, voru henni dýrmætust. Hún talaði oft um hversu stolt hún væri af þeim. Eva fór menntaveg með frábærum árangri og Hrund dáðist að Evu fyrir að hika ekki við að fara sínar leiðir og fylgja hugmyndum sínum alla leið. Snorri, nú orðinn ungur maður á 17. ári gaf mömmu sinni mikla hamingju og gleði. Tónlist er eitt af áhugamálum hans og Hrund var svo stolt af honum þegar hann spilaði. Listahæfileika sækir hann eflaust mikið til mömmu sinnar. Hún hafði list- rænt handbragð og var með ein- staklega fallega rithönd, kom orðum sínum í fallegan og skýr- an búning, bæði í orði og riti. Hún teiknaði vel og töfraði ým- islegt fram með prjónum. Allt sem hún gerði bar vott um list- ræna hæfileika og smekkvísi. Hrund starfaði við hjúkrun og mest við líknarhjúkrun þar sem sjúklingar nutu einstakra eigin- leika hennar og hæfileika. Hún vann að meistararitgerð í líkn- arhjúkrun og bjó yfir ómældri þekkingu á því sviði. Hrund og Hörður hennar bjuggu sér fallegt heimili á Furuvöllum, heimili sem umvef- ur alla kærleika og hlýju þegar inn er komið. Hrund var sterkur og sérstakur persónuleiki sem mótaðist í faðmi fjölskyldunnar á Sunnuveginum og þó að hún hafi ekki viljað viðurkenna það á unglingsárum held ég að Hervör mamma hennar hafi ávallt verið helsta fyrirmyndin. Hervör stóð sem klettur við hlið Hrundar í veikindunum og Hrund nefndi oft hversu yndisleg og kærleiks- rík mamma hennar væri. Það er þung byrði fyrir Hervöru að missa nú dóttur sína og ég bið góðar bænir til hennar. Hildur systir hennar hefur gefið sig alla til stuðnings Hrundar og sá til þess að Hrund fékk allt sem til þurfti og allt það besta. Eins gef- andi og kærleiksríka systur er vart hægt að hugsa sér. Hið sama á við um Hörð, börnin, Hörð bróður hennar og Elsu konuna hans. Elsku Hörður, Eva, Snorri, Hervör, systkini og fjölskylda, Guð geymi ykkur og styrki í sorginni og um alla framtíð. Blessuð sé minning Hrundar. Edda Gunnars. Sumt fólk ber með sér ljós. Um leið og það gengur inn er eins og birti til. Hrund var sann- arlega slík kona. Henni fylgdi ávallt birta og hlýja, áþreifanleg góðmennska sem snerti alla sem henni kynntust, hvort sem það var í starfi eða leik. Hún var ótrúlega jákvæð og bjartsýn og sá alltaf eitthvað gott í öllu. Hún var stöðugt for- vitin, þreyttist aldrei á að prófa og læra nýja hluti en á sama tíma hélt hún fast við sín grunn- gildi um réttlæti, jafnrétti og virðingu fyrir hverjum einstak- lingi. Örlæti hennar virtist tak- markalaust, hún gaf hiklaust af sjálfri sér til þeirra sem þess þörfnuðust, stundum kannski of mikið. Lífið var ekki alltaf dans á rósum og eftir að hún veiktist voru margar erfiðar stundir. Hún hafði þó aldrei áhyggjur af sjálfri sér en hugsaði mest um hvað við hin ættum bágt að þurfa að ganga í gegnum þetta með henni. Ég hef lært margt af Hrund síðastliðin 18 ár en þó mest af því að fá að fylgja henni á vegferð- inni í gegnum þennan sérstaka heim langvarandi veikinda sem ég hafði fram að því aðeins þekkt frá sjónarhorni fagmannsins. Minning hennar mun verða mér, eins og svo mörgum öðrum, leiðarljós um ókomna tíð. Elsa Björk Valsdóttir Er Grind heima? Hervör kom til dyra. Þannig hófst ævilöng vinátta okkar Hrundar og henn- ar góðu fjölskyldu. Við vorum fimm ára. Strákarnir höfðu kom- ið hlaupandi og sagt mér að loks- ins væri komin stelpa á mínum aldri í hverfið og hún héti sér- stöku nafni sem við höfðum ekki heyrt áður og endaði það svona hjá mér. Minningarnar streyma fram, útileikir, mömmuleikir, Barbie, Mikki, búðarleikir, gista saman, Langholtsskóli. Uppáhaldsleik- svæðið okkar, Laugardalsgarð- urinn. Þar undum við löngum stundum við leik með indíána- tjaldið hennar, nesti og leit að hreiðrum. Á sumrin fórum við oft í sum- arbúðir að Úlfljótsvatni. Við höfðum heyrt að við gætum feng- ið heimþrá sem auðvitað gerði vart við sig stundum, en við skipulögðum hana ávallt og sögð- um: „Eigum við ekki að fara núna upp í hlíð að gráta.“ Þrenningin Hrund, ég og Edda Gunnars brölluðum ýmis- legt á unglingsárunum eins og gengur. Hervör og mamma stilltu saman strengi sína um hversu lengi við mættum vera úti og hringdust á ef við vorum ekki komnar heim á réttum tíma. Báðar fórum við um svipað leyti að heiman og bjuggum um tíma nálægt hvor annarri í mið- bænum. Dætur okkar fæddust á sama ári og pössuðum við oft hvor fyrir aðra. Hrund og Hörður eignuðust fallegt og notalegt heimili í Hafn- arfirði. Þar undi Snorri sér með vinum sínum og var þar oft „fullt hús“. Það var alltaf gefandi að tala við Hrund. Til vitnis um afstöðu hennar til lífsins leyfi ég mér að taka beint af skrifum hennar sjálfrar: „Að taka afstöðu með lífinu merkir í mínum huga að lifa því enn betur og skemmti- legar en áður, pota í mörkin og fara helst sem mest út fyrir þæg- indahringinn.“ Þessi hugsun er dýrmæt og ætti að vera öllum veganesti í lífinu og mun ég varð- veita hana. Vináttan sem festi rætur í barnæskunni varð dýpri og nándin og nálægðin mikil í veik- indum Hrundar. Hún tók veik- indum sínum með reisn og æðru- leysi og sagði: „Af hverju ekki ég?“ Því enginn getur gert ráð fyrir að vera undanskilinn slíku hlutskipti. Í tvo áratugi vann Hrund við að líkna þeim sem höfðu fengið illkynja sjúkdóm og var einn af stofnendum Hjúkr- unarþjónustunnar Karitas. Hrund var á lokastigi í meistara- námi með áherslu á líknarhjúkr- un er hún lést. Síðustu tvö ár hafa verið erfið en margt gott líka gerst. Snorri Örn þroskast fallega, Eva orðin mamma og Bragi litli ömmust- rákur öllum ómæld gleði. Eva, Snorri Örn, Hörður, Hervör mamma, Hildur systir, Hörður bróðir og fjölskyldan öll umvöfðu Hrund umhyggju og kærleika. Allir á sinn hátt. Þannig varð til heilsteypt og falleg umgjörð utan um Hrund. Hrund fann ró í trúnni og í hjarta mínu er ég þakklát fyrir að Einar minn og gamli vinur og bekkjarbróðir hennar úr Versló átti einnig þessa trú sem þau deildu oft saman í veikindunum. Við Einar og fjölskylda okkar sendum einlægar samúðarkveðj- ur til allra ástvina Hrundar. Ég mun sakna hennar endalaust. Guð blessi minningu minnar kæru vinkonu Hrundar. Edda Hannesar. Það er hlýtt og bjart yfir minningunni um okkar góðu vin- konu. Það hefur alltaf verið svo mikil tilhlökkun að hitta þau Hrund og Hörð og þegar við hugsum til baka er eins og alltaf hafi verið gott veður, sumar og sól sem umvafði samverustundir okkar. Þau komu nánast á hverju ári til okkar í Heydali og oft buðu þau okkur heim til sín og hin síð- ari ár höfum við reynt að fara Hrund Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.