Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 29
einu sinni á sumri saman í ferða- lag. Margar okkar samveru- stundir voru við fallegar ár, þar sem veitt var á flugu, en ekki síður nutum við þess að skoða umhverfið og njóta samfélags saman. Þetta hafa alltaf verið miklir dásemdardagar, við veið- ar á daginn og svo var grillað og góður matur og spjall á kvöldin. Þar lagði Hrund svo mikið að mörkum, hún var góður gest- gjafi, listakokkur og kunni svo vel að gera allt af smekkvísi og vandvirkni og nærvera hennar öll svo ljúf og þægileg. Tíminn var alltof fljótur að líða, en á þessum góðu stundum, sem við áttum með Hrund og Herði, fundum við svo vel og verður minnisstætt, hve vænt hennti þótti um lífið og tilveruna og umhverfi, náttúru og fólk. Framkoma hennar og lífafstaða var svo jákvæð, glaðleg og hvetjandi og speglaði svo mikla elsku hennar til náungans og lífsins. Hjúkrunarstarfið átti ákaf- lega vel við Hrund og hún var áhugasöm að afla sér stöðugt meiri þekkingar í sínu fagi. Það var ekki hennar stíll að staðna í sama fari. Á sínum tíma var hún einn helsti frumkvöðull að því að hefja þjónustu Karitas, líknar- og heimahjúkrunar krabba- meinssjúkra. Það hlýtur að reyna mikið á, að hjúkra lang- veikum og deyjandi og styðja aðstandendur þeirra. Hrund var einstök í þetta krefjandi starf og aflaði sér mikillar kunnáttu á því sviði, en umfram allt var hún hlý manneskja sem umvafði þá sem hún hjúkraði og gaf mikið af sér í þeirri þjónustu. Hjúkrun var í hennar huga meira en starf, það var vinátta og umhyggja og þar gaf hún mikið, gladdist yfir góð- um fréttum og fann til á erfiðum stundum. Hrund hafði stórt hjarta, tilfinningakona og næm og hún átti trausta trú. Oft ræddum við hinar andlegu og trúarlegu víddir, því þau málefni voru henni afar hugleikin og þegar hún sjálf veiktist leitaði hún vonar og huggunar í trúnni sem hún hafði ræktað vel. Þau geisluðu augun hennar Hrundar þegar hún talaði um börnin sín, þau Evu og Snorra Örn. Hún var stolt móðir og mikil var gleði hennar þegar hún fékk lítinn dótturson í vor. Heimili hennar og Harðar er fal- legt og vitnar um gott fegurð- arskyn. Hún ræktaði umfram allt lífið, það varð svo margt fal- legt í kringum Hrund, það var sem hún gæddi umhverfi sitt fegurð og hlýju. Og vina- og ætt- artengslin ræktaði hún af mikilli tryggð og kærleika og átti marga góða og trausta vini. Á kveðju- og saknaðarstund erum við þakklát fyrir að hafa átt hana að góðri vinkonu og þökkum henni allar dýrmætu samverustundirnar. Við biðjum góðan Guð að blessa minninguna um Hrund og styrkja fjölskyldu og vini. Sjöfn og Gunnlaugur. Okkur setti hljóða þegar við heyrðum af andláti Hrundar Helgadóttur, fyrrum samstarfs- konu okkar og stofnanda Hjúkr- unarþjónustunnar Karitas. Hrund markaði djúp spor í þeirri grasrótarvinnu sem var upphafið að umönnun lang- veikra einstaklinga í heimahús- um þar sem hugmyndafræði líknarmeðferðar var höfð að leiðarljósi. Hrund var í okkar huga hug- myndasmiður, frumkvöðull og eldhugi sem ekkert var ómögu- legt eins og sýndi sig þegar hún stofnaði Karitas, en þannig stuðlaði hún að auknum lífsgæð- um einstaklinga með langvinna sjúkdóma. Jafnframt skapaði hún starfsvettvang fyrir hjúkr- unarfræðinga með áhuga á líkn- armeðferð í heimahúsum. Hrund var gjöful að miðla af þekkingu sinni til samferða- manna enda bjó hún yfir ríku- legri þekkingu á hugmynda- fræði líknarmeðferðar. Hún hafði einnig þann góða eigin- leika að gefast aldrei upp og lagði mikið á sig við að finna nýj- ar leiðir sem gætu gagnast skjólstæðingum Karitas. Þetta viðhorf Hrundar er og verður lykilþráður í starfsemi Karitas um ókomin ár. Við minnumst með hlýju margra skemmtilegra stunda á skrifstofu Karitas þar sem fram- tíðarsýn líknarmeðferðar var skeggrædd ásamt lífsins verk- efnum. Mörg frábær verkefni Karitas spruttu í kjölfar þeirra umræðna. Við kveðjum Hrund með þakklæti og virðingu og sendum fjölskyldu hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðju. En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. (Snorri Hjartarson) Ásdís, Berglind, Bergþóra og Valgerður. Fátt gefur lífinu meira gildi en samneyti við heilsteypt og gefandi fólk. Einstaklinga sem eru heiðarlegir, kærleiksríkir og láta sér annt um aðra. Þannig var Hrund Helgadóttir, hjúkr- unarfræðingur, sem fallin er frá langt fyrir aldur fram. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að starfa með Hrund í stjórn Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga í fjögur ár, frá 2005-2009. Hún hafði gefið kost á sér í stjórnina til að vinna sér- staklega að hag þeirra hjúkrun- arfræðinga sem stunduðu sjálf- stæðan rekstur og skjólstæðinga þeirra. Þar var Hrund sannarlega á heimavelli. Árið 1992 hafði hún stofnað hjúkrunarþjónustuna. Heima- stoð ásamt öðrum hjúkrunar- fræðingi, en það fyrirtæki varð síðar að Hjúkrunarþjónustunni Karitas, sem margir þekkja. Karitas var sjálfstætt starfandi hjúkrunarþjónusta fyrir fólk með langvinna og ólæknandi sjúkdóma. Hrund hafði þá hug- sjón að gera fólki kleift að vera sem lengst á eigin heimili þó það væri að kljást við ólæknandi sjúkdóm. Hún var óþreytandi baráttukona og framsýnn frum- kvöðull. Við Hrund störfuðum einnig saman í starfshópi heilbrigðis- ráðuneytisins um framtíðarskip- an heimaþjónustu hjúkrunar- fræðinga. Þar reyndi oft á þolinmæðina en Hrund var fylgin sér, notaði rök byggð á yf- irburðaþekkingu sinni á við- fangsefninu og náði þannig að hreyfa við hörðustu embættis- mönnum. Hún sinnti verkefninu af lífi og sál, las sér til og velti vöngum, sendi mér langar hug- leiðingar og vandaðar tillögur jafnvel þegar komið var fram á nótt, var yfirveguð í málflutn- ingi og var virt fyrir vikið. Hrund var framúrskarandi fulltrúi hjúkrunarfræðinga. Hrund hjúkraði í víðasta skilningi þess orðs, ekki aðeins sjúklingunum heldur einnig fjöl- skyldum þeirra og vinum. Hún fræddi, líknaði, studdi og leið- beindi. Hún hafði unun af starfi sínu þó það tæki oft á. Virðing hennar og væntumþykja fyrir sjúklingum sínum og fjölskyld- um þeirra var til eftirbreytni. Hið sama má segja um fagið, um hjúkrunina og hjúkrunarfræð- inga. Hrund var stolt af því að vera hjúkrunarfræðingur og hjúkrunarfræðingar voru stoltir af Hrund. Ég votta fjölskyldu Hrundar mína innilegustu samúð. Bless- uð sé minning Hrundar Helga- dóttur hjúkrunarfræðings. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Það er sárt til þess að hugsa að Hrund er dáin langt fyrir ald- ur fram. Hugurinn finnur þenn- an óþægilega tómleika, trega, missi og eftirsjá. Það er svo erf- itt að fara að tala um hana í þá- tíð. Hún átti 15 ára son, mann, fullorðna dóttur og barnabarn sem þurftu öll á henni að halda og hún á þeim. Hrund hafði líka ótalmarga hæfileika sem gerðu heiminn að betri stað í návist hennar. Hennar verður sárt saknað. Við kynntumst nokkuð vel í sálgæslunámi 2003. Þar sá ég hjúkrunarfræðing, lágvaxna konu sem þó var meira stelpuleg í útliti með miðlungssítt ljóst hár og andlitsfríð. Hún var feimin, vildi halda sjálfri sér aðeins til hlés en hún bauð af sér mikinn þokka og það sem hún gaf af sér ilmaði einhvern veginn. Hún minnir mig á fagurlagað blóm sem opnast og lokast til skiptist og þegar það opnar sig sérðu fegurð þess. Þetta eru fátækleg orð um útgeislun hennar og þokka. Hrund stofnaði líknarfélagið Karítas fyrir mörgum árum. Hún var mjög hrifin af Hospis- hreyfingunni sem hefur þá hug- sjón að líkna sjúkum og lítur á manninn heildstætt í hjúkrun sinni. Út frá þeirri hugsjón varð Hrund frumkvöðull á Íslandi í því að sinna krabbameinssjúk- um með líknandi meðferð heima. Fyrirtæki hennar Karítas kom þannig að fjölda heimila til að sinna þjáðum, deyjandi og fjöl- skyldum þeirra. Fjölskylda mín naut góðs af þjónustu hennar. Hún var vönduð og góð. Nokkru eftir andlát pabba fékk mamma svo undurfallegt samúðarkort frá Karítas. Kortið sýndi hve heildstæð hugsunin var. Það var ekki bara horft á krabbameinið einangrað heldur manneskjuna í heild og fjölskylduna líka. Þökk sé Hrund Helgadóttur að inn- leiða líknarþjónustuna inn í landið okkar. Eftir að hún seldi sinn hlut í fyrirtækinu fór hún að vinna að undirbúningi slíkrar líknandi hugsunar á lungnadeild LSH. Það verkefni stoppaði í kreppunni. Á meðal margra kosta Hrundar sá ég vandvirkni, sterka réttlætiskennd, fjölþætta greind, gott innsæi, hlýju, húm- or og naskt auga fyrir aðstæðum sjúklinga og aðstandenda þeirra. Hún hafði einhvern veg- inn yfirburði í að sína fólki sam- kennd með hlustandi opnu eyra. Síðustu ár hafa samskipti okkar Hrundar legið saman aft- ur. Hún tók þátt í gönguhóp kvenna frá kirkjunni sinni í Ástjarnarsókn. Fylgdi syni sín- um eftir í gegnum fermingarvet- urinn og eftir það varð hún virk í bænastarfi Ástjarnarkirkju sem ég leiddi. Hún hafði kynnst íhugandi kyrrðarbæninni Cent- ering prayer. Þar fann hún ró og styrk í veikindum sínum. Hún leiddi þá bæn fyrir kirkjuna um hálfs árs skeið og gerði það af stakri næmni og þokka. Í gegnum krabbameinsveik- indin sá ég hana glíma við Guð og stóru spurningarnar. Hún gerði það af hugrekki, yfirveg- un, trú og efa. Ég fékk að sjá hana taka út mikinn þroska sem persónu og trú hennar óx í átökunum við efann andspænis ógninni sem blasti við henni í veikindunum. Birtingarmynd trúar hennar var rammíslensk. Hún bað Guð alla tíð að hjálpa sér að sinna sjúklingum sem best, en hún var ekkert að gaspra um það. Hrund átti fal- lega trú sem var í senn einlæg og gagnrýnin. Ég fel hana trúnni sem ég skynjaði hjá henni á Jesú Krist sem lifandi frelsara sem getur hreyft við heiminum og bænheyrt með hjálp heilags anda. Megi Guð huggunarinnar líkna Snorra Erni, Herði, Evu og öðrum ástvinum hennar. Bára Friðriksdóttir. MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 ✝ Gunnþór Ragn-ar Kristjánsson fæddist á Gásum í Glæsibæjarhreppi 20. júlí 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 4. sept- ember 2011. For- eldrar hans voru Kristján Krist- jánsson og Friðrika Jakobína Svein- björnsdóttir. Systk- ini GunnÞórs á lífi eru Þor- steinn Marínó, María og Sveinfríður. Látin eru Indíana Sigríður, Karl Hákon, Svein- björn, Aðalsteinn Kristján, Sig- urbjörg Hallfríður, Davíð Sig- urður og Sigurlína. Gunnþór ólst upp á Gásum, fyrir utan barnaskólaárin þar sem hann bjó á Ytra-Hóli og ureyri starfaði Gunnþór lengst af í sláturhúsi KEA. Sigríður lést árið 2006. Börn þeirra eru: 1) Jakobína Þórey, búsett í Reykjavík, 2) Kristján, hans kona er Jónína Helgadóttir, búsett á Akureyri, 3) Þóroddur, kona hans er Lilja I. Marínósdóttir, búsett á Ak- ureyri, 4) Sveinmar, kona hans er Kristín Pálsdóttir, búsett á Akureyri. Fyrri kona Svein- mars, Sigríður Jónsdóttir, er látin. 5) Eyþór, kona hans er Soffía Valdemarsdóttir, búsett á Akureyri. 6) Jóhanna, maður hennar er Brynjólfur Lár- entsíusson, búsett í Kópavogi. 6) Ragnar, búsettur á Akureyri. 8) Haraldur, kona hans er Hall- fríður Hauksdóttir, búsett á Ak- ureyri. Fyrri kona hans, Sóley Birgitta Guðmarsdóttir, er lát- in. 9) Svavar Sigurður, látinn, lést 1973. Afkomendur Gunn- þórs og Sigríðar eru 97 talsins. Útför Gunnþórs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 9. september 2011, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. vann þar á sumrin. Á héraðsskólanum á Laugum var hann tvo vetur. Hann vann 10 ár í Síld- arverksmiðjunni á Dagverðareyri, þar kynntist hann eig- inkonu sinni Re- bekku Sigríði Þór- oddsdóttir frá Vallholti í Gler- árþorpi. Þau giftu sig á aðfangadag árið 1942. Voru þau fyrsta árið á Gásum, Þá keyptu þau býlið Steinkot í Glæsibæjarhreppi og voru þar í 23 ár. Eftir það stunduðu þau búskap á Gásum í 3 ár, en fluttu svo á mölina vorið 1970. Á Ak- ureyri hefur heimili þeirra ver- ið síðan, fyrst í Skarðshlíð 13, en síðan í Skarðshlið 29. Á Ak- „Ég hef alltaf verið ánægður með fæturna mína,“ sagði afi og allir skellihlógu. Ég man ekki hvers vegna en líklega fólst fynd- in líka nákvæmlega í því hvernig hann sagði þetta. Í minningunni voru brandarar afa oftast svona einfaldar línur. Afi átti líka til að koma með athugasemdir um það hvort fólk hefði til dæmis fitnað eins og hann væri að koma með athugasemdir um veðrið. Einnig þótti honum rétt að gefa mjög skýrt til kynna að ég ætti að raka af mér skeggið – þeirri skoðun deildi hann einmitt með ömmu. Sjálfur passaði afi upp á að vera alltaf snyrtilegur til fara. Þegar ég hugsa til baka teng- ist sterk lykt af reyktu kjöti elstu minningunum um afa. Ég eyddi miklum tíma hjá afa og ömmu. Ég minnist reglulegra ökuferða með þeim, oftast á Gáseyri en stundum var líka farið í heim- sóknir að Skipalóni. Afi tók líka Eygló sérstaklega vel þegar hún kom inn í fjölskyld- una. Þau ræddu yfirleitt um sveitina þar sem hann spurði frétta – til dæmis af sauðburð- inum og hafði greinilega gaman af. Það var erfitt að geta ekki spjallað almennilega við hann þegar heyrnin hvarf eiginlega al- veg og minnið fór líka að svíkja hann. Afi einangraði sig hins veg- ar ekki þegar hann var kominn á Kjarnalund. Hann var alltaf með- al fólksins og tók virkan þátt í fé- lagsstarfinu. Afi hafði augljóslega gaman af því þegar við komum með hálf- nafna hans Gunnstein Þór í heim- sókn. Hann nefndi þá stundum að barnauppeldi væri erfitt. Við sögðum þá að það hefði nú líklega verið töluvert erfiðara fyrir þau hjónin að halda utan um stóra barnahópinn sinn. Mér telst til að afkomendur þeirra séu nú að nálgast eitt hundrað en sú tala hækkar reyndar mjög reglulega. Þá má ekki gleyma mökum og stjúpbörnum afkomendanna sem stækka hópinn enn frekar. Við erum ákaflega mörg sem munum sakna hans. Óli. Í dag kveð ég Gunnþór afa. Afi minn var afskaplega góður og ljúfur maður og fyrirmynd mín í mörgu, hann hafði sérstak- lega góða nærveru og einkenn- ismerki hans var hreinskilni en um leið ljúfmennska. Það var ávallt gott að koma í Skarðshlíðina til ömmu og afa og sakna ég þeirra tíma þegar ég gat komið í heimsókn til þeirra. Með söknuð í hjarta kveð ég þig afi minn. Í huga mínum himinninn er fjarri, og held ég fái að vera hér um sinn. Þó englar guðs mér þrái að vera nærri, þeir fá þó bara að svífa um huga minn. Þín návist guð mér gefur allt svo mikið, og gakkt þú með mér ævi minnar veg. Ég vildi þú gætir aldrei frá mér vikið, og bið þú verndir mig meðan ég er. Það veit ei nokkur ævi sína alla, og án þín guð er lífið búið spil. Því á þig einhver engillinn mun kalla, þá endar þetta líf ef rétt ég skil, þá endar þetta líf ef rétt ég skil. (Ólafur Sveinn Traustason) Hvíldu í friði, elsku afi. Þín Eydís Eyþórsdóttir. Gunnþór Ragnar Kristjánsson Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemur upp fegri sól, er þessi er hnigin. (Jakob Jóhannesson Smári.) Nú er hnípin byggð á Grenjað- arstaðartorfunni og sveitin öll. Hermann á Staðarhóli hefur lokið vegferð sinni á þessari jörð og ver- ið kallaður heim. Starfsdagur hans var langur og iðjuríkur. Við sem einu sinni vorum fjölskyldan á Grenjaðarstað bindum honum fá- tæklegan orðakrans til að þakka honum samfylgdina, biðja ástvin- um hans blessunar og lofa Guð sem gaf hann. Mín kveðja er orð, sem á sér ekkert nafn, aðeins minn hugur mælir – nemur þinn? Fjarlægð er ekki, allur tími jafn eins þó að dauðinn signi hvarminn minn. (Aðalbjörg Bjarnadóttir á Hvoli.) Hermann Hólmgeirsson ✝ HermannHólmgeirsson fæddist í Hellulandi í Aðaldal 21. októ- ber 1932. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 23. ágúst 2011. Útför Hermanns fór fram frá Grenj- aðarstaðarkirkju 3. september 2011. Góðir nágrannar eru meðal dýrmæt- ustu gæða hér á jörð. Eitt er að vita það af bókum en dásamlegt að reyna það í eigin lífi. Við fjölskyldan áttum því láni að fagna er við fluttum í Grenjaðarstað fyrir réttum aldarfjórð- ungi að eignast góða nágranna á alla vegu. Hermann á Staðarhóli stóð okkur þó nær en margur frá fyrstu stundu vegna þess að auk alls ann- ars flutti hann okkur póstinn. En hann átti líka ráð undir rifi hverju og lét sér mjög annt um sína nýju nágranna. Það allt sem eins og sjálfsagðir hlutir fylgdi með póst- inum getum við aldrei fullþakkað. Ég hafði löngu áður, vetrarmaður á fermingaraldri á Grenjaðarstað, kynnst Staðarhólsheimilinu og not- ið góðs af traustri hlýju Hannesar og Halldóru og þekkti líka til í Hellulandi og vissi því fyrirfram að góðs væri að vænta frá þeim hjón- um Maríu og Hermanni, en vissi þó ekki neitt. Það tók öllu fram. Hann kom í dyrnar, stóð stutt við, en skildi eftir sína góðu nær- veru þegar hann fór. Bros og traust. Hann var réttsýnn og ráð- hollur, sanngjarn og samstarfsfús. Honum var það jafn eðlilegt og að draga andann að leggja sitt af mörkum til að leysa annars vanda. Hann hafði góðan húmor og næma tilfinningu fyrir fjölbreytileika mannlífsins. Og svo var hann bassi í kórnum. Á venjulegum sunnu- degi, á hátíðastundum og sorgar- stundum. Í hinu nána samfélagi sveitarinnar er hlutverk kórsins af öðrum og æðri toga en í hinu stærra samhengi. Enginn nema annar prestur getur skilið hversu dýrmætt það er á erfiðum stundum í kirkjunni þegar sorgin liggur þungt á söfnuðinum að mega hvíla í traustum kórsöng á milli þess sem maður les texta og bænir og flytur sín minningarorð. Eins og kirkjan stendur á traustri grjóthleðslu og haggast ekki á grunninum þótt geisi veður, er bassinn hinn trausti grunnur sem minnir á óhaggan- lega forsjón Guðs og elsku hans. Er þó í engu dregið úr vægi ann- arra radda! Allar myndir mannanna um það sem bíður heima hjá föður lífsins þegar hann kallar, eru fylltar tón- um og hljómum. Inn í þann hljóm- aheim er nú genginn okkar góði vin Hermann á Staðarhóli þar sem bíða vinir í varpa. Við biðjum Guð að taka vel á móti honum og styrkja þau sem hann elska. Margrét og Kristján Valur, Bóas og Benedikt. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein". Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.