Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Skáldsagan Lýtalaus eftirTobbu Marinós er sjálfstættframhald bókarinnar Maka-laus sem kom út í fyrra. Sú bók seldist vel og voru gerðir sam- nefndir sjónvarpsþættir eftir henni sem voru sýndir á Skjá einum síðasta vetur. Í þáttunum endaði Lilja, að- alpersónan, fyrir bíl en ekki var það samt svo í fyrri bókinni. Lýtalaus hefst á því að Lilja er á leiðinni á Heilsustofnunina í Hveragerði í end- urhæfingu eftir bílslys. Hún er fúl og feit en dvölin á stofnuninni verður ánægjulegri en hún á von á. Er það grunnurinn að atburðarásinni í bókinni. Eftir dvöl- ina í Hveragerði fer hún í heimsókn til Danmerkur og gengur í gegnum súrt og sætt með vinum sínum. Eins og í fyrri bók eru karlmenn, kynlíf, kokteilar og kalóríur Lilju efst í huga. Kalóríur og holdafar eru henni kannski aðeins of ofarlega í huga því fram yfir miðja bók kemur líkamsfita eða kalóríufjöldi fyrir á nánast hverri einustu síðu. Svo mikið er að- alpersónan látin velta holdafarinu fyr- ir sér að ég var orðin virkilega fúl yfir því við lesturinn. Er þetta allt sem kvenfólk hugsar um og veltir sér upp úr allan daginn? Hvort þær eru feitar, hvað þær láta ofan í sig og hvað aðrir eru grannir? Vissulega hefur Lilja þyngst í kjölfar sjúkrahúslegu en „kommon“, þessar holdafarshugsanir hennar eru bara sjúklegar og setja söguna á fáránlegt plan. Því ólíkt Bridget Jones vantar oftast almenni- lega kaldhæðni í fitutalið. Þegar per- sóna í bók er látin hugsa um hollustu- innihald í hverjum einasta bita sem hún lætur ofan í sig getur manni ekki annað en þótt hún leiðinleg og vinir hennar, sem eru gagnteknir af fitu, líka. Auk þess sem skilaboðin sem bókin sendir eru: hamingjan felst í holdafarinu, þ.e að vera grönn. Konur eiga ekki að fá samviskubit yfir hverjum einasta bita sem þær láta ofan í sig, heilbrigt líferni er málið og það á að krefjast jafnlítillar hugs- unar og að fara á klósettið. Það leið- inlegasta sem ég veit er megrunartal og eins og lesa má út úr þessu fór það ferlega í taugarnar á mér í bókinni, skemmdi eiginlega annars fína sögu. Ég var hrifin af Makalaus og ég er að mörgu leyti hrifin af þessari bók líka og hef fulla trú á Tobbu sem rit- höfundi. Mér finnst reyndar að hún eigi að einbeita sér að því að skrifa skáldsögur, gefa sér góðan tíma í það, og sleppa lífsstílsbókunum. Tobba er nefnilega fyndin, hefur fínan og ein- kennandi stíl og hefur allt til að bera til að skrifa enn betri skvísuskruddu en þessa. Lýtalaus er betur uppbyggð og þéttari en Makalaus sem var þó betri bók efnislega. Söguþráðurinn í Lýtalaus er samfelldur og rennur vel en dýptina vantar hins vegar, per- sónusköpunin er grunn og atburða- rásin flöt. Tobba býður í þetta skiptið bara upp á froðuna sem hún fleytti of- an af sultunni. Lýtalaus er fljótlesin, oft á tíðum fyndin og þegar ég horfði framhjá holdafarshugsunum Lilju gat ég haft gaman af henni. Tobba ætlar sér aug- ljóslega að skrifa bók nr. 3 og hlakka ég til að lesa hana. Vonandi er að Lilja verði þá komin í þyngd sem hún er sátt við og geti beint sjónum að öðru og mikilvægara en fitunni á lærunum á sér. Lýtalaus „light“ Lýtalaus bbnnn Eftir Tobbu Marinós. JPV gefur út 2011. 250 bls. kilja. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Eggert Tobba Býður bara upp á froðuna sem hún fleytti ofan af sultunni. Í kvöld heldur hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsans tónleika á Café Haiti við Reykjavíkurhöfn. tónleikarnir eru liður í tónleikaröð sveitarinnar á Cafe Haiti, en þar mun hún leika mánaðarlega í vetur. Hljómsveitin var stofnuð um mitt síðasta ár og er skipuð þeim Hauki Gröndal á klarínett, Ásgeiri Ás- geirssyni á tamboura, bouzouki og saz, Þorgrími Jónssyni á rafbassa og Erik Qvick á trommur og slag- verk. Tónleikar Skuggamyndir frá Býs- ans leika á Café Haiti í kvöld. Tónleikar á Café Haiti Danshátíðin Reykjavík Dance Festival hófst 5. september sl. og lýkur á sunnudaginn, 11. sept- ember. 14 ný íslensk dansverk eru frumsýnd á hátíðinni og jafn fjölbreytileg og þau eru mörg. Í kvöld kl. 22 mun fjölþjóðlegi hópurinn Raven sýna verk sitt Court 0.9144m í portinu við Tjarnarbíó og Menningarfélagið frumsýnir verk sitt Retrograde í Tjarnarbíói kl. 19. Verkið fylgir tilraunum tveggja einstaklinga til að fóta sig við ókunnar aðstæður og takast á við heiminn eftir að honum hefur verið umturnað, að því er fram kemur á vef hátíð- arinnar. Dansmynd sem unnin var samhliða verkinu hefur ferðast víða um heim og unnið til verðlauna á erlendum hátíðum en hún verður sýnd í Bíó Paradís í dag kl. 15. Í kvöld verður einnig sýnt verk sænsks verðlaunadans- höfundar, Ölmu Södeberg, Cosas. Dedication eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur verður sýnt í Kex hostel kl. 18; Belinda og Gyða eftir Steinunni Ketilsdóttur og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur í Tjarnarbíói kl. 20.30 ásamt verk- inu Vorblótið eftir danshópinn MyPocket Production. Nánari upplýsingar um hátíðina og ít- arlega dagskrá hennar má finna á vef hátíðarinnar, reykjavik- dancefestival.is. Dansinn dunar í Reykjavík Ljósmynd/Bart Grietens Dans Úr verkinu Court 0.9144m sem sýnt verður á danshátíð í kvöld. Zombíljóðin – frumsýning í kvöld TRYGGÐU ÞÉR SÆTI! 4 sýningar á 11.900 kr. með leikhúskorti Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fullkominn dagur til drauma Fös 30/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Sun 23/10 kl. 20:00 Sun 30/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Svanurinn (Tjarnarbíó) Sun 6/11 kl. 14:00 Sun 13/11 kl. 14:00 Sun 20/11 kl. 14:00 Sun 27/11 kl. 14:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Dedication Fös 9/9 kl. 18:00 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Kex Hostel Nú nú Lau 10/9 kl. 17:00 Reykjavik Dance Festival - Sýn á Listasafninu, Hafnarhúsið. The Lost Ballerina Lau 10/9 kl. 13:30 Lau 10/9 kl. 15:15 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafni Reykjavíkur Retrograde + Cosas Fös 9/9 kl. 19:00 Lau 10/9 kl. 19:00 Reykjavik Dance Festival Court 0.9144m Fös 9/9 kl. 22:00 Reykjavik Dance Festival ˆ > a flock of us > ˆ Lau 10/9 kl. 13:00 Lau 10/9 kl. 14:15 Lau 10/9 kl. 16:00 Reykjavik Dance Festival - Sýnt á Listasafninu, Hafnarhúsinu Belinda og Gyða + Vorblótið Fös 9/9 kl. 20:30 Lau 10/9 kl. 20:30 Reykjavik Dance Festival Tripping North Lau 10/9 kl. 22:00 Reykjavik Dance Festival Gróska 2011 Fim 15/9 kl. 19:30 Fös 16/9 kl. 19:30 Lau 17/9 kl. 14:30 Höfundahátíð Félags leikrita og handritshöfunda Eftir Lokin Lau 29/10 kl. 20:00 Fim 3/11 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 20:00 Fim 17/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Lau 26/11 kl. 20:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 3/12 kl. 20:00 Svanurinn Sun 6/11 kl. 14:00 Sun 13/11 kl. 14:00 Sun 20/11 kl. 14:00 Sun 27/11 kl. 14:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.