Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Það er búið að vera skemmti-legt að sjá á síðustu árumhvernig listamenn sem eruhluti af pólitísku rétttrún- aðarkirkjunni hafa snúist gegn Lars Von Trier og eru sumir farnir að hata hann. Hann er ekki búinn að sýna nýjustu mynd sína þegar klerk- arnir úr listamannastéttinni eru farnir að níða hann niður. Samt var hann þeirra uppáhald fyrir mörgum árum. Reglan er náttúrlega sú að ólátabelgir og ólíkindatól fái hrós frá þeim og þeir lagi síðan gagnrýni sína og ólæti að óskum rétttrúnaðarins. Enda halda klerkar rétttrúnaðarins öllum völdum í menningarheiminum og allar úthlutunarnefndir eru í þeirra höndum. En Lars Von Trier hefur ekki látið að stjórn þeirra né nokkurs manns. Svo fór á endanum þegar Lars Von Trier var að kynna Melancholiu í Cannes að hann fór út fyrir öll mörk, þannig að jafnvel fólk sem hlýðir ekki skipunum úr reglu rétttrúnaðarins ofbauð. Enda hefur Lars Von Trier hagað sér eins og siðprúður strákur pólitíska rétttrún- aðarins í öllum viðtölum síðan þá. Það er hugsanlega loksins búið að temja hann. Mynd hans Melancholia var þegar farin að fá slæma dóma intelektúela áður en hún var frumsýnd. Ég var á frumsýningunni á myndinni í Can- nes og menn annaðhvort elskuðu hana eða hötuðu. Sagan er bæði erfið og auðveld í senn. Hann brýtur í raun öll lögmál í uppbyggingu handrits með því að byggja upp spennu fyrir ýmsum samskiptum í fyrri hluta mynd- arinnar sem síðan skipta engu máli í seinni hluta hennar. Því allt sem skipti svo miklu máli í fyrri hlut- anum verður einskis virði þegar í ljós kemur um miðbik myndarinnar að risastór hnöttur mun lenda á plánetunni og tortíma henni og öllu sem á henni er. En á vissan hátt fylgir hann reglum formúlunnar fram að því og byrjar upp á nýtt í seinni hlutanum. Myndin virkar eins og tvær sjálf- stæðar myndir. Báðar eru þær góð- ar og halda fast í hendur hvor ann- arrar, gætu ekki án hvor annarar verið. Sagan hefst á því að hin þung- lynda Justine (Kirsten Dunst) er að fara að giftast Michael nokkrum, næs og flottum strák. Brúðkaupið er haldið í glæsilegum kastala og allt borgað af systur Justine, Claire, (Charlotte Gainsbourg) og eig- inmanni hennar, John, (Kiefer Sut- herland) sem eru moldrík. Pening- arnir hjá þeim eru ótakmarkaðir sem og íburðurinn í veislunni. Just- ine fjarlægist vinnuveitanda sinn, ættingja og eiginmann og á erfitt með að halda áhuga á neinu og brúð- kaupið fer í vaskinn. Hún sekkur svo djúpt í þunglyndið að hún getur ekki lengur gengið. Lýsingarnar á þung- lyndinu eru ákaflega sannfærandi og lýst af miklu næmi. Þegar ljóst verður að hnöttur mun lenda á jörðinni og eyða öllu lífi, verða allir peningar þeirra Claire og Johns einskis virði, allar pælingar þeirra og allt í heiminum. Þunglynd- isleg viðhorf Justine fá gildi. Þegar heimsendir nálgast er hún líka sú eina sem hegðar sér eðlilega og sú eina sem er undir hann búin. Myndin skartar miklum stjörnum en systurnar sem eru í aðal- hlutverki, þær Dunst og Gainsbourg leika virkilega vel í erfiðum hlut- verkum sínum. Þær eru eiginlega frábærar. Tengslin milli þeirra eru djúpstæð og maður sér fáar feilnót- ur. Lars Von Trier nostrar við leikinn hjá öllum leikurunum, ekki aðeins hjá þeim sem eru aðal. Leikarar í aukahlutverkum sleppa ekki fyrr en þeir hafa skilað hlutverki sínu með sannfærandi hætti. Myndatakan og sjónræni hluti myndarinnar er frábær og umfram allt ákaflega melankólískur. Hægt og hægt þyngdi yfir manni á meðan maður fylgdist með hægfara tortím- ingu jarðarinnar. Mjög áhrifarík mynd og sannfærandi. Þeir sem þola ekki myndina hafa kallað hana til- gerðarlega og það má örugglega segja það. Rétt eins og það má segja það um öll listaverk ef maður er þannig stemmdur. Sjónrænt og leikrænt meistaraverk Háskólabíó Melancholia  Leikstjóri: Lars Von Trier. Leikarar: Kirs- ten Dunst, Charlotte Gainsbourg og Kiefer Sutherland. Þýskaland, Frakk- land, Ítalía, Danmörk og Svíþjóð, 2011. 136 mín. BÖRKUR GUNNARSSON KVIKMYNDIR Heimsendir Jörðin á ekki möguleika eins og sést á þessari mynd þegar hún lendir í vegi fyrir smáhnetti utan úr geimnum. Þá er ekkert hægt að gera. Með samstarfinu er hátíska á sviði fata- hönnunar sýnd við nýjar að- stæður 41 » Á sunnudag lýkur sýningu á verkum frönsku listakonunnar Louise Bour- geois í Listasafni Íslands. Sýningin, sem ber yfirskriftina Kona / Femme. Á sýningunni eru málverk, högg- myndir, teikningar, grafík og inn- setningar, frá 1946 til 2008, þar a meðal innsetning hennar Cell (Black Days), frá 2006, sem nú er sýnd í fyrsta sinn. Á sunnudag kl. 14 verður Halldór B. Runólfsson, safnstjóri, með leið- sögn um sýninguna kl. 14.00 og fjallar þá um samruna lífs og listar er einkennir verk Bourgeois, tákn- merkingu og tíðaranda. Hann mun einnig fjalla um aðra sýningu sem lýkur á sunnudag, Kjarval, Úr fór- um Jóns Þorsteinssonar og Eyrúnar Guðmundsdóttur, en á henni er úr- val málverka og teikninga eftir Jó- hannes Sveinsson Kjarval úr safni Jóns Þorsteinssonar íþróttakennara og konu hans Eyrúnar Guðmunds- dóttur. Á sýningunni er lögð áhersla á kúbíska abstraksjón og fígúrur í lifandi landi. Lok Frá sýningu á verkum Louise Bourgeois í Listasafni Íslands. Sýningalok í Listasafni  Síðasta sýning- arhelgi Konu / Femme og Kjarvals Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir pall- borðsumræðum á Bók- menntahátíð á morgun kl. 13.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Leitað verður svara við því hvaða þýðingu útnefningin hafi haft fyrir aðrar borgir og hvað hún muni hafa í för með sér fyrir Reykjavík. Þátttakendur í umræðunum verða Einar Örn Benedikts- son, Svanhildur Konráðsdóttir, Sjón, Ali Bowden, og Jane Alger. Þær Bowden Alger fjalla um fram- kvæmd og þýðingu útnefningarinnar í sínum heimaborgum. Bókmenntir Umræður um Bókmenntaborg Svanhildur Konráðsdóttir Rósa Sigrún Jónsdóttir opnar sýningu í Listasal Mosfells- bæjar í Kjarna, Þverholti 2, í dag kl. 12.00. Sýningin byggist á textílinnsetningu og hefur yf- irskriftina „Svo brothætt, svo eilíft“. Hún stendur til 1. októ- ber næstkomandi. Rósa Sigrún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2001 og hefur tekið þátt í samsýn- ingum og haldið fjölda einka- sýninga; sýningin nú er fimmtánda einkasýning hennar. Auk sýningarhalds hefur Rósa Sigrún kennt myndlist, verið sýningarstjóri og tekið að sér ýmis verkefni. Myndlist Rósa Sigrún sýn- ir í Mosfellsbæ Rósa Sigrún Jónsdóttir Sýningin „Reynsla er Þekk- ing“ verður opnuð í verksmiðj- unni á Hjalteyri á laugardag kl. 14.00. Sýningin er margþætt og er samstarfsverkefni Sharka Mrnakova, George Hollanders og Birgit Ehrhardt. Á sýngunni beina þau sjónum að eko- og úti- kennslu í leikskólum, nátt- úrulegum leikgörðum og áhrif- um þeirra á þroska fólks – bæði andlegan og líkamlegan. Meðal þess sem verður sýnt er afrakstur af þró- unarverkefni um útikennslu sem var unnið í sum- ar í samstarfi við leikskólann Iðavelli á Akureyri. Myndlist Reynsla er Þekk- ing á Hjalteyri Frá vinnu barnanna. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Tíbrártónleikaröð Salarins hefst á laugardag með tónleikum þeirra Selmu Guðmundsdóttur og Sigrún- ar Eðvaldsdóttur, en þær stöllur halda einmitt upp á 25 ára sam- starfsafmæli um þessar mundir. Efnisskrá tónleikanna spannar verk frá Reykjavík til Kína, sem samin eru á um 120 ára tímabili, en þau eiga flest það sameiginlegt að vera sprottin upp úr eða leita fyr- irmynda í tónlistararfi nokkurra landa. Flutt verður rapsódía eftir Bela Bartok og Ungverskt þjóðlag nr. 1 eftir Johannes Brahms, sem bæði eiga rætur í ungverskri sígauna- tónlist, Íslensk svíta Jórunnar Við- ar sem sækir í íslenskan þjóðlaga- arf, Sólarupprás yfir Tashikuergan eftir tónskáldið Chen Gang sem ber sterk kínversk einkenni, Tambourin Chinois eftir Fritz Kreisler sem er, eins og nafnið ber með sér, evr- ópskur endurómur frá fjarlægu landi, 5 ljúflingslög eftir Atla Heimi Sveinsson, en í þeim leitar Atli Heimir í sjóð íslenskra sönglaga eldri tónskálda og útsetur fyrir Selmu og Sigrúnu, og Svíta í göml- um stíl eftir Alfred Schnittke sem samin er í anda klassísku meist- aranna. Eins og getið er verða þetta fyrstu Tíbrártónleikar vetrarins í Salnum, en alls verða átta tónleikar í Tíbrárröðinni, þeir næstu 22. október þegar Albert Mamriev minnist 200 ára fæðingarafmælis Franz Lisz, en tónleikar verða í hverjum mánuði fram í maí. Frá Reykjavík til Kína  Fyrstu Tíbrár- tónleikar vetr- arins í Salnum Morgunblaðið/RAX Samhentar Selma Guðmundsdóttir píanóleikari og Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari fagna 25 ára samstarfsafmæli á árinu og opna Tíbrártónleikaröð vetrarins í Salnum á laugardag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.