Morgunblaðið - 09.09.2011, Side 40

Morgunblaðið - 09.09.2011, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Þriðja kvikmyndin um grall- araspóann Sveppa, þ.e. Sverri Þór Sverrisson og vini hans Góa (Guðjón Karlsson) og Villa (Vilhelm Anton Jónsson) verður frumsýnd í Sambíó- unum í dag og heitir sú Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Leikstjóri mynd- arinnar er sá sami og leikstýrði hin- um, Bragi Þór Hinriksson en hand- ritið skrifuðu Bragi og Sveppi í sameiningu. Sem fyrr segir af stór- kostlegum ævintýrum Sveppa, þ.e. þess Sveppa sem skemmt hefur börnum á helgarmorgnum á Stöð 2 til fjölda ára. Blaðamaður sló á þráð- inn til Sveppa í gærmorgun og ræddi við hann um myndina. „Í gegnum tíðina, í sjónvarpsþátt- unum sem ég hef verið með á Stöð 2, barnaþáttunum, hefur fylgt mér skápur sem er töfrum gæddur. Okk- ur langaði alltaf að gera eitthvað meira úr honum, hann er stór og veg- legur. Þannig að þessi bíómynd fjallar um það, byrjar á því að ég er að flytja í Eyjabakka 9 í Breiðholt- inu. Það þarf að ferja skápinn á milli og það er einhver vondur kall, sem heitir bara vondi kall, þjófur, má segja að hann sér verktaki, sem ætl- ar að stela skápnum og koma til út- landa en þar er maður sem er búinn að borga fullt af peningum fyrir hann. Á svipuðum tíma kemst ég að því að töfraskápurinn er mjög mikl- um töfrum gæddur og meðal annars getur hann gleypt manneskjur. Og það er það sem hann gerir, Ilmur (Kristjánsdóttir) týnist inni í skápn- um og maðurinn stelur honum og ætlar að koma honum úr landi. Þá þurfum við þremenningarnir að taka á honum stóra okkar,“ segir Sveppi um söguþráð myndarinnar. Ekki nýr heimur – Eruð þið að vísa í sögu C.S. Lew- is, The Lion, the Witch and the War- drobe, að einhverju leyti? „Já, það hafa margir spurt hvort þetta sé Narníu-fílingurinn. Upp- haflega ætluðum við að vera með þannig pælingu, að þegar þú ferð inn í skápinn komir þú út í öðrum heimi. Við byrjuðum að pæla dálítið í því, hvernig það gæti verið. Svo þegar við vorum að velta fyrir okkur sögunni þá var svo mikið vesen að skrifa það, við nenntum ekki að skrifa það þann- ig. Hvernig heimur er það sem tekur við manni? Þannig að við ákváðum að fara algjörlega aðra leið, ef þú festist inni í skápnum þá ertu bara þar.“ – Það hefði líka verið dýrt að búa til alveg nýjan heim, ekki satt? Sveppi hlær og tekur undir það. „Ég sá bara fyrir mér að þurfa að flytja lögheimili mitt upp í Lata- bæjar-stúdíóið.“ – Er þessi mynd svipuð hinum eða er þetta enn umfangsmeiri fram- leiðsla? „Ég myndi segja að þetta væri stærsta myndin en ef hún líkist ein- hverju myndi hún kannski líkjast frekar fyrstu myndinni. Þessi mynd gerist öll í Reykjavík og á svona stöð- um sem er gaman að kíkja inn á, eins og Þjóðminjasafnið, Skjalasafn Ís- lands, fornbókabúð niðri í miðbæ,“ segir Sveppi en tökur á myndinni fóru fram í sumar, hófust í lok maí og lauk í enda júní. Einfaldur og asnalegur -Hver leikur vonda kallinn? „Við vorum nú með ýmsar pæl- ingar um það hver ætti að leika hann. Við fundum nefnilega fyrir því, þó svo að okkur hafi ekki fundist mynd- irnar hræðilegar eða rosalega spenn- andi, að þegar krakkar sjá þær verða þeir alveg svakalega hræddir þannig að við ákváðum að reyna að finna vondan kall sem væri svolítið einfald- ur en samt asnalegur. Og það var Hallur Ingólfsson,“ segir Sveppi og hlær og á bak við hann heyrist leik- stjórinn hlæja með. – Hvernig er það, éta börn þig ekki lifandi þegar þú ferð út í búð? „Ja, það er nú misjafnt. Jú, jú, þetta er náttúrlega eitthvað sem maður er búinn að kalla yfir sig. Jú, krakkar taka nú eftir mér og heilsa mér og svona og ef ég er í sundi er nú svolítið verið að kíkja á kallinn.“ Veglegur skápur töfrum gæddur Ævintýri Villi, Ilmur Kristjánsdóttir og Sveppi í Algjörum Sveppa og töfraskápnum.  Þriðja myndin um Sveppa og vini hans, Algjör Sveppi og töfraskápurinn, verður frumsýnd í dag í Sambíóunum  Vinkona hans Ilmur lokast inni í skápnum og félagarnir þurfa að kljást við illmenni Vondur Hallur Ingólfsson skuggalegur í hlutverki vonda karlsins. SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI LARRY CROWNE FRÁBÆR RÓMANTÍSK GRÍNMYND COLIN FARRELL ER FRÁBÆR Í ÞESSUM MAGNAÐA THRILLER HHHH - K.S. ENTERTAINMENT WEEKLY - S.B. USA TODAY HHHH - P.H. SAN FRANCISCO HHHH SÝND Í ÞRÍVÍDD ALGJÖR SVEPPI kl. 4 - 4:30 - 6 - 6:30 - 8:30 2D L LARRY CROWNE kl. 5:50 - 8 2D 7 FRIGHT NIGHT kl. 8 - 10:20 3D 16 HORRIBLE BOSSES kl. 8 - 10:20 2D 12 FRIGHT NIGHT kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 2D VIP GREEN LANTERN kl. 3:30 - 10:20 3D 12 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 7 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 2D L FINAL DESTINATION 5 kl. 10:30 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 2:30 - 3 - 5 - 5:30 2D L COWBOYS & ALIENS kl. 8 2D 14 FRIGHT NIGHT kl. 8 - 10:30 3D 16 HORRIBLE BOSSES kl. 10:40 2D 12 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:40 2D 7 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 2:30 3D - 5 2D L FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:20 3D 16 HARRYPOTTER7 kl. 2:30 - 5 3D 12 / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA FRÁ HÖFUNDUM SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SÝ Í LF B , E ILS LL, AKUREYRI, KEFLAVÍ OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.