Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Eftirtaldar kvikmyndir verða frum- sýndar í kvikmyndahúsum hér á landi í dag. Algjör Sveppi og töfraskápurinn Þriðja myndin um Sveppa og vini hans. Sjá umfjöllun á bls. 40. Fright Night Endurgerð á vampírumyndinni Fright Night frá árinu 1985. Í mynd- inni segir af ungum manni, Charlie Brewster, sem býr með móður sinni. Dag einn flytur inn í næsta hús náungi að nafni Jerry sem virðist hinn viðkunnanlegasti. Vinur Char- lie, Ed, telur hins vegar að Jerry sé vampíra og gæði sér á fólki í skjóli nætur. Charlie hefur enga trú á því í fyrstu en þegar hann fer að njósna um nágrannann kemur í ljós að Ed hafði rétt fyrir sér. Leikstjóri mynd- arinnar er Craig Gillespie en með aðalhlutverk fara Anton Yelchin, Colin Farrell og David Tennant. Metacritic: 64/100 Mótvægi Heimildarmynd eftir Guðberg Dav- íðsson sem fjallar um Bryndísi Pét- ursdóttur, jarðfræðilega streitu, rafsegulbylgjur og áhrif þessara fyrirbæra á líðan fólks. Bryndís finnur þessar bylgjur og gerir þær óskaðlegar með Mótvægiskubbnum sem hún hannaði. Melancholia Nýjasta kvikmynd danska leikstjór- ans Lars von Trier. Myndin segir af Justine sem mun brátt ganga að eiga unnusta sinn en glímir við streitu og alvarlegt þunglyndi. En allt breytist þegar í ljós kemur að reikistjarna stefnir í átt að Jörðu og að heimsendir er í nánd. Gagnrýni um myndina má finna á bls. 38 í blaðinu í dag. Í aðalhlutverkum eru Kirsten Dunst, Alexander Skars- gård, Charlotte Gainsbourg og Kie- fer Sutherland. Knuckle Heimildarmynd eftir Ian Palmer um þrjár írskar fjölskyldur og átök milli þeirra. Palmer fylgdist með blóð- ugum bardögum þeirra í ein tólf ár, hnefaleikabardögum þar sem engir hanskar voru notaðir heldur barist með berum höndum. Rotten Tomatoes: 100% Ge9n Heimildarmynd eftir Hauk Má Helgason um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Ári eftir aðgerð- ina voru þessi níu ákærð fyrir árás á Alþingi. Í myndinni er grennslast fyrir um sýn þeirra á íslenskt sam- félag o g samtíma okkar, hvað þeim gekk til sem gengu lengra en flestir 40 dögum fyrir búsáhaldabylt- inguna svokölluðu, eins og því er lýst á vef Bíó Paradísar. Colombiana Hasarmynd með leikkonunni Zoe Saldana í aðalhlutverki. Hún leikur konu sem hefur frá æsku búið sig undir að verða launmorðingi eftir að hafa horft upp á foreldra sína myrta og leitar nú hefnda. Leik- stjóri er Olivier Megaton og í öðrum helstu hlutverkum Jordi Molla og Michael Vartan. Metacritic: 45/100 Bíófrumsýningar Íslenskar og erlendar í bland Óttanótt Úr vampírumyndinni Fright Night, endurgerð kvikmyndar frá árinu 1985. Colin Farrell í hlutverki blóðsugunnar Jerry. Tískuhönnuðurinn John Galliano var sakfelldur af dómstóli í París í dag fyrir gyðingahatur og dæmdur til að greiða jafnvirði tæplega einnar milljónar króna í sekt. Svívirti hann gesti á veitingastað í París en Galliano var ölvaður þegar atvikið átti sér stað. Hann átti yfir höfði sér sex mánaða fangelsisvist en slapp með skrekkinn. Hinn fimmtugi Breti, sem var rekinn frá tískurisanum Dior í kjölfar hneykslisins, var ekki viðstaddur þegar dómurinn var kveðinn upp. Var Galliano yfirhönnuður fyrirtækisins í fimmtán ár auk þess að reka eigið vöru- merki. Galliano hefur haldið því fram að hann hafi ekki fordóma gegn gyðingum en viðurkennir að muna ekki eftir kvöldunum sem atvikið átti sér stað. Þar væri áfengis-, svefntöflu- og verkjatöflufíkn um að kenna. Bar hann að hann hefði síðan farið í tveggja mánaða langa meðferð í Arizona-ríki í Bandaríkjunum og í Sviss. Galliano sakfelldur Sekur John Galliano. SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% COLOMBIANA KL. 8 - 10.10 16 30 MINUTES OR LESS KL. 6 14 Á ANNAN VEG KL. 6 10 THE CHANGE-UP KL. 8 - 10 14 OUR IDIOT BROTHER KL. 5.50 - 8 - 10.10 7 OUR IDIOT BROTHER LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 7 KNUCKLE KL. 8 - 10 16 30 MINUTES OR LESS KL. 6 - 8 - 10 14 SPY KIDS 4 4D KL. 3.20 - 5.50 - 8 L STRUMPARNIR 3D ÍSL. TAL KL. 3.20 - 5.40 L STRUMPARNIR 2D ÍSL. TAL KL. 3.20 L ONE DAY KL. 3.30 - 10.10 12 COLOMBIANA KL. 8 - 10.10 16 MELANCHOLIA KL. 6 - 9 12 Á ANNAN VEG KL. 6 - 8 10 30 MINUTES OR LESS KL. 10 14 SPY KIDS 4D KL. 5.50 L ÞAÐ EIGA ALLIR EINN SVOLEIÐIS -K.H.K., MBL -E.E., DV - H.V.A. - FRÉTTABLAÐIÐ LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar COLOMBIANA Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 (Power) THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 8 - 10:15 THE CHANGE-UP Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 4 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 - 6 STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 4 HEFURÐU EINHVERN TÍMANN VILJAÐ VERA EINHVER ANNAR? FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITSHÖFUNDUM THE HANGOVER Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! BYGGÐ Á SANNRI SÖGU! ÞRÆLMÖGNUÐ MYND UM SON SADDAM HUSSEIN HÖRKU SPENNUMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „TAKEN“ -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum POWE RSÝN ING KL. 10 :15 Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út glæsi- legt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 16. sept. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 12. sept. MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi hönnunInnlit á heimili Lýsing Skipulag á heimilinu Stofan Eldhúsið Baðið Svefnherbergið Barnaherbergið Málning og litir Gardínur, púðar, teppi og mottur Blóm, vasar og kerti Innanhússhönnun Þjófavarnir Ásamt fullt af öðru spennandi efni um heimili, hönnun og lífsstíl NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569 1105 Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem eru að huga að breytingar á heimilum sínum. Skoðuð verða húsgögn í stofu, eldhús, svefnherbergi og bað, litir og lýsing ásamt mörgu öðru sem er huggulegt fyrir veturinn. Heimili & hönnun SÉRBLAÐSÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.