Teningur - 01.05.1988, Side 6

Teningur - 01.05.1988, Side 6
Langartil að.... langa ekki til neins. Herra, ég bendi á þig bannfærandi* fingri mínum: stundum langar mann að hafa fæöst án hjarta. í Ijóðum sínum sér skáldið manninn sem veikbyggða og viðkvæma veru sem berst ein síns liðs og varnarlaus í heimi sem er fjandsamlegur og ógn- andi. Vallejo finnst hann búa undir óheillastjörnu og vera eins og sjáandinn í myrkrinu: hann sér þótt aðrir sjái ekki að í heiminum ríkir myrkt og ógnandi afl sem býr yfir illsku og ásækir manninn og veitir honum þung högg - eins og guð í almætti sínu beini öllu sínu hatri að manninum. César Vallejo var alinn upp í strangri kaþólskri trú og það stóö jafnvel til að láta hann læra til prests. Og þótt hann kasti síðan barnatrúnni er af staða hans lituð af fyrri trúrækni. í bókinni Sendiboóarnir svörtu gerir hann upp- reisn gegn guöi en þó er viðhorfið til hans blendið. Stundum finnst honum guö vera fjandsamlegur, óréttlátur og grimmur. í öðrum Ijóðum virðist hann vera jafnveikur og maöurinn er, hann er góðviljaður, en reynist ófær um að stjórna gangi lífsins, hann skortir vald til að gera hið góða sem hann vill. Jafnvel guð sleppur ekki fremur en skáldið undan hinum illu örlögum og hann sleppur ekki fremur en mennirnirundan þjáningunni. Hann axlar hana en verður þó aumkunar- verður. Vorið kemur aftur, þaö kemur og fer. Og guð sem álútur gengur sinn veg síendurtekinn ítímans eilífu rás fetar einstigi með hryggsúlu alheimsins á herðum sér. í fyrstu bókinni verður þannig augljóslega vart lífsangistar skáldsins * Spænska orðið er í raun mun sterkara en íslenska orðiö að bannfæra (sem aö auki er verknaður mjög bundinn við kaþólska kirkju), þ.e. deicida: guðsmyröandi. en í Trilce birtist hún nánast í sérhverju atkvæði hennar. Málið sjálft, venjuleg orð, duga ekki alltaf til að tjá hugsun og tilfinningar skáldsins. Til að það megi takast býr hann til orð, eða endingar á orðin, eða hamrar á sama hljóðinu svo útkoman líkist einna helst urri eða ópi, merkingarlaust í sjálfu sér en samt sem áður hlaðið merkingu í óvæntu samhengi Ijóðanna: 999 calorías Rumbbb... Trraprrr rrach... chaz Serpentínica u del bizcochero engirafada al tímpano. (Hér verður merkingin ekki síst ráðin af hljómi orðanna, hörðum og hnökr- óttum.) Nafn bókarinnar ertilbúningur og merkir eitthvað í ætt við þrenningu eöa það sem þrennt er, að því er fræðimenn telja. Raunar ber mikið á töluorðum í bókinni, en annaðhvort standa þau án merkingar, eða þau hafa sérstakar skírskotanir sem skáldiö hefur sjálft skapað. Talan einn merkir til að mynda hina djúpstæðu einsemd einstaklingsins, og talan fjórir táknar fjóra veggi fangelsisins og tak- mörkun mannsins, en mörg Ijóðanna orti Vallejo á meðan hann var inni- lokaður í fangelsinu í Perú. í mörgum Ijóðanna vekur Vallejo upp minningu móður sinnar og kallar hana á sinn fund. Trúin bjargar honum ekki lengur, átakanlegri en missir guðs virðist honum vera missir móðurinnar. Þegar hann bjó í Lima, fjarri fjölskyld- unni leið honum eins og munaðar- leysingja. Viö dauða hennar er eins og hann hafi enn frekar glatað tilgangi sínum í lífinu. Meðmóðurinni erendan- lega horfið öryggið og kjölfestan, heimurinn breytist í botnlausa og merkingarlausa óreiðu, ægilega ringulreið af hlutum og orðum sem engin leiö er að greiða úr. í merkingarlausum heimi ríkir eilíft sambandsleysi milli mannsins og veruleikans sem Vallejo sýnir fram á með því að slíta hluti og orð úr sínu venjulega samhengi. Þannig standa þau í Ijóöum hans líkt og varnarlaus og villuráfandi, á sama hátt og einstaklingurinn sem leitar að slitnum rótum sínum og finnur ekki. Vallejo 4

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.