Teningur - 01.05.1988, Page 9
TIL MIGUEL BRÓÐUR MÍNS
in memoriam
Bróðir, í dag sit ég á steinbekknum utan við húsið
þar sem okkar er botnlaust tómiö.
Um þetta leyti dags lékum við okkur og mamma
reyndi að róaokkur: „Svona nú, strákar...“
Nú fer ég og fel mig
eins og áöur fyrir kvöldbænunum
og ég vona að þú finnir mig ekki.
í stofunni, frammi, eöa á göngunum.
Síðan felur þú þig og ég finn þig ekki.
Ég man að við grættum hvor annan, bróðir,
í þessum leik.
Miguel, þú faldir þig
nótt eina í ágúst, undir dögun,
ekki hlæjandi þá, heldur dapur.
Og þitt annað hjarta er nú orðið leitt á því að leita
síðdegin sálug á enda og finna þig aldrei. Og
á sálina fellur skuggi.
Heyrðu, bróðir. Ekki koma seint út.
Gerðu þaö. Mamma gæti orðiö hrædd um þig.
Úr Los heraldos negros
Sigfús Bjartmarsson þýddi