Teningur - 01.05.1988, Síða 12

Teningur - 01.05.1988, Síða 12
KÖNGULÓIN Ógnarstór, þessi könguló og hreyfist hvergi. Litlaus þessi könguló og líkamanum höfði og búk blæðir. í dag hef ég séð úr nálægð af hvílíku afli hún spennir til allra átta fæturna ótal marga. Og ég hef verið að hugsa um ósýnileg augun banvæna flugmenn köngulóarinnar. Þessi könguló skelfur á liðum, á egg steins, búkurinn á aðra hlið, höfuðið á hina. Með svo marga fætur greyið og ræður ekki enn fram úr vanda sínum og skynjar hættuna líkt og í leiðslu. Mér til mikillar hryggðar í dag þessi ferðalangur. Ógnarstór þessi könguló og búkurinn hindrar aö hún fylgi höfði sínu. Og ég hef verið að hugsa um augun og fæturna marga... Mér til mikillar hryggðar þessi feröalangur. Úr Los heraldos negros Sigfús Bjartmarsson þýddi

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.