Teningur - 01.05.1988, Page 15

Teningur - 01.05.1988, Page 15
OG HVAÐ EF NÚ EFTIR ÖLL ORÐIN Og hvað ef nú eftir öll orðin kæmist orðið ekki af! Ef eftir vængi fuglanna kæmist sitjandi fuglinn ekki af! Skárra væri, satt að segja, að éta hann sjálfur og sveiattan! Að hafa fæðst til að lifa á dauðanum! Að rísa upp frá himni niður til jarðar í krafti eigin afglapa og sjá fram á tóm til að slökkva skugga sinn með myrkrinu. Skárra væri, hreint út sagt, að éta hann sjálfur og hananú! Og ef eftir alla söguna létum við bugast ekki af eilífð heldur hversdagslegustu hlutum, eins og að vera heima og fara að gaumgæfa hlutina! Og ef við uppgötvuðum þá allt í einu að við lifðum af hæð stjarnanna að dæma á greiöunni og blettunum í vasaklútnum. Skárra væri, satt að segja, að éta hann sjálfur og basta! Sagt yrði að við bærum í öðru auganu mikla sorg og í hinu líka, mikla sorg og í báðum, þegar þau horfa, mikla sorg. Þá! Auðvitað! Þá... ekki orð! Úr Poemas humanos Gunnar Harðarson þýddi

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.