Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 24
MAGNÚZ GEZZON
MORÐ ÁN TILEFNIS
Þegar Jakob hafði legið andvökuna í
þrjá sólarhringa og bylt sér, skreið
hann fram í eldhús og náði í saxið,
laumaðist svo inn í svefnherbergið og
lét hnífinn vaða ótt og títt. Blindur og
trylltur hjakkaði hann og hjó; glotti
öskraði og hló uns á hann lagðist mók
og þungur svefn. Stundum hrökk
hann upp, blautur af svita og heitur
eða skjálfandi og kaldur. Þannig leið
tíminn í daunillri og loftlausri íbúðinni.
Þykk gluggatjöldin voru dregin fyrir og
daufir Ijósgeislar sem náðu aö skína
inn, mögnuðu myndirnar á veggjun-
um. Allt umhverfi hans var atað saur,
hlandi og blóði. Annað slagið teygaði
hann vatn úr flösku, tók inn lyf og bjó
einhversstaöar í fótum sínum og
höndum en höfuöiö á borðinu talaði án
afláts inn í vegginn sem hvíslar sjálfs-
morði að fjarlægu kvöldi, djúpt í
vitundinni þar sem enginn leikur
tveimur skjöldum. Konan á miðri
myndinni, næst glugganum brosir...
Fjólublá lína veltir mynt yfir þrí-
hyrninginn... Stelpan... Stelpan fyrir
löngu... Hún henti smásteinum á eitt
leiðið...Ég kallaði til hennar og spurði
hvers vegna hún gerði þetta, en fékk
aldrei svar; aðeins gelgjulegan hlátur
þegar hún hleypti steinunum niður úr
svuntunni og valhoppaði fyrir hús-
hornið.
Anna?
Já.
En styttan?
Frá hægri til vinstri eða þvert um geð
niöur götuna.
Hvað?
Sporbaugur augnanna reykir hugs-
anir mínar í stólnum og hún hvarf
hlæjandi á bak við húshornið og
sönglaði eitthvað...eitthvað um...
Rautt, blátt, grænt, gult, segireinhver.
Farðu, láttu mig í friöi.
Hann glottir þegar hann gengur inn í
þetta nýja hlutverk.
Svei, hugsar hún fremur en segir. Það
hallar stöðugt undan fæti... fæti...
undan fæti... svo langt sem augað
eygir.
Hafðu þetta helvítis djöfulsins
andskotans.
Anna?
Já.
Hvar ert þú, hvíslar hann.
Hérna ástin mín. Á myndinni við
hliðina á þér... í brúðarskartinu... Ég er
tilbúin... Presturinn fer að koma og
gestirnir eru mættir... Þarna er
altariö... Svo göngum við upp að því...
Nú getum við lagt af stað... Nei nei...
Þetta er rangt... Þú átt að bíða mín við
altariö...
Anna, vilt þú ganga að eiga manninn,
sem stendur þér við hliö?
Já.
Jakob vilt þú ganga að eiga...?
Já.
Dragið þá hringana hvort á annars
hönd og þau gripu vopnin og hófu þau
á loft áður en nokkur fékk að gert lágu
þau á gólfinu og hún hljóp hlæjandi
fyrir hornið og hann á eftir.
Velkomin inn í þennan bláa flöt segir
einhver og hleypur fagnandi á móti
þeim inn í hugsunina.
Klerkarnir tryllast og malda í móinn,
en geta ekkert gert því allt er afstaðið
og þeir strjúka andlit grátandi barns-
ins þurrum köldum fingrum.
Láttu riffilinn vera.
Nei, taktu hann og skjóttu sæla
dauðavímuna.
Tíminn líður inn í sköp brosandi konu
stendur í reglum hótelsins.
Gullin Ijóskeilan reykir síðustu
sígarettuna og þörfin er enn söm og
jöfn. Hausinn glottir, því allt er afstaðiö
í leik hinnar fullkomnu sjálfsstjórnar.
Seinna reið skotið af og þegar þeir
knúðu dyra var hann horfinn... að
eilífu horfinn.
22