Teningur - 01.05.1988, Síða 26

Teningur - 01.05.1988, Síða 26
vitnaóir líka í Beðió fyrir Marilyn Monroe eftir hann. Ef marka má þessi dæmi þykirþér meira koma tilástaljóóa Cardenal en baráttuskáldskapar hans. Sagt er aó Maceo hafi þótt meira koma til Gustavo Adolfo Bécquer en annarra Ijóóskálda. Hvernig má skýra aó mikilmenni sögunnar hafi Ijóórænan smekk? Sem mikilmenni sögunnar hafði Maceo Ijóðrænan smekk. Af hverju ættu mikilmenni sögunnar ekki að hafa Ijóðrænan smekk? Ljóð Ernesto Cardenal, Epigrammas, eru mikill skáldskapur. Það sagði ég. Ég sagði það vegna þess að ef til vill er ég svo- lítiö afbrýðisamur. Það er dapurlegt að vita til þess að ég verð aldrei Ijóðskáld á borð við Ernesto. Mér finnst að í dag séum við að valda okkur sjálfum vonbrigðum. Við erum að gera úr okkur misheppnuð Ijóð- skáld, því við höfum engan tíma til sköpunar. Stærstu verk sín á Ernesto Cardenal enn eftir að skrifa. Hann á eftir mörg ár til að færa okkur fegurri verk byggingarlistar hins talaða orös, af stórfenglegri alvöru, magnaða sið- feröilega og fagurfræðilega lærdóma. Það sem á sér stað hjá Cardenal er sama og á sér stað hjá Sergio Ram- irez, sem hefði getaö orðið góður rithöfundur. Bókmenntir ásamt næm- leika hans gerðu hann að góðum byltingarmanni. Nú eigum við ágætan varaforseta, en sennilega minnkar rithöfundurinn í honum með hverjum degi sem líður. Á hverjum degi hrjáir tímaskorturinn okkur, því dagurinn er bara tuttugu og fjórar klukkustundir. Til dæmis gef ég Omar Cabezas ekki mikiö svigrúm. Ég eyði tímanum í að krefjast einhvers af honum og hann, sem er einlægur verkamaöur, uppfyllir alltaf skyldur sínar gagnvart innanríkisráðuneytinu og heldur samt áfram að skrifa. Mér hefur verið sagt að hann sé búinn með eða um þaö bil að Ijúka við aðra bók. Ég veit ekki hvernig hann fer að því þegar hann hefur varla tækifæri til að jafna útlínurnar á yfirvaraskegginu og halda sér snyrtilega til fara. Myndataka sem listgrein, tengd kvik- myndum, myndataka sem sýnir veru- leikann í Nicaragua, kom fram eftir lokasóknina vorió 1979 og kannski nokkuó fyrr. Hvernig viltu meta þennan tjáningarmióil sem stendur? Það er satt. Á vissan hátt hefur myndataka endurfæðst. Við megum ekki gleyma því að með byltingu fæðist Ijósið. Því miður er kvikmyndun listgrein þar sem hæfileikamenn og jafnvel snillingar eru á framfæri milljónera, og við erum fátæk þjóð. Nokkrar heimildamyndir og nokkrar leiknar kvikmyndir hafa verið gerðar. Bræður og systur frá öðrum vin- veittum löndum hafa komið til að kvikmynda með okkur. Kvikmyndir verða að vera meðal forgangs- verkefna okkar. Ef Kúbanir hafa gert eitthvað af litlum efnum, getum við tekist á við okkar verk af næstum engum. Þannig gengur það nú og kannski finnum við olíuppsprettu á morgun - þetta er mögulegt. Með hugmyndaflugi, hæfileikum, næm- leika og kærleika er hægt að flytja heiminn úr stað, sem er miklu erfiðara en að búa til kvikmynd. Innanríkis- ráöuneytið hefur gert fjórar eða fimm kvikmyndir. Og ég hef ekki viljað hvetja til þess, hreinlega af efna- hagsástæðum. Aftur á móti er sjónvarp ódýrara og sennilega sú leið sem við munum þróa við okkar sérstöku kringumstæður. Ég hef alltaf verió gagntekinn af þeim gífurlega fjölda Ijóóskálda, og þaó góðra Ijóðskálda, sem land þitt státar af. En í frásagnaritun... Hún er næstum það sama í öðrum skilningi. Skáldsaga krefst þess að henni sé helgaöur líkami og sál, en Ijóð er hægt að skrifa milli eins fundar og hins næsta, milli einnar orrustu og þeirrar næstu. í grundvallaratriöum er Ijóðagerð innblástur, þar sem skáld- saga - þú getur bara spurt José Coronel Urtecho - er gufubað, nægur tími og hæfileikar. Ég er viss um að ef Sergio Ramirez helgaði bókmenntum allan tíma sinn, yrði hann stax mikill skáldsagnahöfundur. Hver getur skrifað skáldsögur í Nicaragua ef yfirþyrmandi ábyrgð hvílir á öllum sem eai hæfir til þess? Lizandro Chávez erupptekinn, Sergio er varaforseti lýðveldisins, Omar Cabezas fær ekki tíma til að draga andann - mér hefur verið sagt að Ijóðskáldið Julio Valle hafi lokið við skáldsögu, ég held að það sé eitthvað um Frjálslyndu byltinguna 1893. Fernardo Silva fæst við að skrifa Ijóö milli naflastrengja og sogandi hósta- hviða, og öðru hverju smásögur. Það er satt, þeir sem geta skrifað skáld- sögur í mínu landi eru framkvæmda- stjórar á sjúkrahúsum eða eiga aðild að forsetaembættinu. Nicaraguanskur veruleiki hefur her- tekiö alla rithöfundana. Það er óvenjuleg tilviljun að allir mennta- mennimir eru byltingarmenn, nema Pablo Antonio Cuadra, sem vætir rúmið þegar hann heyrir minnst á heimsvaldastefnuna. Á hverjum morgni vaknar hann gegndrepa af hræðslu. Aumingja Pablo Antonio, sem er mikiö skáld. Þar sem við geröum landareignir, hallir eða auöæfi, upptæk hjá öðrum, tókum við Ijóðlistina frá honum. Ég held að einhver ætti að elta Fernando Silva, sem skrifar stundum en er sítalandi, með segulband til að taka upp allt sem hann segir. Það væri vert að gefa það út. Þetta er eintal, þrungið gneistum og djúpum hugsunum, en því miður hefur engum dottiö í hug að taka Fernando upp. Hann getur sagt sögu á tíu mínútna fresti, en hann ertíu mánuði aðskrifa þó ekki sé nema eina. fíáóherra, óvinurinn talar um embætti þitt aó hætti Dante: kúgunartæki, ömurleg fangelsi, lögreglu sem pyntar. Mig langar til að þú ræóir um menningarstörf ráóuneytis þíns. Ja, við höfum lagt fram ákveðnar viðmiðanir fyrir baráttufólk innanríkis- ráðuneytisins. í grundvallaratriðum er það kúgunartæki. Við kúgum gagn- byltinguna og vondan smekk, sem er eitt og hið sama. Félagar okkar misþyrma aldrei gagnbyltingarsinnuð- 24

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.