Teningur - 01.05.1988, Page 28

Teningur - 01.05.1988, Page 28
ERNESTO CARDENAL BEÐIÐ FYRIR MARILYN MONROE Herra taktu við þessari stúlku sem er þekkt um allan heim undir nafninu Marilyn Monroe þótt það hafi ekki verið hennar rétta nafn (en Þú þekkir hið rétta, nafnið á munaðarleysingjanum sem var nauðgað 9 ára lítilli afgreiðslustúlku í búð sem ætlaði að drepa sig 16 ára) og nú gengur hún á Þinn fund án nokkurs andlitsfarða án blaðafulltrúa síns án Ijósmyndara og laus viö eiginhandaráritanir alein eins og geimfari andspænis nótt geimsins. Sem barn dreymdi hana að hún væri nakin í kirkju (eftir því sem Time segir) andspænis fjölda sem lá meö höfuðin við gólfið og hún þurfti að ganga á tánum til að stíga ekki á þau Þú þekkir drauma okkar betur en sálfræðingarnir. Kirkja, hús, hellirinn, þetta er hæli móðurskautsins en líka eitthvað meira en það... Höfuðin eru aðdáendurnir - að sjálfsögöu (sægur af höfðum í dimmu undir flóðljósi). En musteriö, þaö er ekki kvikmyndaver 20th Century-Fox. Musterið - sem er úr marmara og gulli - er musteri líkama hennar þar sem Mannssonurinn með svipu í hendi rekur burt kauphéöna 20th Century-Fox sem gerðu bænahús Þitt að þjófahelli. Herra hér í þessum heimi sem er mengaður syndum og geislavirkni lýsir Þú ekki bara afgreiðslustúlku seka þá sem eins og allar dreymdi um að verða kvikmyndastjarna. Sá draumur varð að veruleika (en að veruleika í tæknilit). Hún lék bara samkvæmt handritinu sem hún fékkfrá okkur - handriti lífs okkar sjálfra - sem var fáránlegt handrit. 26

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.