Teningur - 01.05.1988, Síða 38

Teningur - 01.05.1988, Síða 38
HALLGRIMUR HELGASON JOHN ER AFSLAPPAÐUR John M. Armleder er svissneskur listamaður sem á undanförnum árum hefur hlotiö viðurkenningu list- heimsins fyrir málverk sín og hús- gagnaskúlptúr, en hefur auk þess fengist talsvert við gjörninga. Hann er fæddur í Genf árið 1948 og er einhverjum íslendingum sjálfsagt kunnur því hann kenndi hér viö Handíöaskólann árið 1982 auk þess sem hann hélt þá tvær einkasýningar í Reykjavík, í Nýlistasafninu og Ganginum. Sumariö 1985 var hann einnig þátttakandi í samsýningu 6 svissara í Nýlistasafninu. Síðastliðið vor var hann hinsvegar með tvær einkasýningar með stuttu millibili í New York og féllst fúslega á að ræða við mig þrátt fyrir að hann ætti enn eftir að mála upp í seinni sýninguna sem þá átti að opna eftir 10 daga. Nú hefur þú langa sögu a<5 baki sem listamaóur, geturóur frætt okkur eitthvaó um upphaf hennar? Já, það er löng saga, hún hefst í raun um miðjan sjöunda áratuginn þegar ég hef mín afskipti af listinni með verkum sem öll voru unnin í samvinnu við aðra listamenn sem síðar fengu nafniö Ecart-hópurinn og við stofn- uðum Ecart-galleríið í Genf. Þetta var mikiðtil óformleg starfsemi í byrjun en varð smám saman öflugri og stóð fyrir gjörningum, uppákomum, útgáfu og sýningarhaldi. Einkum voru það Flúxus-menn sem við sýndum en einnig aðra og í raun var mjög mikil fjölbreytni í starfseminni. Þó má segja að maður hafi tilheyrt annarri kynslóð í Flúxus. Þetta var allt annar tími, meiri samtvinningur í öllu? Já. En allan tímann var ég þó einnig að vinna aö mínum eigin verkum sem oft voru abstrakt málverk. En ég sýndi þau lítiö. Þegar mér bauöst að sýna fékk ég oftast einhverja aðra með mér og við gerðum eitthvað saman eða þá að ég sýndi frekar hugmyndir mínar um listina. T.d. á Parísarbiennalnum 1975, þar sýndi ég næstum ekki neitt, aðeins örsmáar teikningar á veggnum auk þess sem ég skenkti sýningargestum te. Þannig að þetta var meir í ætt við gjörninga. Þaö var ekki fyrr en um 1980 að ég fór að sýna reglulega málverk og skúlptúra, þó að þau verk eigi sér lengri sögu. Hér í þessari bók er t.d. teikning frá 1967 ekki ósvipuö nýjustu málverkunum mínum. Svo skeður þaö allt í einu aö þetta þykir þaö nýjasta nýtt og veröur feikivinsælt? Já einmitt. Já athyglin varð snarlega allt önnur í þessum heimi sem sífellt heimtar nýjar stefnur. Þetta geröist á tvennan hátt. Fyrst fór ég að draga úr samvinnuverkefnum í lok áttunda áratugarins og sýningar þær sem ég setti saman urðu meir og meir eins og stef nuyfirlýsingar, þær urðu ákveönari og ekki eins opnar og áöur. Svo fór ég að sýna mín eigin verk en það var þá um leið og expressjónisminn æddi yfir allt og alla þannig að þar var ég alger andstæða og þeir sem sýndu mér áhuga voru aðeins þeir sem voru meðvitað áhugasamir um það sem ekki var í tísku. En síðan fóru hlutirnir að rúlla. Árið 1984 setti ég saman sýningu í Genf á abstrakt-list, allt frá fjórða áratugnum til okkar daga, frá Al Held til Rockenschaubs. Og þetta var stefnuyfirlýsing (Statement), ég sýndi það sem ég taldi nauðsynlegt að sýna á þeim tíma. En án þess að sú sýning hafi breytt heiminum þá vakti hún spurningar sem í dag væri svarað öðru vísi en þá. Svo mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og manni finnst þetta vera heillöng saga, þessi abstraktbylgja, en í raun hófst hún ekki fyrren 1985. Og hvaö helduröur nú aö hún endist lengi? Ja, ég hélt nú að hún væri búin. En það er hún ekki alveg þó hún sé á hægri útleið. Vandinn er bara sá að menn hafa ekki enn fundiö neitt nýtt sem getur leyst hana af hólmi. Athygli listheimsins er eins og hringsólandi sviösljós sem lista- maöurinn stendur allt í einu í eftir margra ára vinnu úti í myrkrínu. En svo heldur Ijósiö sína leió og heimtar <* næsta og þarnæsta en hinn stendur aftur í myrkrinu? Akkúrat, þannig er það einmitt. Og í sjálfu sér hef ég ekkert á móti þessu sviðsljósi. Þaö beinir athyglinni að nýjum mönnum og gefur nýrri kynslóð tækifæri til þess að tileinka sér ný áhrif sem hún getur svo notaö í sín eigin verk. Þegar síðan sviðsljósið heldur áfram í snúningi sínum fylgja því 36

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.