Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 39

Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 39
sumir en aörir veröa eftir og vinna samkvæmt því. En þrátt fyrir hinn síö- dadaíska og konseptlega bakgrunn minn, þar sem áhorfendurnir voru aöeins fáir og útvaldir, var ég aö verulegu leyti feginn því aó fá þessa holskeflu af graffíti, expressjónisma og Ijótri list. Ég var að vísu ekki hrifinn af megni þess en það skýrði margar línur og gaf okkur meiri fjarlægö auk þess sem sýningargestir eru nú mun breiðari og fjölbreyttari hópur. Og þetta útvíkkaði einnig listina sem smaug auðveldlega inn í ýmis önnur fög eins og tískuna sem nú til dags er oröin mjög samtvinnuð listinni. Það er auövitað hættulegt að mörgu leyti en ef menn gera sér vel grein fyrir því ættu þeir að ráða við það. Og nú orðiö þegar allt er svotil leyfilegt er e.t.v. auðveldara fyrir fólk aó finna sjálft sig og sína eigin leið? Einmitt. Annað hefur einnig níundi áratugurinn fært okkur og það er að nú er ekki lengur tabú að gera það sem búið var að gera áður. Áður höfðum viö þessa hugmynd um endalausar nýjungar, hugmynd sem var í raun mjög akademísk, ekki mátti nota frumlitina því þá var maður Mondrian, ekki mátti nota koparplötur á gólfi því þá var maður Carl André o.s.frv. Nú erum við blessunarlega lausir við hana og hver hefði fyrir nokkrum árum getað ímyndað sér mig og Haim Steinbach með sýningar á sama tíma í sömu borg, þar sem við notum báðir nýkeypta raunverulega hluti og fólk hefði spurt sig hver stæli frá hverjum? í dag er þetta ekkert mál. Allir sjá hve ólíkur bakgrunnur okkar er og hve samhengiö er allt annað. En hvaðan stelurþú þá? Ja, þetta safnast náttúrulega upp hjá manni í gegnum tíðina. Hver á sér sína sögu og hver lifir lífi sínu á sinn hátt. Ég varð mjög snemma áhuga- samur um konströktífisma, súpremat- isma, de Stjil og fleira allt fram að Páli Klee, einskonar mix af þessu öllu. Og á hinn bóginn einnig mjög hrifinn af Dadaismanum. í þessari sýningu sjáum við svo þessi tvenn áhrif blandast saman, málverkin eru mjög í anda konströktífismans, bæði í formi og upphengingu, og síðan skúlptúrar- nir þar sem ég nota aðkeypta hluti („Readymade"), þeir eru auðvitað dadaískir í anda. Geturðu sagt okkur eitthvað eða skýrt þennan díalóg á milli málverkanna og „hlutanna"? Ja, hvað get ég sagt. Yfirleitt nota ég það svar að þaö sem þú sérð er það sem það er. Ég er ekki sá listamaður sem gefur aðrar skýringar en þær sem ég hengi á vegginn. Ég gef verkunum ekki nöfn og held því fram að í raun séu verkin nokkuð augljós, þó svo að hvert þeirra eigi sér margan skilning og hann getur bæði veriö réttur og rangur og ég get ekki sagt hvor þeirra sé réttur eða rangur. Ég get hinsvegar sagt að bakgrunnur minn sé malerískur, ég er alla vega ekki skúlptúristi, ég tel mig vera málara og „objectarnir" eru einskonar útvíkkun á málverkinu. Það eru margar hliðar á þessu sambandi þessara þátta en mestan áhuga hef ég á þeirri formrænu. Verkin eru frekar formleg en hugmyndaleg? Já, ég vil að þau séu meira formlegs eölis en hugmyndalegs. Auðvitað eru þau konseptúal á vissan hátt en þegar hugmyndin er Ijós er lítil þörf á verkinu sjálfu, það verður svo barnalegur óþarfi aö ég reyni því að forðast þá hættu. Ég er þó ekkert að hallmæla konseftinu sem stefnu, í anda þess urðu til mörg mjög góó verk. En varðandi þá hluti sem ég nota í þessari sýningu þá bera þeir aö sjálfsögðu mikiö af alls konar merkingu meðsér. Hért.d. píanó, hér eru horn og trommur, hljóöfæri sem hlaöin eru af alls konar symbólíkk sem ég hef hinsvegar ekki áhuga á og kæri mig lítið um slíka túlkun. Á vissan hátt erþó kannski líkt og hinn óheyranlegi hljómur hljóðfæranna sé eins og innihald verkanna og meining? Já, vinur minn sem kom að skoða sýninguna og er ekki mjög vanur svona list, var mikill hljóðfæravinur og fannst Ijótt að sjá þau notuð á þennan hátt, en að lokum upplýstist hann og fann þá útskýringu að málverkin endurspegluðu tón hljóðfæranna. Það var að vísu alls ekki það sem ég hafði í huga en mér fannst gaman að heyra þetta. En hvernig stóð á því að þú fórst að nota hljóðfæri í stað húsgagnanna? Það eru kannski áhrif frá gjörn- ingunum og flúxustímanum þegar konsertar voru algengir. Svo bjó ég nálægt hljóðfæraverslun í Genf og gekk framhjá glugganum á hverjum degi þar sem þessi rafmagnsgítar blasti við manni svo ögrandi að ég gat að lokum ekki staðist hann. Það er annars gaman að versla hljóðfæri þegar maður hefur engan áhuga á því hvernig þau hljóma. Hefur ekki velgengni þín auðveldaó þér að framkvæma hugmyndir þínar, eins og það að kaupa tólf rauða rafmagnsgítara? Jú það er satt. Og þetta er í raun verðugt rannsóknarefni, hvernig peningar spila inn í listina. Áður fyrr fann maður ódýrari leiðir til að skapa verk sín og þá hefði ég aldrei gert 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.