Teningur - 01.05.1988, Page 40

Teningur - 01.05.1988, Page 40
Án titils (1987). Rafmagnsgítar og siiki svona verk eins og þessi sem ég geri nú. En þar voru kannski líka pólitískar ástæður aó baki og nú er annarskonar tími. Það getur þó verið rétt að vissan fyrir því að verkin seljist auðveldi okkur að framkvæma þau. Ég vona bara aö safnararnir sem kaupa verkin mín eignist einhverntíma börn sem vilja læra á gítar. Þér væri sama um þaö? Já, alveg sama. Og þér er líka sama þótt menn setjist í verkin þín? Já, já. Gallerírekendurnir eru að vísu ekki hrifnir af því. En þetta eru yfirleitt þægilegir stólar. Sjálfsagt er þetta gamli dadaistinn í mér. Annars var ég alltaf á móti eyðileggingarþættinum í Flúxusinu, þegar hljóðfæri voru tætt í sundur o.s.fr.v. Ertu hættur aö gera gjörninga ? Það hefur minnkaö hjá mér. Sá síðasti var í New York fyrir tveimur árum. Og þeir verða sífellt meira mini- malískir: Lítið málverk eftir Olivier Mosset hékk á vegg fyrir framan áhorfendur, aðeins skakkt. Eftir stutta stund kom ég síðan inn og lagfærði það. Búið. Eitthvað í þessa áttina eru þeir orðnir. Nú eru gjörningar lítið iðkaðir, e.t.v. vegna þessarar endalausu markaðsþenslu, sem er leitt að sjá því þetta er skemmtilegt form. Inn í þetta spilar líka, eins og með vídeólíst og fleira, tímafaktorinn, fólk nennir ekki að bíða eftir þessu, það vill frekar labba inn á sýningu sem það getur séð á þremur mínútum. Þá er það því miður alltof algengt að performansar og vídeó séu svo löng og leiðinleg. Ég er meira fyrir stutta og skemmtilega gjörninga. Hvernig fer hann í þig munurinn á Evrópu og Ameríku? Ég hef yfirleitt minni áhuga á því hvaðan listin kemur en hvernig hún er. En hér í New York er allt svo hreint og klárt, menn vilja gera svona verk og gera þau bara refjalaust. í Evrópu erum við alltaf með menningarhefðina •* á bakinu sem við losnum aldrei við og allt það sem við gerum verður alltaf skoðað í spegli þeirrar sögu. Ég held að allir heföu gott af því að kynna sér hina hliðina, evrópumenn að skapa listaverk án bakþanka og ameríkanar að vinna í fjarvídd fortíðarinnar. En ef við lítum á sýningu mína og sýningu Steinbachs um leið er e.t.v. sýnilegur munur á afstöðu okkar sem evrópu- 38

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.