Teningur - 01.05.1988, Page 41
Án titils (1986). Lakk og fernis á
texplötu.
búa og ameríkana. Mér finnst bera
meir á því hjá honum að finna upp eitt
ákveöiö system sem síðan má nota til
að gera öll verkin þegar mínir hlutir
eru kannski meira sjálfstæðir hvor
gagnvart öðrum.
Hvernig veröa verk þín til?
Það er ýmist. Ég geri skyssur, hangi
og hugsa, fer í búðir og skoða mig um.
Ég eryfirleitt mjög seinn til í byrjun og
geri galleríin yfirleitt gráhærð af
stressi þegar ég kem kannski viku
áður en sýning opnar og án nokkurra
verka. En svo þegar ég er kominn í
gang er ég snöggur til og þessi sýning
varðt.d. til á einni nóttu. Þá hef ég að
vísu hugmyndirnar á hreinu áöur en
vinna hefst þó oft breytist þær af
ýmsum ástæöum.
Svo þú vinnur aöallega fyrir fyrir-
framákveönar sýningar og notar
þannig á vissan hátt velgengnina sem
þátt í verkunum?
Já, það má segja það, en ég geri það
á mjög afslappaðan hátt því ég tek
hana ekki mjög alvarlega og hver
gæti það svosem?
Aö lokum, John, hvernig líst þér á
land og þjóö okkar íslendinga?
ísland er mjög fallegt land og ég varð
snemma hrifinn af bókmenntum þess,
íslendingasögunum kynntist ég
ungur. Þaövarþvíundrunogánægja
sem greip mig þegar Helgi bauð mér
að kenna þar og mér líkaði mjög vel
þó svo að ég semji mig lítt að siðum
ykkar þar sem ég er bindindismaður.
Þá þekki ég vel til íslensku lista-
mannanna í Hollandi, Hreins Frið-
finnssonar og Sigurðar Guömunds-
sonar og þrátt fyrir einangrun landsins
eru þar margir ágætir listamenn eins
og Helgi Þorgils Friðjónsson sem er
stórmerkilegur þó hann sé svo gjör-
ólíkur mér.
39