Teningur - 01.05.1988, Page 42

Teningur - 01.05.1988, Page 42
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON Á NÚTÍMASLÓÐUM INDÍÁNA: ÁSTARLYF LOUISE ERDRICH MINNIHLUTAMENNING Pegar rætt er viö Bandaríkjamenn um minnihlutahópa vestan hafs, halda þeir því gjarnan fram að bandaríska þjóðin sé ekki annað en fjöldi minni- hlutahópa, víðsvegar að úr heimi. Sumir þeirra stæra sig jafnvel af því að Bandaríkin séu ein allsherjar deigla eða „bræðslupottur" þar sem öllum þjóðbrotum og kynþáttum sé hrært saman í litríka heild. En tveir þessara hópa hafa sérstöðu, sem markast að nokkru af því að í upphafi komu þeir ekki sem frjálsir innflytjendur til þessa lands. Þá á ég annars vegar viö blökkumenn sem fluttir voru nauðugirtil þrælkunarvinnu á ökrum hvíta mannsins, en hins vegar við indíána sem voru fyrir í landinu og höfðu búið þar frá aldaööli. Þessir tveir hópar eiga það jafnframt sameiginlegt að vera sem lifandi tákn þess félagslega og siðferðilega óréttlætis sem valdalitlir minnihluta- hópar búa gjarnan við. Það eru raunar frekar blökkumenn sem hafa verið í sviðsljósinu sem minnihlutahópur er býr við óréttlæti - þegar rætt er um kynþáttamisrétti á Vesturlöndum beinast sjónir einmitt gjarnan að bandarískum blökkumönnum, upp- runa þeirra og baráttu fyrir félagslegu jafnrétti. Indíánar hafa hins vegar oft gleymst, ekki síst í þeirra eigin landi. Ef til vill er hljótt um þá þar vegna þess að þeir eru sem falin samviska bandarísku þjóðarinnar, eöa sam- viskubit sem óþægilegt er að búa við og því betra að gleyma, að minnsta kosti uns nógu langt er um liöið. Það er innan við öld síðan bandaríski herinn stundaði fjöldamorð á indí- ánum. Hin fræga slátrun við Wounded Knee átti sér til dæmis stað í árslok 1890. Fram á okkar daga hafa stjórnvöld verið að svíkja hvern þann samning um griðastað sem indíánar féllust fyrst á af miklu þolgæði og sátt- fýsi og hafa síöan samþykkt nauðugir viljugir. Þessar staðreyndir geta enn komið viö kaunin á fólki; þær eru ekki komnar í þá sögulegu fjarlægð sem viö höfum til að mynda á hrun índíánasamfélaga Suður-Ameríku. Indíanar eru því enn lifandi tákn þess að uppgangur og uppbygging hins bandaríska samfélags hefur verið á kostnað annars mannfélags sem var hartnær útrýmt á síðustu öld og rödd þess kæfð. En hefur hún verið kæfð? Þótt þjóö eða kynþáttur megi þola þá niðurlægingu sem iðulega felst í hlutskipti minnihlutahópa þar sem kynþáttamisrétti ríkir, er ekki sjálfgefið að búið sé að ræna þá tjáningar- hæfninni - jafnvel þótt þeir þurfi að tjá sig á máli sigurvegarans. Sjálfstætt menningarframtak minnihlutahópa er tákn um reisn þeirra og andlegt frelsi, um það aö þeir hafi ekki sýnt þá undirgefni sem felst í algerri þögn. Við höfum næg dæmi þess að banda- rískir blökkumenn hafa ekki sætt sig við þögnina; benda má á frjóa tónlist þeirra, en nú á síöustu tímum kannski enn frekar á skáldskap þeirra, því ekki veröur lengur framhjá því litið að fjölmargir blökkumenn eru meðal fremstu rithöfunda Norður-Ameríku. En hvað með bókmenntir indíána? Víst eru til verk um fortíð og sögu indíána, þótt flest séu þau skrifuð af hvítum mönnum. Sum þessara verka hafa bókmenntalegt gildi, til dæmis bók Dee Brown, Bury My Heart at Wounded Knee, eða Heygóu mitt hjarta vió Undaó hné, eins og hún heitir í íslenskri þýðingu Magnúsar Rafnssonar sem út kom fyrir nokkrum árum. Eitt merkilegasta verkið af þessu tagi, Black Eik Speaks, eða Svarti Elgurtalar, er skráð eftirfrásögn J indíána sem bjó yfir fagurri hugsýn um framtíð kynþáttar síns, en þurfti að horfa upp á og lifa hrun og niður- lægingu índíánaþjóðanna. Þetta verk er skráð 1931 og þá er Svarti Elgur sannfærður um endalok þeirrar menningar sem sérkenndi indíána. Draumur þeirra dó við Undaö hné; hringurinn, megintákn í andlegu lífi indíána, hefur veriö rofinn. Hvíti maðurinn hefur komið frumbyggj- unum fyrir í ferköntuðum híbýlum á svokölluðum „verndarsvæðum". HÆTTA AÐ VERA INDÍÁNI? En hvað með líf indíána í dag? Er einhver grundvöllur fyrir listrænni tjáningu þeirra á núverandi ástandi sínu? Þeir sem ferðast um indíána- byggðir Norður-Ameríku kunna að telja að svo sé ekki: gestsaugun sjá ef til vill fyrst og fremst eymd og von- leysi, sjá fátækt sem er þó ekki örbirgð, því samviska ríkisins leyfir ekki að frumbyggjar landsins svelti í 40

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.