Teningur - 01.05.1988, Side 45

Teningur - 01.05.1988, Side 45
OSKAR ARNI OSKARSSON SÝNIR NÆTURVARÐARINS Ég hef séð sólina koma upp og daginn lengja, heyrt raddir barnanna í garðinum og hlustaö á kurr dúfunnar í þakrennunni, séð kvöldið setjast á húsþökin og tunglið dreyma um bjartar nætur, ég hef séð morgninum blæða út í göturæsinu, skýjunum kastað á himininn eins og krumpuðu laki og dagana slædda uppúr mórauðu síki, hlustað á nóttina lemja blautum greinum utaní dauðadæmd hús, séð tunglið hanga í gráum gálga við dagsbrún og svartklæddar verur skjótast undir öxinni sem reidd er yfir borgina, séð skugga af tárum á saklausum marmarakinnum englanna og horft ofaní botnlausa gröf undir klofinni eik, allt þetta hef ég séð og ég heyri sífellt eins og einhver sé að skrúfa hurðirnar fastar meðan ég sef.

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.