Teningur - 01.05.1988, Side 46

Teningur - 01.05.1988, Side 46
PETUR GUNNARSSON PETER HANDKE Um Peter Handke hefur verió sagt að hann sé jafnvígur á djúkbox og grísku tragedíurnar. Hann er blendinn í menningunni eins og tíðarandinn: Virgill, Grateful Dead, Sófokles, Raymond Chandler, Hómer, Róbert Mitchum, Cézanne... allir gætu þeir hist í bók eftir Handke. Frá því að hann hóf höfundarferil sinn árið 1966, þá 24 ára gamall, hefur varla lióið svo ár að ekki bærist frá honum nýtt verk, stundum fleiri en eitt. Sköpunarþróttur hans er með ein- dæmum og hann fer hamförum á milli listforma: saga, Ijóð, leikrit, kvik- mynd... Framlag hans til nútíma- bókmennta er í senn frumlegt og gætt einhverju óræóu aödráttarafli. Stílgáfa hans er mögnuð og sýn hans í senn fersk og ófresk. Þegar höfundarverk Handke er skoð- að blasir fljótlega við hve utanflokka hann stendur í bókmenntum samtím- ans. í upphafi ferils síns hundsar hann alveg hina pólitísku kröfu - þvert ofan í kokkabækur tímans - og þó skrifar hann jafn gagnróttækt verk og leikritió Kaspar (1967) þar sem öll félagsmótun einstaklingsins er undir. En þegar kappræðuverkin fylltu út í sjóndeildarhringinn, lagði hann sig eftir efni sem áreióanlega hefur jafngilt dauðri rottu: sínu eigin sjálfi. í bókmenntum og einkalífi birtist hann sem einfari og uppreisnarmaóur. Eitt einkenni á Handke er næmi eða öllu heldur ofnæmi fyrir staðalmerk- ingunni: klisjunni. Þessar vanaviðjar sem líf og tilfinningar eru hnepptar í og hlaöast á alla skynjun eins og hrúöurkarlar á neöansjávarlínu skips. Handke geldur varhuga við ofurþunga oröanna - hve þau eru hlaóin til- finningum, hugmyndafræði og bara allskonar aðskotadrasli líkt og lífvera yfirkomin af sníkjudýrum. Til dæmis gæti hann varla notað orð á borð við „HitleF til aö tákna fyrirbæriö. Búið að yfirhlaða það svo af merkingu og tilfinningum að það er löngu orðið merkingarlaust og sokkið í klisju- djúpiö. í Barnasögu eru persónurnar aldrei nefndar með nöfnum heldur alltaf: „maðurinn", „konan“, „barniö“og borgin sem þau búa í er ekki nefnd á nafn eða landið - heldur „útlenda borgin", „útlandiö" og málið sem menn tala er „erlenda tungan". París, Frakk- land, franska hafa of uppáþrengjandi merkingu til að Handke treysti sér til að bera hana fram í þessu samhengi. Sköpun lesandans vængstýfð ef hann fær slíka fjöldaframleiðslu upp í hend- urnar og meiri líkindi til að hann nálgist fyrirbærin ef hann barnar söguna sjálfur. Þessi afstaða Handke til málsins sver sig í ætt við módernismann og ný- rómaninn. Skáldskapurinn skal jafnan vera frumraun, áreynsla til skynjunar sem á sinn hátt leitast við að ógilda alla fyrri skoðunarhætti og reynir að koma upp um allt hið ágripskennda, stirðnaða og dauöa sem þeir bjuggu yfir. Handke heldurá lofti þessari ótrú- legu kröfu: að byrja alltaf upp á nýtt. En á sama tíma leitar hann mjög fanga í klassíkinni: Hómer, Virgill, Goethe - svo helstu kennileitin séu nefnd. Hjá þessum höfundum finnur hann viðmiðanir og jafnvel útgangs- punkta heilla verka. Handke sameinar lipurlega gerþekkingu hefðarinnar og nýbreytni formbyltingarmannsins, hann er bastarður klassíkur og formbyltingar. í stefnuskrárgrein frá árinu 1967: „Ég er íbúi fílabeinsturnsins" og birtist ellefu árum síðar í Svartáhvítu (1. tbl. 1978), getur að líta einarða markmiðs- lýsingu: „Ég á mér engin uppáhalds yrkisefni, ég hef einungis eitt þema: að gera mér Ijósa, Ijósari grein fyrir sjálfum mér, að þekkja sjálfan mig eða þekkja ekki sjálfan mig, að læra hvað ég geri rangt, hvað ég hugsa rangt, hvað ég hugsa umhugsunarlaust, hvað ég segi umhugsunarlaust, hvað ég segi ósjálfrátt, einnig hvað aðrir gera, hugsa, segja umhugsunarlaust: að verða vakandi og vekja aðra: gera mig og aðra næmari og nákvæmari í lífinu, til þess að auövelda mér samskipti við fólk og stuðla að betri skilningi milli mín og annarra." Segja má að Handke hafi efnt þessi fyrirheit prýðilega, verk hans hafa orðið æ nákomnari og er fjórlógían Hægfara heimför(-\ 979-1981) til vitnis um það (en úr henni hefur Barnasaga birst á íslensku). Enn fremur þrjú bindi af dagbókum: Heimsins þungi (1977), Frásaga blýantsins (1982) og Endurtekningin (1983). Um eiginlegar skáldsögur Handke má segja að þær eru með vissum hætti 44

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.