Teningur - 01.05.1988, Síða 47
þroskasögur. Aðalpersónan tekur að
sjá líf sitt í nýju Ijósi eftir að hafa
gengið í gegn um þolraun. Líf sögu-
hetjunnar eins og endurskapast. Að
vísu er ísskápurinn enn á sínum stað
og eldavélin og umferðin heldur áfram
að streyma eftir æðum borgarinnar
. eins og áður - og þó ekki eins - veru-
leikinn berst nú af einskonar
ofnæmi og mannleg samskipti missa
það „sjálfsagða" yfirbragð sem er
forsenda hversdagslífsins og þess í
stað er komiö ofurnæmi fyrir hinu
staðlaða, dauða og klisjukennda í
samskiptum manna og ógleði sem er
ábyggilega ekki fjarskyldur ættingi
Velgju Sartres.
Rauður þráður dagbókanna er aftur á
móti köllun höfundarins til að endur-
skapa veröldina aftur. Það verður nán-
ast sáluhjálparatriði að allt sem kemur
fyrir þurfi að endurtakast með penna
höfundar og öðlast við það nýtt gildi.
I dagbókarfærslum sínum rær
Handke á miö þar sem fáum hefði
dottið í hug að fá mætti bein úr sjó.
“ Hann leggur net sín á grunnsævi hins
al-hversdagslegasta og reynir að
höndla það sem smýgur iöulega á milli
orðanna eða er af einhverjum ástæð-
um of smátt til að þótt hafi taka því að
koma oröum að því, of fíngert til að
koma auga á það. Heilu bækurnar er
hann með sjálf sitt undir og viðbrögð
þess við sjálfu sér og áreiti umheims-
ins. Blaðsetur viðmót sitt, framkomu,
hugsanir og gerðir. Ferðast inn í
afkima hugar og heims, hreiðrar um
sig á milli skinns og hörunds, leitar aö
því sem var „stoliö úr mér“, bíður eftir
Því sem er „alveg að koma“. ítrasta
sjálfstjáning sem leitast við að rífa sig
'ausa frá þyngdarsviði eigin sjálfs og
ferðast laust úr viðjum um ómælis-
lendur ópersónuleikans.
En hættir Handke þá ekki til að lokast
'nn í fílabeinsturni einkamála og rjúfa
samband við lesendur? Jú - og
reyndar fer hann ekki dult með mót-
Þróa sinn að „koma til móts“ við les-
andann, sbr. tileinkunn „Heimsins
þunga": „Handa þeim sem kemur
þetta vió"
En líka hér er Handke tvöfaldur í roð-
inu því á öörum stað segir hann: „Mér
er alltaf efst í huga að ná til fólks.
Hvernig get ég fengið afgreiðslustelpu
í búð til að lesa bókina sem ég er að
skrifa? Ég freista þess aö finna upp-
byggingu sem gæti snert þann sem er
ekki vanur að lesa. Búa svo um hnúta
að ef hann bítur á fyrstu málsgreinina
séu líkur á að hann haldi lestrinum
áfram.“
Bókin á að smita frá sér líkamlegri vel-
líðan og lesturinn breytast í næringu,
saðningu.
VIÐTAL VIÐ PETER HANDKE
Það sem hér fer á eftir eru glefsur úr
spjalli Peter Handke viö Didier
Goldschmidt og Brigitte Salino sem
birtist árið 1983 í franska bókmennta-
tímaritinu Les Nouvelles Littéraires.
Eftir aó hafa búiö lengi í Frakklandi
ertu nú sestur aö í þínu heimalandi.
Og síöan þú snerir aftur til Austurríkis
er ekki laust vió aö greina megi nýja
strauma íþví sem þú skrífar: stíllinn er
oröinn sáttfúsari og líkt og allt sé oröiö
auöveldara, þaö gætir ekki lengur
sama sársauka og í fyrrí skrífum. Er
útlegöin kannski á enda?
Útlegö kannski full hátíðlegt orð. En
það er rétt aö síöan ég sneri aftur,
hafa margir legið mér á hálsi fyrir að
skálda upp full hraðsoðið samræmi.
En því er alls ekki að heilsa. Þetta
samræmi er afrakstur af mikilli
formglímu, stílorrustu. Það er rétt að í
því sem ég hef látið frá mér fara á
síðustu fjórum árum, má greina áhrif
frá heimalandi mínu. Mér er fundiö
það til foráttu. En ég er bara að greina
frá því lífi sem horfir við mér og sé mér
ekki annaðfært. Menn þreytast ekki á
að brýna fyrir mér að það eigi að skrifa
um veröld á barmi tortímingar. Ég
bara get það ekki. Mig langar ekki til
þess. En það er ekki þar með sagt að
ég sé á höttunum eftir ódýru sam-
ræmi afþreyingarbókmenntanna.
Ljósiö býr innra með mér. Það baðar
staöinn þar sem ég bý, þar sem ég
geng, gef köttunum, slæ grasiö.
Stundum þegar ég heyri þessar
gagnrýnisraddir, hef ég á tilfinning-
unni að menn ætlist til að ég yfirgefi
heimkynni mín. Eins og það sem ég
skrifa væri staðnum að kenna. En það
nær engri átt. Ég vil gera skil mínu
umhverfi. Það er í senn það erfiðasta
og jafnframt skemmtilegasta sem ég
get tekið mér fyrir hendur. Ef ég ætti
að setja mig í aðrar stellingar þá væri
eins gott að fara til Senegal eða
þessara landa þar sem hörmungin
keyrir um þverbak. En er rétt að elta ó-
lánið uppi? Ég held ekki. Það er engu
líkara en lesendur séu hvarvetna á
höttunum eftir hinni fullkomnu
óhamingju.
Þaö hefur löngum veriö háttur
austurrískra ríthöfunda alveg frá Musil
til Tómasar Bernhardt aö beina
spjótum sínum mjög aö heima-
landinu, stundum af heift. Hver er þín
afstaöa? Sjálfur segiröu í Þunga
heimsins: „Fitan sem mér klígjar viö:
Austurríki".
Jájá. Margt fólk, ekki síst rithöfundar,
er haldiö einslags kvalalosta. Og böl-
móöurinn fellur lesendum í geð. í
stuttu máli og í eitt skipti fyrir öll: ég er
ekki af þessum toga. En ég er enginn
hræsnari heldur... Ég er díalektískur
og þrái að víkka svið mitt. Það er allt
45