Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 48

Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 48
og sumt. Einhvern tíma léstu þau oró falla aö þér fyndist þú ekki vera austur- ríkismaöur. Ég er fæddur í Kernt (á landamærum Austurríkis og Júgóslavíu), móðir mín var slafnesk-austurrísk, viö skulum ekki horfa fram hjá því. í Austurríki er slafneskur minnihluti sem telur um það bil hundraö þúsund manns, fjórði hver íbúi í Kernt. En þar sem þeir hljóta annaðhvort að vera hæverskir eða gungur, þá þora þeir ekki að gangast við uppruna sínum, nema þetta 10 til 20 þúsund manns. í Austurríki liggja slafar undir ámæli um að vera lubbamenni og asnar. Faðir minn, aftur á móti, var þýskur hermaður og af því leiöir að mér hefur ekki enn þá tekist að koma mér upp þjóöerni. En það er ekkert alvarlegt. Ég kann því bara vel. Mér þykir vænt um Austurríki, ég er reiðubúinn að verja það gegn hverjum sem er, vandinn er bara að ég veit ekki hvernig ég á að bera mig að (hlátur): hvaö á ég að verja? Jú trén, fólkið, barnið mitt, nokkur gamalmenni, og síðast en ekki síst landslagið, skógana, vötnin. í Frakklandi tíökast aö setja alla þýsku- mælandi rithöfunda undir einn hatt. Þú ert austurrískur og skrifar á þýsku. Hver er afstaöa þín til Þýskalands og þýskra rithöfunda? Aftur get ég ekki annað en verið stuttoróur: ég er austurrískur höfund- ur mæltur á þýsku, það er allt og sumt, við það er engu að bæta. Áöan vékstu aö slafneskum uppruna þínum. Og í Barnasögu greiniröu frá því aö í París hafirþú sett dótturþína í skóla aö eigin vali. Þú segir þaö ekki berum oröum, en þaö ræöst af samhenginu aö skólinn var gyöingaskóli. Þú segir orörétt: „Þaö var eina raunverulega þjóöin sem hinn fulloröni heföi viljaö heyra til." Hvernig stendur á því? Á skrifandi stundu fannst mér þetta, þar eð um ofsótta þjóð var aö ræða. Ég held að þjóðerni liggi sjaldnast í augum uppi. Þjóð er ekki fólk sem öskrar, sem rottar sig saman. Þjóð er fólk sem á undir högg að sækja, fólk sem lætur lífið, en líka fólk sem dansar, já og - syngur... ekkert mikiö, bara lítið. Fólk sem rís upp, það er þjóö. í Barnasögutala ég um gyðinga. í dag væru þaö kannski palestínu- menn. Gyöingar hafa sett ofan, Ísraelsríki er orðið eins og hvert annað ríki, einkum eftir fjöldamorðin í Sabra og Chatila. Eins og málið horfir við mér núna, þá finnst mér að mér beri að leita þjóðar minnar þar sem ég er fæddur. Áöur en viö skiljumst viö Barnasögu, þá segiröu á einum staö: „Hann formælirþessum liöleskjum sem þurfa sögunnar meö til aö bakka sig upp; hann formælir líka sögunni sem slíkri og segir skiliö vió hana fyrir sitt leyti. “ Já, þetta er sprottiö af undarlegu atviki. Einn af hinni svokölluðu útvöldu þjóð fær þá grillu aö hann eigi að kála barninu sem er afkomandi morðingja- þjóðarinnar - það er nafngiftin sem þjóöverjum er gefin, og kannski ekki aö ástæðulausu. En að vilja myröa barn til að endurheimta sex milljónir fórnarlamba, það hleypti illu blóði í mig gagnvart þessum einstaklingum sem þurfa sögunnar með til að átta sig í smáu og stóru og sem er ómögulegt að losa sig undan sögunni til að lifa og skynja upp á eigin spýtur. Flvað sjálfan mig varðar þá finn ég mig frjálsastan þegar ég er án föðurlands og án sögu. Að geta ekki fundiö sjálfan sig nema í gegn um söguna er veikleikamerki. En það er ekki til neins að láta móðan mása um þetta. Þetta er of stórt svið til aö koma orðum að því. Best að leyfa því að liggja í salti um hríð... Þetta var viðfangsefni mitt þegar ég var að skrifa Barnasögu. Núer ég í öðru. En ég mun aldrei sættast við það sem geröist fyrir fjörutíu árum. En þaö sem gerist núna, hefur áhuga á því? Lestu blööin? Nei, ekki á sumrin (hlátur). Hvernig feróu þá aö því aö fylgjast meö? Ég píni mig til að lesa blööin (þögn). Skiptir þetta annars nokkru máli... Finnst ykkur þetta skipta máli? (...) Hvernig vildi til aö þú fórst aö skrifa fyrir leikhús? Þaö er fremur sjaldgæft aö skáldsagnahöfundar fáist til þess... Konan mín, konan sem ég bjó með þegar ég var lögfræðistúdent í Graz, var aðalleikkona borgarleikhússins. Hún lék mikið og ég fór oft í leikhús. Og það gekk svo fram af mér að ég hóf að skrifa leikrit. Og hvaó fór svona fyrir brjóstiö á þér? Frásagnarhátturinn, látalætin, mis- notkun á leikrými, röddum, hreyfing- um, látbragöi, búningum. Þegar ég skrifa fyrir leiksvið þá hef ég alltaf þetta í huga: rými, mannverur, leikara. Leikarar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, mér verður oft hugsaö til þeirra, þeir eru þjóö. Ég spyr sjálfan mig: hvað vilja þeir leika? Hvaö stendur þeim næst hjarta? Leikarar eru iðulega hörkugreindir, ofurnæmir en jafnframt barnslegir. Þegar ég skrifa leikrit þá er ég ekki með hugann við leikstjórann. Ég hugsa um leikarana og sjálfan mig sem áhorfanda. Ég virði fyrir mér þetta tóma rými sem stendur mér til boða. Það heillar mig. Mig langar til að gæða það nýju lífi, endurheimta væri kannski nær sanni. En ég leitast ekki við að skrifa tilraunaleikrit, það freistar mín alls ekki. Mig dreymir um að endurheimta upprunaleikann. Stund- um er það hægt. Þaö sem slær mann í leikritinu Um þorpin er þessi tilfinning aö persón- urnar tali loks mál sem tilheyri þeim, mál sem leysirþær úr læöingi... Venjulega hef ég ekkert mál tiltækt yfir höfuð. Ég bíð, það er allt og sumt. Ég hef fyrir reglu að bíða, það verður v að læra að bíöa, það er kjarni málsins. Þegar maður skrifar þá verður maður æ bráðlátari. Allavega í mínu tilfelli. Og ef mér tekst ekki að öðlast þolinmæöi, þá er ég glataöur, þaö er alveg bókað. Ef ég fer of hratt, þá skrifa ég setningu sem er ekki frá innstu hjartans rótum og þessi setning mun koma mér í koll síöar og , hindra mig í framhaldinu. Ég veit ekki 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.