Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 49

Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 49
hvaöa aðferð þeir notuðu við leikritun á liðnum öldum. Nú á dögum finnst mér það anskotanum erfiðara. Það vantar málið. Á 20.öld hefurtíðkast að skrifa eins og vandamálið væri ekki til. Claudel gerði nokkur falleg stykki af því hann var haldinn þessum tál- sýnum um málið. Við sem núna erum að skrifa eigum í mesta basli með að endurheimta þessa nauðsynlegu blekkingu um samræmi og heild... Að skrifa leikrit útheimtir þessa tálsýn og þar stendur hnífurinn í kúnni. Brecht komst klakklaust frá þessu af því þá var ekkert tiltökumál að skrifa fyrir leikhús. En það er ekki lengur sjálf- sagður hlutur að skrifa eða filma. Hvernig á að segja frá? Godard er sá eini sem reynir að brjóta til mergjar vanda formsins. En aðferð hans er orðin ögn vélræn. Spurningar hans eiga til að vera óeinlægar. Hjá honum er örvæntingin líka orðin eins og utangarna. Og þetta er sama sagan alls staðar. Það slær mig iðulega að bækur nú á tímum eru ekki eins marg- ræðar og hjá Musil t.a.m. Mér finnst að í Manni án einkenna hafi Musil freistað að gera betur en Flaubert eða Balzac. Bókin er bastaröur, en engu að síður merkileg. í Ódysseifi hugðist James Joyce skáka Flaubert, en að fninu viti leiddi það ekki til neins. Ég held að á okkar tímum felist formið ef t'l vill í myndum, hljóði, setningum sem leiti ekki samræmis sín á milli. Kannski aö dagblað, ef það er vel og samviskusamlega af hendi leyst, sé form nútímans. Samt hefur sá sem 'es þaö ekki á tilfinningunni að skapa ne[tt. Blaðiö gerir ekki annað en gefa skýrslu. Gagnvart listinni og tíðar- andanum þyrfti að temja sér hæversku sem geröi manni fært að finna til gleði við að upplifa sköpun, Þótt í litlu væri. Samt er ég ekki viss. Bag hvern tek ég nótur eins og boxari, e'ns og sá sem hleypur um og reynir aö handsama loft, atómfangari. Að því ’pknu skortir á að ég finni til þreytu, og óg þrái að vera þreytturað verki loknu. Baö er um það sem málið snýst: vera Þreyttur, vondaufur og taka aftur gleði sína. Dag hvern. Og þessu næ ég aðeins með því að glíma við að skrifa leikrit eða sögu. KAFLI ÚR BARNASÖGU Með tilkomu barnsins var eins og samningaviðræður færu í gang þar sem stóð upp á manninn að taka skjóta ákvörðun. Að venju tók það hann langan tíma að komast að niður- stöðu, en þegar loksins að því dró, veturinn næsta á eftir, varð allt Ijóst að bragði: þau myndu halda öll þrjú til framandi lands; raunar er það fyrst með þessari ákvörðun aö maðurinn upplifir sig, konuna og barnið sem fjölskyldu (fram að því hafði hún alltaf verið af „hinu illa“). Sigrihrósandi marsdagur þegar gljáir á hvítan gierjunginn í tómu eldhúsi í borginni langþráðu, en út um glugg- ann breiða sig hin rómuðu húsþök svo langt sem augað eygir. Það glampar á málmtyppin í alveg nýrri gerð af slökkvurum, og rafmagnstækin að heiman snúrra óvirk af of veikum straumi. Þetta voru ekki bara venjuleg bústaðaskipti heldur eins og endan- legir búferlaflutningar á fyrirheitna staðinn, líka fyrir barnið. Við borðið framan við svalardyrnar kvöldar og morgnar eins og aldrei fyrr, og þau sitja ögn slegin en samt harðákveðin: þetta eru fyrstu sameiginlegu máltíðimarog saman hafa þau byrjað nýtt líf. Að öðru leyti reyndist borgin gagnólík þeirri stórborg sem þau höfðu kynnst á stuttum heimsóknum áður fyrr. í stað þess aö breiða úr sér með aragrúa af kvikmyndahúsum, kaffi- húsum og búluvörðum eins og vænst hafði veriö, skrapp hún saman í lítið hverfi af apótekum, kjörbúðum og þvottasjálfsölum - ennþá smærri í sniðum en þau voru vön. í stað hinna víðfeðmu opnu torga stórborganna voru komin lítil hverfistorg, skyggð af laufkrónum trjánna og umlykjandi húsgöflum, sem endurómuðu skellina í þungu járnhliðinu í hvert skipti og hann fór út með barnið á hand- leggnum. Þegar fram líða stundir stendur eftir afmarkað svæði með sendnu yfirborði alsettu hundaskít. Einu ákvörðunarstaöirnir í einhverjum fjarska eru stóru skógarparkarnir, austur og vestur af borginni, sem útheimta langar setur í neðanjarðar- lestinni; og svo torgiö þar sem auk bekkjanna gat að líta sölubúðir og hringekjur. Torg þetta er að finna lengst inni í næsta hverfi, handan við hringbrautina, og ferðin fram og til baka tekur heilan eftirmiðdag, fót- gangandi í gegnum urmul af smá- strætum þar sem leikast á kyrrð og hávaði, rökkur og grámi, skúrir og uppstyttur (hafið er ekki víðs fjarri). Á leiðinni er farið yfir brú, og niðri á botni hyldýpisins liggja hundruð teina frá stórri nærliggjandi járnbrautarstöð. Það er blástursamt í gjánni og boga- dreginn sjóndeildarhringur á milli tveggja þverhníptra húsgafla sem enduróma af hvæsi og skellum lest- anna á hraðferð til Atlantshafsins. Á daglegri göngu um þessar slóðir, hætti barnið að vera byrði, og rann saman við líkama burðarmannsins en Square des Batignolles varð á þessum eftirmiðdögum það örnefni, sem í huga hins fullorðna mundi um aldur og æfi tengjast barninu. Kvöld eitt um vor kemur hann auga á það að leik, hjá sandkassa, í hópi jafn- aldra sem líkt og það eru ekki ennþá farin að ganga. Frá laufþakinu yfir bömunum stafar rökkurbirtu; hlýtt og tært loft og skinið lýsir upp einstök andlit og hendur. Hann lýtur yfir rauð- klæddu veruna. Hún ber kennsl á hann, og án þess beint að brosa, byrjar hún öll að Ijóma. Ekki svo að skilja að henni leiðist með hinum, en hún tilheyrir honum og hefur vonast eftir honum lengi. Nú opinberast hinum fullorðna aftur og með ennþá gagngerari hætti en við fæöinguna, al- viturt, uppljómaö auglit á bak við bamsdrættina, og úr stilltum, aldurs- lausum augum meðtekur hann í einni svipan og að eilífu augnaráö vináttu; nóg til að snúa sér undan og beygja af. 47
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.