Teningur - 01.05.1988, Qupperneq 52
HALLGRÍMUR HELGASON
MÁLVERK EN ÞÓ EKKI
Gerwald Rockenschaub er ungur
austurrískur myndlistarmaður sem
undanfarin á hefur hlotið alþjóðlega
athygli fyrir hin smáu málverk sín og
installasjónir. Flýtur hann að nokkru
leyti með þeirri bylgju sem nýja
geómetrían er, þó ekki verði hann
settur í neinn ákveðinn hóp eða stefnu
nema með mikilli varúð. Rocken-
schaub er fæddur í Linz árið 1952 og
úr heimspekinámi lá leið hans í
kennaradeild myndlistarskólans í
Vínarborg þar sem hann lauk einu ári
áður en hann hellti sér út í pönk-
hljómsveitamennsku og upp úr því
alvöru listsköpun. Hann er nú bú-
settur í Vín en ferðast mikið sökum
velgengni sinnar og var staddur í New
York síðastliðið vor til að hengja þar
upp sína fyrstu sýningu í Barbara
Gladstone-galleríinu í Sóhó. Ég náði
þar tali af honum einn renglulegan
rigningarmorgun í maí.
Hvernig varþín byrjun?
Þegar við vorum í þessari hljómsveit
pældum við ekki mikið í því afhverju
við gerðum hlutina. Það ríkti sérstakt
ástand og við bara gerðum eitt og
annað án þess að maður væri neitt
meðvitaður sem einhver listamaður.
En eftir ákveðinn tíma finnur maður þá
leið sem manni er greiðust. Fyrsta
sýningin mín fjallaði um málverkið
sem slíkt og málverkið sem „object".
Hún var í expressjónískum anda þó
svo að verkin hafi vart talist
expressjónísk. Þetta var í ársbyrjun
'81 og maðurtaldi sig alls ekki tilheyra
listheiminum svokallaða, heldurfrekar
pönkheiminum. Þetta var mjög
sérstakur tími og mikilvægur mér. Árið
eftir sýndi ég svo sem frekari hrein-
línu-verk sem voru eins og hugmyndir
að málverkum eða módel fyrir mál-
verk og líkari þeim sem hér eru en
enginn leit við þeim þá nema
Rosemarie Schwarzwálder gallerí-
eigandi (Gallerie nácgst St. Stephan)
sem tók þau með sér á listmarkaði
erlendis þar sem verkin mættu þegar í
stað miklum áhuga.
Og voru þessi verk alltaf í þessu smáa
formati?
Ekki alltaf. En í rauninni snýst málið
ekki um formatið heldur heildar
hugmyndina þó auðvitað sé það
augljóst hve smá verkin eru.
/ smæó sinni eru málverkin líkari
„objectum"?
Já, því meirsem þú smækkarþau, því
meir nálgast þau að vera „object". Og
þar sem ég geri einnig „objecta" eru
tengslin augljós.
En hvaöan koma þessar hugmyndir
þínar, eru þær áhrif frá öórum
listamönnum?
Ég held að það sé alltaf samspil þín
og annarra, nútíðarogfortíðar. Maður
þekkir listasöguna og úr fortíðinni
koma alltaf einhver áhrif, en sjálfur
verður maöur auðvitað aö hafa mjög
ákveðnar hugmyndir um það hvernig
þau verða manni nothæf. Mér varð
listasagan mikil uppsprettulind.
En fyrirfimm árum voru ekki margiraó
fást við geómetríuna?
Nei, þeir voru allavega ekki mjög
áberandi. En á þeim tíma þekkti ég
Helmut Federle og John Armleder og
list þeirra og fleiri, jafnvel ameríkan-
arnir, þeir sem nú eru orðnir frægir,
voru byrjaðir á þess háttar verkum.
Þannig að þetta lá í loftinu, maður
hafði forsendurnar, þó svo að þær
sæjust ekki í listtímaritunum og því
var ekki svo erfitt að halda áfram. Auk
þess er það minn persónuleiki sem
kallar á þetta form og gerði það t.d. að
verkum að ég gat aldrei málað
expressjónístískt. Það var ekki ég.
Verk þín viróast vera máluó á mjög
auóveldan hátt?
Já, að lokum líta þau þannig út. En
mikil skyssu- og önnur andleg undir-
búningsvinna er þá að baki. En þegar
ég er kominn í stuð er mikill hraði á
hlutunum og þessi sýning er að mestu
máluð í febrúar. Sumar myndirnar
verða til í fjórum fimm útgáfum og
síðan vel ég þá bestu en hendi hinum.
En hvers vegna hengiróu myndirnar
svo hátt á vegginn?
Við þessar arkitektónísku aðstæður
var þetta besta lausnin. Hér er mjög
hátt til lofts og ef ég hefði nú hengt
verkin í venjulegri hæð eins og jafnan V
er gert hefði þetta oröið meiri
„málverkasýning". En hjá mér er hver
sýning installasjón. Ég hef minni
áhuga á því að mála einstök málverk
og hengja þau upp sem slík. Ég er
meira fyrir heildarhugmyndina og
hver sýning er í raun eitt verk. Þessi
sýning er t.d. sérstaklega unnin fyrir
þetta ákveðna gallerí sem ég þekkti
vel.
50