Teningur - 01.05.1988, Síða 56
„En þú segir, býst ég við, að það sem
hann skapar sé ósatt. Samt sem áður
skapar málarinn á vissan hátt rúm, er
ekki svo?“
„Jú, sýndarrúm," sagði hann.
„En húsgagnasmiöurinn? Sagðirðu
ekki áðan [597 A] að hann skapi ekki
frummyndina, sem við segjum að sé
það sem rúm er, heldur bara eitthvert
rúm?“
„Reyndar sagði ég það.“
„Svo að ef hann skapar ekki það sem
er, þá skapar hann ekki veruleikann,
heldur eitthvað sem er líkt og veru-
leikinn, en er ekki veruleiki: hætt er
við að sá sem segði verk húsgagna-
smiðsins eða annars handverkmanns
vera fullkomlega raunverulegt, færi
ekki með rétt mál.“
„Reyndar ekki,“ sagði hann, „að
minnsta kosti eftir meiningu þeirra
sem ástunda rökræðurum þvílík efni.“
„Við skulum því ekkert undrast ef
þessir hlutir vilja verða heldur ógreini-
legir í samanburöi við sannleikann."
„Undrumst ekki.“
„Ertu nú til í,“ spurði ég, „að við
könnum á grundvelli þessa hver þessi
eftirherma eiginlega er?“
„Ef þú vilt,“ sagði hann.
„Verða ekki rúmin með þrennu móti?
Eitt er náttúrlegt, það sem ég hugsa
við segjum að guð hafi búið til - eða
hver annar?“
„Enginn annar, held ég.“
„Og svo eitt sem trésmiðurinn býr til.“
„Já,“ svaraði hann.
„Og eitt sem málarinn býr til - eða
hvað?“
„Segjum þaö.“
„Málari, húsgagnasmiður, guð_þessir
þrír eru settir yfir þrjár myndir rúma.“
„Já.“
„Nú, annað hvort vegna þess að
guðinn vildi ekki skapa nema eitt
náttúrlegt rúm eða þá að nauðsyn rak
hann til þess, skapaði aðeins þetta
eina rúm sem er hið raunverulega
rúm. Tvö slík eða fleiri voru ekki getin
af guöinum og munu ekki verða.“
„Því þá það?“ spurði hann.
„Af því,“ svaraði ég, „að ef hann
skapaði nú tvö, þá kæmi fram eitt rúm
Hómer
enn sem hvort tveggja þetta fengi
mynd sína af, og þetta rúm væri hið
raunverulega rúm, en ekki hin tvö.“
„Rétt,“ sagði hann.
„Þetta hugsa ég guðinn hafi vitað og,
þar sem hann vildi vera raunverulegur
höfundur raunvemlegs rúms - ekki
bara einhver húsgagnasmiður sem
býr til eitthvert rúm, gat hann þetta
eina náttúrlega rúm.“
„Svo virðist."
„Viltu nú að við ávörpum hann sem
„náttúruhöfund" þessa hlutar eöa
eitthvað í þá veru?“
„Hann á það skilið," sagöi hann, „fyrst
hann er náttúrlegur höfundur þessa
og allra annarra hluta."
„En hvað eigum við að kalla tré-
smiðinn? Ætli ekki smið rúmsins?"
„Jú.“
„Og eigum við líka að nefna málarann
höfund og smið þessa hlutar?“
„Alls ekki.“
„Hvað er hann þá gagnvart rúminu?"
„Mér sýnist best hæfa að kalla hann
eftirhermu þess sem hinir eru
höfundar að.“
„Ágætt," sagði ég, „þú kallar þá þriðja
skapnaðinn frá náttúrunni eftir-
hermu?"
„Einmitt," svaraði hann.
„í þeim hópi verður þá líka harmleikja-
skáldið, fyrst það er eftirherma: því er
eðlislægt aö vera í þriðja sæti frá
konunginum og sannleikanum og
eins um allar hinar eftirhermurnar."
„Hætt er við því.“
„Við höfum þá orðið sammála um eftir-
hermuna. En segöu mér [598 A] um
málarann hvort þér sýnist hann reyna ;>
að líkja eftir hinum náttúrlega hlut
sjálfum eða verkum handverks-
mannanna?"
„Verkum handverksmannanna,"
svaraði hann.
„Eins og þau eru eða eins og þau
sýnast vera? Greindu líka á milli
þessa tvenns."
„Hvað áttu við?“ spurði hann.
„Jú, sjáðu til: rúm sem þú horfir á
ýmist frá hlið eða beint framan á eða
frá hvaða sjónarhomi sem er: tekur
það einhverjum breytingum sjálft eða
er það alltaf samt við sig, (áótt það
birtist á ólíka vegu - og allt annað á
sömu lund?“
„Á síðari veginn," sagði hann, „það
birtist á ólíka vegu, en breytist ekkert." ^
„Hugaðu nú að þessu: að hvoru miðar
málaralistin hverju sinni, að líkja eftir
veruleikanum eins og hann er eða
sýndinni eins og hún birtist? Hvort er
hún eftirlíking sannleika eða skugga-
myndar?"
„Skuggamyndar," svaraði hann.
„Hermilistin er þá fjarri sannleikanum;
og að því er virðist kallar hún fram
hvað sem er vegna þess að hún
snertir aðeins á broti af hverjum hlut,
sem að auki er skuggamynd. Málar-
inn, segjum við, málar fyrir okkur skó-
smið og trésmið og aðra handverks-
menn án þess að bera skynbragð á
list nokkurs þeirra. En sé hann góður >
málari og málar trésmið í fjarlægð,
myndi hann eigi að síður blekkja börn
og fávíst fólk svo að þau héldu að
hann væri sannur trésmiður."
„Nema hvað.“
„En ég hygg, vinur minn, að þetta sé
það sem við eigum aö láta okkur
skiljast um alla slíka menn: þegar
einhver skýrir okkur frá því að hann ,
hafi hitt mann sem kann allt handverk
54