Teningur - 01.05.1988, Page 58

Teningur - 01.05.1988, Page 58
frá Keios og fjölmargir aðrir geta talið samtímamönnum sínum trú um það með einkakennslu að þeir séu ófærir um að stjórna húsi sínu eða borg nema þeir hljóti menntun sína undir handleiöslu þeirra. Og fyrir þessa visku eru þeir svo elskaðir að það eitt vantar á að fylgismennirnir beri þá á háhesti. En ef Hómer var fær um að hjálpa mönnum til dygðarinnar, heldurðu að samtímamenn hans hefðu látið hann eða Hesíod reika um sem farandsöngvara og hefðu ekki fremur haldið í þá en aurana sína og þröngvað þeim til að gerast heima- menn hjá sér? Og hefóu skáldin ekki látið sannfærast, hefðu þeir þá ekki sjálfir elt þau hvert á land sem er uns þeir væru orönir nógu menntaðir?" „Mér sýnist þú hafa alveg rétt fyrir þér, Sókrates minn,“ sagði hann. „Eigum við þá ekki setja öll skáld frá og með Hómer í flokk þeirra sem líkja eftir skuggum dygðarinnar og annars þess sem þau fjalla um? Þau snerta hvergi á sannleikanum, heldur er það eins og við vorum að segja um málarann sem býr til það sem þeim sem ekkert kunna til skósmíða fremur en hann sjálfur sýnist vera [601 A] skósmiður, og sjá ekkert nema liti og form?“ „Vissulega." „Á sama hátt munum við þá segja, býst ég við, að skáldiö liti hverja list með nöfnum og lýsingum. Það hefur engan skilning sjálft á öðru en því að líkja eftir, svo að þeim sem eru eins og það sjálft og dæma eftir tungutakinu sýnist það tala mjög vel, þegar það fjallar í bundnu máli með hrynjandi og samhljómi hvort heldur um skósmíðar eða herstjórnarlist eða hvaðeina annað. Þetta skáldskaparmál býr sem sagt yfir einhverjum náttúrlegum töfrum. Því ég hygg þú vitir hvernig mál skáldanna lítur út þegar búið er að afklæða það skrautklæðum braglistar- innar, og það mælt fram eitt og óstutt. Þetta hefurðu ugglaust séð.“ „Reyndar hef ég það,“ svaraði hann. „Veröur það ekki áþekkt útlits og ásjóna drengs,“ sagði ég, „sem skartar engu öðru en æsku sinni og glatar æskuþokkanum?" „Einmitt,“ svaraði hann. „Komdu nú og leiddu hugann aö þessu: sá sem er skuggaskáld og eftirherma, segjum við, hefur engan skilning á veruleikanum, heldur á sýndinni. Er ekki svo?“ „Jú.“ „En nú er ekki nema hálf sagan sögó og ekki má skilja við málið við svo búið heldur skulum við skoða þaö til fulls.“ „Haltu áfram,“ sagði hann. „Málari, skulum við segja, málar beisli og mél.“ „Já.“ „En það eru söölasmiðurinn og jám- smiðurinn sem búa þau til.“ „Vissulega." „En veit málarinn hvernig beisli og mél eiga að vera? Eða veit sá sem býr þau til, söðlasmiðurinn og jámsmiður- inn, það ekki einu sinni, heldur aöeins sá sem kann að nota þau, hesta- maðurinn?" „Alveg rétt.“ „Og ætli við segjum ekki sama um allt annað?" „Hvað þá?“ „Aö fyrir hvern hlut séu þrjár listir: til notkunar, til sköpunar og til eftir- líkingar." „Jú.“ „Miðast dygð, fegurö og rétt lag hvers smíðisgrips, dýrs eða verks við nokkuð annað en þá beitingu sem hlutnum er ætlað eöa hann er náttúr- lega vaxinn til?“ „Nei, þannig er það.“ „Þá er það brýn nauðsyn að notandinn sé sem reyndastur og miöli því til smiðsins hvað geri hlutinn góðan eða slæman þegar honum er beitt. Til dæmis lætur flautuleikarinn flautu- smiðinn ábyggilega vita um flaut- urnar, hverjar kæmu sér að gagni í flautuleiknum, og gæfi fyrirmæli um smíði þeirra. Og hinn mun fara að tilmælum hans.“ „Nema hvað.“ „Upplýsir ekki kunnáttumaðurinn smiðinn um góðar flautur og lélegar og hinn tekur mark á honum og Sókrates smíðar þær eftir því?“ „Jú.“ „Svo að í tilviki eins og sama tækis, þá hefur smiðurinn rétta meiningu um kost og löst á því, enda fylgir þeim sem veit og er tilneyddur að hlusta [602 A] á hann. En sá sem notar tækið hefur þekkingu á því.“ „Vissulega." „Skyldi nú eftirherman öðlast þekkingu á því sem hún dregur upp, og geta greint hvort það er fagurt og rétt, af því að beita hlutnum, eða öðlast hún rétta meiningu um það vegna óhjákvæmilegs samneytis við þann sem veit og boða frá honum um hvernig mála beri?“ „Hvorugt." „Þá mun eftirherman hvorki vita né trúa því sem rétt er um kost og löst á s því sem hún líkir eftir.“ „Svo virðist." „Hann hefur dágott vit á því sem hann er að gera þessi eftirherma!" „Eða hitt þó heldur!" „Eigi að síður hermir hann eftir án þess að vita í nokkru tilviki hvernig hluturinn sem hann gerir verður góður eða slæmur, heldur virðist sem hann / líki eftir því sem þorra manna sem 56

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.