Teningur - 01.05.1988, Page 59
ekkert veit sýnist vera fallegt."
„Hvað annað?"
„Hér er þá tvennt sem við virðumst
vera ágætlega sammála um: eftir-
herman veit ekkert sem máli skiptir
um það sem hún hermir eftir, heldur er
hermilistin eins konar leikur og engin
* alvara, og í öðru lagi, þeir sem fást við
harmleikjaskáldskap hvort heldur í
jambískum hætti eða söguljóði eru
allir eftirhermur í fyllsta skilningi."
„Það er alveg áreiðanlegt."
„í Seifs nafni,“ sagði ég, „snýst ekki
þessi eftirlíking um eitthvað sem er
þremur þrepum frá sannleikanum?
Eða hvað?“
„Jú.“
„En gagnvart hverju í manninum
beinist þá sá máttur sem hún hefur?"
„Hvaða hluta mannsins áttu við?“
„Sjáðu nú til: þegar við sjáum með
sjóninni sömu stæröina úr nálægð og
úr fjarska sýnist hún ekki vera jafn
stór.“
„Reyndar ekki.“
„Og sömu hlutir sýnast beinir og
beygðir eftir því hvort þeir eru séðir í
vatni eða ekki, holir eða kúptir vegna
þess að litirnir villa um fyrir sjóninni,
og alls konar brenglun önnur á sér
greinilega stað í sál okkar. Það er
vegna þess að þau notfæra sér
þennan veikleika í eðli okkar sem
skuggamálun og brúðuleikur og
margar aðrar tæknibrellur af þessu
tagi eru hreinir galdrar."
„Það er satt.“
„Og hafa ekki mæling, talning og
vigtun reynst dágóð hjálp á þessu
sviöi, þannig að viö látum ekki
stjórnast af því sem sýnist stærra eða
minna, þyngra eða léttara, heldur af
því sem er taliö, mælt og vegið?“
„Auövitaó.“
„En þetta myndi vera verk skyn-
semishluta sálarinnar.“
„Reyndar."
„En þegar skynsemin hefur mælt
eitthvað og gefið til kynna að eitt sé
stærra eða minna eða jafnt öðru, þá
sýnist mönnum oft um leið hið
gagnstæöa."
„Já.“
„Sögðum við ekki óhugsandi að eitt og
hið sama hafi andstæðar meiningar
um sama hlutinn á sama tíma?“
„Jú, og það var rétt hjá okkur.“
[603 A] „Þá er sá hluti sálarinnar sem
hefur meiningar gagnstætt mælingun-
um annar en sá sem trúir mæling-
unum.“
„Já, hann er annar.“
„En það sem leggur trúnað á mælingu
og talningu er besti hluti sálarinnar.“
„Nema hvað.“
„Það sem setur sig á móti honum
heyrir þá til hinu lítilmótlega í okkur."
„Óhjákvæmilega.“
„Þetta var nú það sem ég vildi fá
samþykkt þegar ég sagði að dráttlistin
og öll hermilist almennt ynni verk sitt
fjarri sannleikanum og ennfremur að
hún blandaði geði við það í okkur sem
er fjarri skynseminni og hefði ekkert
sem er heilbrigt og satt að félaga og
vini.“
„Ég er fullkomlega sammála,“ sagði
hann.
„Lítilmótleg hermilistin hefur þá
samneyti við sína líka og getur af sér
lítilmótleg afkvæmi."
„Svo virðist.“
„Hvort á þetta nú aöeins við um
hermilist sjónarinnar,“ spurði ég, „eða
líka þá sem styðst við heyrnina, þá
sem við nefnum skáldskap?"
„Sennilega líka um þessa," svaraði
hann.
Úrtíundu bók Ríkisins.
Þýðing: Eyjólfur Kjalar Emilsson
57