Teningur - 01.05.1988, Page 62

Teningur - 01.05.1988, Page 62
og veit að það siglir hvert sem fer. Eitthvað. Eitthvað er stórt að mig grunar, eitthvað svo veglega gefið að hvar? eða hvað? Hver? Hver er sá djúpsári grunur sem lífið ýar að svo lángt og áfram? til þess að grunurinn verði hér eftir? Góa Hver? Var það allt hugsað á eftir? Eða - varð annállinn fyrri til ef hann staðsetti morðin Þótt augað sé opið? Samt ávallt: hve augað er svona! Hve gott að eiga það að. Og guð eða andartaks bros? Þorri Hver getur sagt það ef það var eitthvert óráðið bros? einhver sveifla í höfði? eitthvað sem kom með lofsverðri slysni? eitthvað sem kom með einmuna dag? Eða draumur hvert sem er farið? hljómur í skildi eða gjörð? þytur og hróp um litauðgi í birtu á nóni? Og lífshljóms eitthvert stef söng á tönn og hringur valt inní sveiflandi dans. Hvað get ég talað? Góa Ég trúi því samt. Samt tuldrar sál í sín vissu orð og alltaf dagar og ár. Þorri Alltaf áfram lángvön spor. Það er sami það er vani alltaf sami vaninn er sami vaninn alltaf samur að vera til næsta dags, að sakast við það sekur, aö það er ekki nóg. Og líf með fjarska er ekki fundið. Maðurinn er ekki nógl! Já ég hugsa um hvernig þaö var sem ég veit ekki hvemig mér bar að taka en tók of seint. Ég veit ekki hvernig ég á að skilja hvernig hvers vegna. Og spurt í öll þau spor. Góa Við öll, en líka kinn og djúp einsog það var. Og Ijósbrotin orðin að flaumi, að vesturlönd sigla og laugar og marglitar slæðu! Og vonin. Aldrei oflofuð f ífldirfska svo að þrótturinn vagar í spori. Þorri Ég sé að við heimskumst enn, að enn er leitað hvert sem fer. Og einhver brosir í borg að mynda þar sem grátiö var og harölega hyrndar stofur. Góa En þess vegna er líka tal! allt reiknað sem líf sú elska eða hatur sem hver ræður yfir þegar vel er trúað og þolað til dreps. Þorri Hvers vegna þessi stjórnlausa tímgun að ógeðsleg kvikindin dragast í slími og sjá þau! Þau hafa orðið að skít fremur en skíturinn sjálfur, að hann kámast af þeim. Og augað, það sér ekki. Og augað er sökinni hlaðið að það sér og sá hugur sem ann eða hatar. Hugurinn veður í skít. Hann skoðar það hann sér hvað fram er aö fara! Lífið skiptir um ham, það er hamurinn, það sem er undir hamnum. Það missir marks. Það er annað alls staðar hvergi. Segðu það ekki. Það er drauminum líkast. Ég elska. Og sjá það. Sjáðu það bara! Að lifa! Að lifai! Góa Þorri Hingað kom maður í fyrra með þvílíku lífi að hann var ekki til! Við fundum hve vel hann var þar! Ó, hann var þar! Hve við fundum til þéttrar nálægðar hans! Hve við undruðumst stórum! Ó! hrópaði einhver. Einhverja heyrði ég stynja og ekki að furða. Þarna var hann! Góa Einstakur? Endalaust frábær? Þorri Hann var þar! Ó! Góa Þorri En þegar sælan þreif hann á loft og fyllti hann hlátri - var hann þá til? Ef hann veit ekki um það og enn að lifa við alla þá blessun: Hvar er hann? Hver er þessi maður?? Hver er sá munur að lifa lángt leidda kvöl eða að búa við dýrð og ekki er fundið hvað fram er að fara? Hvað ef hún er ekki skilin sem slík,

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.