Teningur - 01.05.1988, Page 66
HÖFUNDAR EFNIS
Berglind Gunnarsdóttir er íslenskt
Ijóöskáld sem býr í Reykjavík.
César Vallejo var perúískt Ijóðskáld
sem bjó lengst af í útlegð í Frakklandi.
ívar Valgarðsson er íslenskur steypu-
sérfræðingur.
Ingólfur Arnarsson er íslenskur gifs-
sérfræðingur.
Mary Guðjónsson kennir bandarískar
bókmenntir við Háskóla íslands.
Magnúz Gezzon er íslenskt Ijóðskáld
meö áhuga á dönskum bókmenntum
Sigurlaug Gunnlaugsdóttir er íslensk
verkakona með áhuga á rómönsku
Ameríku.
Tomas Borge er innanríkisráðherra
sandinistastjórnarinnar í Nicaragua.
Bernando Marqués mun vera
kúbanskur blaöamaður.
Ernsto Cardenal er prestur og
menntamálaráöherra sandinista-
stjórnarinnar í Nicaragua, eitt þekkt-
asta núlifandi Ijóðskáld álfunnar.
Guðbergur Bergsson er íslenskur rit-
höfundur.
Norbert Weber er þýskur gallerí-
eigandi sem hefur sýnt verk eftir
skandínavíska listamenn, þará meðal
íslenska, og má þar nefna Sigurö
Guðmundsson, íslenskan myndlistar-
mann sem býr í Hollandi.
Helgi Þorgils Friöjónsson er íslenskur
listmálari sem hefur sýnt í Malmö.
Sylvia Plath var bandarískt Ijóðskáld
sem var gift Ted Hughes sem er
breskt Ijóðskáld.
Friðrika Benónýs er íslenskur
bókmenntanemi með áhuga á banda-
rískum bókmenntum.
John Armleder er svissneskur lista-
maður sem hefur sýnt á íslandi.
Louise Erdrich er bandarísk skáld-
kona af indíánaættum.
Ástráður Eysteinsson er þýsk-
bandarískt menntaður íslenskur
bókmenntafræðingur.
Óskar Árni Óskarsson er íslenskur
bókavöröur á bókasafni Háskóla
íslands.
Peter Handke er austurrískur
rithöfundur sem bjó um skeið í
Frakklandi.
Pétur Gunnarsson er íslenskur
rithöfundur sem bjó um skeið í
Frakklandi.
Björgúlfur Ólafsson er þjóðlegur
íslenskur rithöfundur.
Gerwald Rockenschaub er austur-
rískur listmálari sem hefur sýnt á
íslandi.
Platón var forngrískur heimspekingur
sem ferðaðist til Egyptalands og Sikil-
eyjar í fornöld.
Eyjólfur Kjalar Emilsson er bandarískt
menntaður íslenskur sérfræðingur í
forngrískri heimspeki.
Sjóni Sands er Steinar Sigurjónsson
sem er íslenskur rithöfundur.
64