Birtingur - 01.01.1958, Qupperneq 21
Form við sjó, olía,
1949
hugun hlutanna í náttúrunni og teikning
þeirra sé málaranum nauðsynleg?
— Jú. Ég held að maður verði að ganga
í gegn um mjög stranga og nákvæma teikni-
þjálfun, meira að segja akademíska vöðva-
teikningu, til þess að fá tilfinningu fyrir
hlutum í heildinni, fyrir heild myndflatarins.
Því miður teikna ég ekki nóg, en það má í
rauninni aldrei sleppa því að teikna. En ég
Mt á slíka teikningu sem þjálfun en ekki
takmark.
— Þú leggur sem sagt áherzlu á mynd-
bygginguna, hina ákveðnu og vísvituðu
flataskipun, sem frumatriði málverksins.
Hvað segirðu þá um tachismann, sem hefur
kastað þessu alveg fyrir borð? Við höfum
nú dæmi hér heima þar sem var síðasta
sýning Kristjáns Davíðssonar og verk hans
í nýútkominni ljóðabók Jóns Óskars, — og
að nokkru leyti í nýjustu myndum Eiríks
Smith, þótt það megi kannski frekar kalla
þær abstraktan expressionisma.
— Ja, þegar búið er að flæma alla
kompósitión úr mynd, þurrka úr henni alla
spennuna sem er í formunum, hvað er þá eig-
inlega eftir? Mér finnst raunverulega ekki til
neins að fást við myndlist upp á það. Þetta
vandamál að mála, að byggja upp mynd, það
er fyrst og fremst að gæða hana því lífi sem
felst í innbyrðis þenslu forma og lita. Hún
verður að skapast af tilfinningunni sem mál-
arinn hefur fyrir hlutunum, af dómgreind
hans en ekki af tilviljun einni saman. Ég
held að tachisminn sé bara leiði og þreyta.
15 Birtingur