Birtingur - 01.01.1958, Side 27

Birtingur - 01.01.1958, Side 27
undur getur jafnvel verið í öðru herbergi á meðan, svo óviðkomandi er sköpunarprósess- inn hugsun og tilfinningum. í útvarpið vant- ar lifandi efni. Það mætti gjarnan koma fram í útvarpinu að á íslandi í dag sé lifað einhverju mennsku lífi en einhvernveginn virðist útvarpinu hafa sýnzt það vera verk- efni sitt að leyna því þegar frá eru taldar óhjákvæmilegar fréttir og þeir smáþættir sem heyra undir fréttadeildina. I útvarpinu virðist allt í Þyrnirósusvefni, kokkurinn stendur sofandi með hendi á eyrnasnepli eldasveinsins og rumskar ekki einu sinni til að láta löðrunginn ríða eða hætta við það og hræra sjálfur í pottinum. Ætti maður að dæma eftir dagskrá útvarpsins: mikið lif- andi skelfing held ég manni myndi virðast lífið í landinu leiðinlegt. Hví ekki nýtt fólk? Við erum alltaf að heyra sömu raddirnar, sömu þreyttu radd- irnar. Jafnvel til að flytja samfeldar dag- skrár eru eintómar raddir sem við gjörþekkj- um svo að þar koma aldrei blæbrigði hjá flytjendum sem eru ekki gamalkunnug eins og mynd á almanaki sem hangir fyrir aug- um skrifstofufólks á hverjum einasta degi í heilt ár. Og þó það komi fyrir að flytjendur séu talandi og skili flestum orðum til hlust- enda þá er sjaldan nokkuð sem bendir til að þá varði um efnið og séu ekki orðnir hund- leiðir á því að lesa. Einn upplesari flytur lýrisk ljóð á miðvikudegi, á föstudegi flytur hann erindi um fiskveiðinýjungar, á sunnu- degi ferðaminningar búnaðarráðunauts um dönsku eyjarnar með öllum vélrænustu ferðalýsingafrösum sem geta gilt um Hol- land, Afganistan, Tasmaníu og Hornstrand- ir, það er bara að setja nöfnin inn í upp úr handhægri landafræðikennslubók. Af því er nóg í útvarpinu, og allt er þetta flutt með sömu hangandi hendinni, sama raddblæ, áherzlum og fjörefnaskorti. En jákvætt, er þá ekki eitthvað jákvætt? Ýmsir fræðimannaþættir hafa verið góðir og sjálfsagðir, málfræðinga, náttúrufræðinga og vísindamanna. í klassísku músikinni í útvarpinu er einna mest fagnaðarefni enda streyma mótmælin að frá okkar gömlu menningarþjóð og rit- stjóri af Suðurnesjum fékk birta af sér mynd í Morgunblaðinu fyrir að stinga upp á því að allar hljómplötur séu mölvaðar þar sem í eru grópuð helvítis óratóríum and- skotans sinfóníur og bölvaðar fúgur. Bravó fyrir hetjunni. Ekki er öll íslenzka tónlistin eins gleðileg i útvarpinu og finnst mér hljóti að geta verið einkamál hjá sókn og sókn að þar starfi kór og ekki brýnt að flytja at- hafnir hans út fyrir sín eðlilegu takmörk og til þjóðarinnar allrar nema sérstök tilþrif komi fram og þó það vitnist að maður hafi gaman af að setja saman lög í tómstundum þarf ekki að vera skylda útvarpsins að sinna því, það er sjálfsagt að örva alla listræna hæfileika en það er munur á tónlist og föndri við að búa til lag við afmælisljóð til söngs í fjölskyldusamkvæmi eins og það er munur á bókmenntum og blaðamennsku þótt stjórn útvarpsins hafi ekki orðið þess vör. Ágætir fræðsluþættir um tónlist hafa ver- ið í útvarpinu, og nú hefur Björn Th. Björnsson aftur tekið til við sína vinsælu myndlistarþætti. En það bólar ekkert á því að útvarpsráði finnist ástæða til að sýna bókmenntunum hliðstæða virðingu. Hin volduga stofnun er endalaust að þjarka um nokkrar krónur við höfunda sem koma ör- sjaldan í útvarp og sýndi bókmenntum lands- 21 Birtingur

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.