Birtingur - 01.01.1958, Qupperneq 29

Birtingur - 01.01.1958, Qupperneq 29
um og því sem síðar verður guðstrú, og það nefnir höfundurinn raunar líka. Fyrir þessar tvær bækur á útgáfufélagið inni þakkir og sannar tilverurétt sinn: von- andi að því verði forðað frá pólitískri henti- stefnu og ofstæki ýmissa manna sem hafa verið bendláðir við þetta félag án þess að þeir verði grunaðir um hreinræktaðan menn- ingarvilja. En það er sýnilegt að í þessu félagi og fyrir það starfa aðrir sem hafa áhuga á menningarlegum verðmætum; megi áhrif þeirra eflast og þeim takast að þoka út um dyrnar heiftarandanum af því tagi sem ég gerði ofurlitla grein fyrir í síðasta hefti Birtings í sambandi við stofnun Pen- félagsins, þar sem þetta fyrirgreiðslusam- band rithöfunda og varnarfylking þeirra sem vilja frjálsir koma fram skoðunum sín- um og sjónarmiðum var misnotað á ósvífinn hátt af kaldrifjuðum spekúlöntum. Jónasarkver Máls og menningar. Naumast var hægt að minnast smekklegar Jónasar HailgrímBsonar á heiðursdegi hans en Mál og menning gerði með Jónasarkver- inu; lítil bók sem kemst í vasa. Og svo lát- laus og smekkleg er bókin að hún vitnar sterkt um þá ást sem hefur verið rík með þjóðinni á þessu skáldi sínu og þykir svo sj'álfsögð að óþarft er að orða, svo sönn að menn mundu blygðast sín fyrir að halda uppi löngum talrokum á almannafæri um tilfinningar sínar frammi fyrir skáldskap Jónasar. Og formáli eftir þann liöfund sem okkar öld mun njóta í mati seinni kynslóða, Laxness. Þar er fleira leitt fram til móts við næman lesanda en kann að virðast við fljótan lestur. Stillinn er svo látlaus að hann má heita ósýnilegur. Ekkert er til þarflauss skrauts heldur er þessi litli formáli fagur í einfaldleika sínum og virðingu fyrir til- efninu sem hann hæfir fullkomlega. Ágóðanum af þessari bók verður Hka varið til að efla framtíð íslenzkra bókmennta því hann mun renna til húsbyggingar Máls og menningar þar sem Kristinn Andrésson ætl- ar að reisa virki fyrir sitt þarfa fyrirtæki. Því miður get ég ekki gert neina grein fyrir félagsbókum Máls og menningar því ég hef önga þeirra séð ennþá. Fjórða ár Birtings. Birtingur hefur fjórða árgang sinn. Út- gefendur eygja ekki ennþá möguleika til að koma ritinu á öruggan f járhagslegan grund- völl í þessu landi glæparitadrottnunar og tómlætis. Hvernig stendur á því að ekki skuli vera hægt að fá þann kaupendafjölda fyrir tímarit eins og Birting að það geti borgað fyrir vinnu og efni. Ríkisvaldið launar fyrir- höfnina í menningarviðleitni Birtings með því að ritið hlýtur að greiða 60% lúxus- skatt af pappír. Ættu allir að borga árgjald sitt svo prentsmiðjur fái sitt; ef ekki tekst að innheimta það hlýtur lífsskeiði þessa rits að vera lokið þar sem útgefendur geta engir lagt fram fé til viðbótar við vinnu sína og efni handa ritinu. En það er sannfæring okkar sem höfum gefið út Birting í þrjú ár að tímaritið hafi verið til gagns og menn- ingarauka, og megi ekki leggjast niður, þvi byrjum við hér með hið fjórða ár. Það ætti að vera óþarfi að taka það fram að skoðanir hljóti að vera skiftar í ritstjórn- Birtingur 23

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.