Birtingur - 01.01.1958, Blaðsíða 33
boris pasternak:
úr #/dr. zivago"
þorgcir þorgcirsson þýddi
Boris Pasternak er rússneskt ljóðskáld, f
1890. Faðir hans var þekktur listmálari og móðir hans
góður píanóleikari. Pasternak lagði í æsku stund á
tónlist, og er Skrjabin sagður hafa eggjað hann mjög
á að gerast tónskáld. Að loknu stúdentsprófi hóf
Pasternak heimspekinám við háskólann í Marburg og
tók á þeim árum tryggð við framsækin öfl þýzkra
bókmennta, hefur t d þýtt smásögur eftir Kleist á
rússnesku, og æskuminningar sínar tileinkaði hann
Rilke. Arið 1914 gaf hann út fyrstu ljóðabók sína:
Tvíburi í skýjum. Pasternak var ásamt Majakovskí
frumherji ljóðbyltingar á fyrstu árum ráðstjórnarinnar,
en eftir að sósíalrealismi varð allsráðandi í bókmennt-
unum samkvæmt valdboði pólitíkusa, varð hljótt um
Boris Pasternak. Hann hefur þó haldið áfram að
yrkja og unnið stórvirki í ljóðagerð, en einnig skrifað
skáldsögur og fengizt töluvert við þýðingar, m a á
verkum Shakespeares. Á árinu sem leið komst nafn
Pasternaks skyndilega á forsíður dagblaða um allan
heim vegna deilu sem reis milli rússneskra valda-
manna og ítalsks útgefanda út af skáldsögunni „Doktor
Zj ivago“ eftir Pasternak. Var reynt að hindra útgáfu
bókarinnar, en tókst ekki. Nokkru fyrir áramót kom
hún út á ítölsku (II dottor Zivago. — Feltri-
nelli, Milano 1957) og er væntanleg á fleiri tungu-
málum á næstunni, svo sem frönsku, ensku og sænsku.
Bókmenntaritstjóri sænska stórblaðsins Dagens Ny-
heter gerir hinn 6. des s 1 að tillögu sinni, að
Pasternak verði veitt bókmenntaverðlaun Nóbels við
næstu úthlutun.
E. B.
Það var sumarið 1943, skömmu eftir gagn-
sóknina við Kúrsk og frelsun Órel. Gordon,
nýorðinn undirlautinant og Dúdorov major
voru á leið til heirdeilda sinna. Sá fyrrnefndi
var að koma úr sendiför til Moskvu, sá síð-
arnefndi úr þriggja daga leyfi.
Þeir höfðu hitzt á leiðinni og verið nótt í
Sern, smáþorpi illa leiknu en þó ekki gjör-
eyddu. Óvinirnir höfðu farið eldi um hérað-
ið, flestir íbúarnir höfðu verið teknir af.
Mitt í rústum, múrmylsnu og steinabrot-
um fundu þeir uppistandandi hlöðu og lögð-
ust þar til hvíldar í rökkrinu.
En þeir gátu ekki sofnað og mösuðu alla
nóttina. Dúdorov, sem hafði blundað um
þrjúleytið, vaknaði í dögun við hreyfingar
Gordons. Þær voru klunnalegar og hann
stakkst og grófst í þurrt heyið eins og hann
væri í vatni. Hann tók föggur sínar saman í
pinkil, síðan renndi hann sér í átt til dyr-
anna jafn þunglamalega.
Hvert ertu að fara? Það er ekki fram-
orðið.
Ég fer niður að ánni. Ég þarf að þvo dá-
lítið.
Ertu vitlaus? I kvöld verðum við komnir
til herdeildarinnar og Tanka þvottakona
lætur okkur hafa það sem við viljum til
skiptanna. Af hverju ertu svona bráðlátur?
Ég vil ekki bíða. Ég er sveittur, mér
finnst ég vera skítugur. Það er heitt. Ég
ætla að skola úr þessu í snatri; ef ég vind
það vel þornar það á augabragði í sólskin-
inu. Á meðan baða ég mig og þá er ekki
annað eftir en að klæða sig.
Þú getur ekki verið þekktur fyrir það,
það veiztu. Þú ert offiséri.
Það er ekki framorðið, allir eru sofandi.
Ég fel mig bak við runna. Það sér mig eng-
27 Birtingur