Birtingur - 01.01.1958, Page 43

Birtingur - 01.01.1958, Page 43
skorðum. Enn lakara er að höfundurinn virðist ekki hafa tímt að hafna neinu efni sem Einar varðar og fellir löng plögg, grein- ar og bænarskrár, inn í aðaltextann. Slík gögn eiga þar ekki heima í heilu lagi heldur í viðauka. Þrátt fyrir þessa annmarka er ljóst af því bindi sem út er komið, að Arnór hefur unnið þarft verk með því að rita sögu Einars í Nesi. Hann hefur seilzt svo víða til fanga að bókin gefur yfirgripsmikla mynd af and- legu lífi og atvinnulífi norðaustanlands um miðja nítjándu öld. Bóndinn, sem tók það upp hjá sjálfum sér að setja fastan vinnu- tíma við sveitastörfin og gjalda vinnufólki sínu eftirvinnukaup ef meira var unnið, vegna þess að hann vildi ekki „halda neina helvítis þræla“, og tók ofsótta, kaþólska klerka á heimili sitt og hélt uppi vörnum fyrir þá gegn voldugum, ofstækisfullum lúterstrúarmönnum, átti fyllilega skilið að saga hans væri rituð. Jessen vélskólastjóri er einn þeirra dönsku ágætismanna, sem lögðu íslendingum lið við að skapa skilyrði fyrir nútímaþjóðfélag í landi sínu. Kunnátta og samvizkusemi Jess- ens voru ómetanlegar við að koma upp því liði tæknimenntaðra manna, sem verið hefur í fararbroddi í sókn íslendinga til bættra lífskjax-a og aukins valds yfir náttúrunni til láðs og lagar. Guðmundur Hagalín hefur sagt sögu hans, fjöi-lega og víða skemmti- lega eins og honum er lagið, en oft hanga ski'ítlur og eftirminnilegar dæmisögur ekki saman á öðru en veikum bláþráðum. Mál- færið er sumstaðar tilgerðarlegt, talað er t. d. um „hina gnæfu jökla“, en annarsstaðar óvandað: „... jukust kynni hans af mikil- vægum mönnum á vettvangi íslenzkra at- vinnumála og tækniþróunar". Þetta er líkara glefsu úr morgunfi'éttum útvarpsins en setningu úr penna þaulvans rithöfundar. Gestur Magnússon cand mag. hefur búið til prentunar minningar afa síns, sem ólzt upp í mikilli fátækt en varð stórbóndi á Staðarfelli áður en sviplegur mannskaði varð til þess að hann afréð að bregða búi og reisa látnurn ástvinum minnisvarða með því að gefa jörðina til skólahalds. Eins og oft vill verða í endui'minningum aldraði’a manna, verður frásögnin af æskuárunum mun samfelldari og blæbrigðaríkari en eftir að kemur fram á fullorðinsárin. Þá virðast umsvifin slæva athyglisgáfuna og íhyglina. Magnús á Staðarfelli lýsir á látlausu og vönduðu máli uppvexti sínum, skólagöngu í Ólafsdal og viðburðaríkum búskaparárum. Hann var einn af frumhei'jum samvinnu- hreyfingarinnar í Dalasýslu, sýndi í verki haginn af jai'ðabótum, þegar litið var á þær sem fánýtt nýjabrum, og beitti sér fyrir stofnun kvennaskóla við Breiðafjörð. Margt af því sem Magnús segir fi'á tilheyi'ir nú algerlega liðinni tíð, en annað hefði getað gerzt í gær, svo sem tilraunin sem gerð var til að nota vald yfir lánsfjárstofnunum til að beita hann skoðanakúgun í kosningunum 1903. Greinargóður inngangur Bjaima Bene- diktssonar að ritum Ólafíu Jóhannsdóttur hrekkur ekki til að ráða gáturnar í sálarlífi þessarar sérstæðu konu, enda mun það ekki hafa vei’ið ætlun höfundar. Þar er ýmsar athyglisverðar upplýsingar að finna, svo sem að faðir hennar hafi verið fyi’ii'mynd 37 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.