Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.07.1961, Blaðsíða 4
og menntamálaráðuneytisins, en þau voru: 1. Að samnorræn búsýslumenntun yrði Akademisk, það er vísindaleg. 2. Eins og stæði, væri hagkvæmast að þessari menntun væri komið fyrir í deild- um við starfandi háskóla á Norðurlöndum og hún samræmd annarri kennslu, sem þar færi fram, að svo miklu leyti, sem hægt væri. Annars stofnaðar sérdeildir fyrir búsýsluna. Fundurinn samþykkti einnig að kjósa nefnd, skipaða tveim mönnum frá hverju Norðurlandanna. Þessi nefnd átti að vinna að tillögum um námsgreinar og námstil- högun og leita eftir, við hvaða háskóla væri heppilegast að staðsetja deildir hins norræna búsýsluháskóla. I þessari nefnd á ísland einn fulltrúa og er það Adda Geirsdóttir húsmæðrakennari. Nefndin hefur haldið fimm fundi og hefur íslenzki fulltrúinn ekki haft ástæð- ur til að mæta á fundum nefndarinnar, en fyrir hennar hönd hafa mætt fulltrúar frá íslenzku sendiráðunum í Osló og Kaupmannahöfn. Það, að ísland á aðeins einn fulltrúa í nefndinni, grundvallast á því að eins og sakir standa, er ekki gert ráð fyrir, að ísland taki þátt í fjárhagsl. rekstri stofnunarinnar. Niðurstaðan af undirbúningsstarfi nefndanna hefur ætíð verið hin sama: Að mikil þörf væri á há- skóla í búsýslu og að æskilegast væri, að hann grundvallaðist á norrænni sam- vinnu. Þær fjórar greinar, sem nefndar eru af undirbúningsnefndum fyrir stofnun bú- sýsluháskóla eru: næringarefnafræði, vefjarefna- og vefnaðarfræði (tekstil- lære), hagfræði, heimilistækni (hus- holdstekniklære). Einnig þykir æskilegt að koma á fót sérstakri deild, sem fjalli um fjölskylduna (familielære), þar sem sérstök áherzla yrði lögð á þjóðfélagsfræði, uppeldis- og sálarfræði. Hvað næringarefnafræði áhrærir, álítur undirbúningsnefndin að við flesta nor- ræna háskóla fari fram kennsla í grein- um, sem nemendur búsýsluháskólans geti fylgt þrjú fyrstu kennslutímabil námsins, en hann er áætlaður í fimm áföngum, fimmtán til átján vikur í hverjum áfanga. Kennslan í aðalfaginu, næringarefna- fræði verður að vera alveg sérstök og eingöngu miðuð við menntun í búsýslu. Bent hefur verið á, að næringarefnadeild búsýsluháskólans væri vel sett við há- skólann í Osló, þar sem til er stofnun í næringarefnafræði, Johan Throne Holsts stofnunin, fyrir næringarefnarannsóknir. Námi í heimilistækni er áætlað að hægt sé að ljúka á þremur og hálfu til fjórum árum, og skiptist það í tvö tíma- bil. Helzt er hallazt að því, að þessi deild verði fyrst um sinn við háskólann í Ár- ósum. Við Arósaháskóla hafa verið starf- rækt um tæplega tuttugu ára skeið, sex mánaða framhaldsnámskeið í þrem deild- um fyrir húsmæðrakennara. Ein deildin hefur beinzt að heimilistækni, og er búið að byggja töluvert yfir þessar deildir all- ar, en þó sérstaklega tæknideildina og virðist því eðlilegt að tæknideild sam- norræna búsýsluháskólans verði fyrst um sinn starfrækt við háskólann í Árósum. Til að fá aðgang að þessari deild og einn- ig öllum hinum deildum háskólans, þarf væntanlegur nemandi að hafa lokið stúd- entsprófi og húsmæðrakennaraprófi, eða skólaeldhússkennaraprófi. Margar raddir hafa heyrzt um að erfitt verði að krefjast húsmæðrakennaramenntunar sem undir- búnings fyrir þessar deildir, fremur en aðrar deildir háskóla. Einnig er ljóst að það lengir námið að mun, eða um 3—4 ár, svo að námstíminn allur verður álíka langur og fyrir lækna. Rökin, sem færð hafa verið fyrir því að kennaramenntunin sé nauðsynleg sem undirbúningur, eru fyrst og fremst þau, að reyna beri að halda sem nánustum tengslum milli há- skólamenntunar og daglegs lífs og starfs innan heimilanna. 4 Húsfreyjan

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.